Nýr loftslagshópur boðar róttækar aðgerðir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2019 13:00 Hópurinn mun hittast vikulega og ræða loftslagsmálin. Fréttablaðið/GVA Nýstofnaður loftslagshópur mun hittast vikulega til að leggja fram hvatningar og áskoranir til stjórnvalda og fyrirtækja. Talskona hópsins vill sjá sterkari framtíðarsýn stjórnvalda en hún segir forgangsröðun þeirra oft á tíðum ranga. Loftslagshópur á vegum Landverndar mun funda á hverjum þriðjudegi með það að markmiði að hvetja stjórnvöld til róttækari aðgerða í loftslagsmálum en nú liggur fyrir. Hópurinn byrjaði með umræðum á Facebook. „Og það var bara undiralda í samfélaginu og kominn tími til að kalla saman fólk og vera þrýstiafl til að knýja fram róttækar aðgerðir, hvort sem það eru stjórnvöld, fyrirtæki eða einstaklingar. Við erum fyrst og fremst að skoða hvaða aðgerðir er hægt að fara í því við erum með allar upplýsingar. Vísindin eru komin og við vitum í hvað stefnir og nú er það að skoða hvað stjórnvöld og fyrirtæki geta gert,“ sagði Eva H. Baldursdóttir, talskona loftslagshópsins. Hópurinn mun meðal annars leggja fram hvatningar og áskoranir til stjórnvalda og fyrirtækja. „Og svo ætlum við að reyna að hrista aðeins upp í þessu og fara í einhverjar aðgerðir,“ sagði Eva. Hún segir enn óljóst hversu róttækum aðgerðum hópurinn muni beita en að hennar sögn sýni sagan að árangursríkast er þegar fólk kemur saman og krefst breytinga. Þá segir hún forgangsröðun stjórnvalda oft ranga. Sem dæmi tekur hún uppbygginguna við Keflavíkurflugvöll. „Ef við ætlum að fara í fimmtíu prósent uppbyggingu á Leifstöð, hvað þýðir það eru þá ekki bara fleiri flugvélar að fara að koma sem knúnar eru áfram á jarðefnaeldsneyti. Er það stefnan okkar,“ sagði Eva. Hún myndi vilja sjá stjórnvöld banna jarðefnaeldsneyti. „Þar er mesta losun gróðurhúsalofttegunda og þetta er bara spurning um pólitíska ákvörðun,“ sagði Eva. Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagshópur boðar alvöru aðgerðir Loftslagshópur á vegum Landverndar boðar aktivisma og alvöru aðgerðir til að hvetja stjórnvöld til mun róttækari aðgerða í loftslagsmálum en nú liggur fyrir, eins og það er orðað í yfirlýsingu á vegum hópsins sem send var á fjölmiðla í nótt. 28. ágúst 2019 08:54 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Nýstofnaður loftslagshópur mun hittast vikulega til að leggja fram hvatningar og áskoranir til stjórnvalda og fyrirtækja. Talskona hópsins vill sjá sterkari framtíðarsýn stjórnvalda en hún segir forgangsröðun þeirra oft á tíðum ranga. Loftslagshópur á vegum Landverndar mun funda á hverjum þriðjudegi með það að markmiði að hvetja stjórnvöld til róttækari aðgerða í loftslagsmálum en nú liggur fyrir. Hópurinn byrjaði með umræðum á Facebook. „Og það var bara undiralda í samfélaginu og kominn tími til að kalla saman fólk og vera þrýstiafl til að knýja fram róttækar aðgerðir, hvort sem það eru stjórnvöld, fyrirtæki eða einstaklingar. Við erum fyrst og fremst að skoða hvaða aðgerðir er hægt að fara í því við erum með allar upplýsingar. Vísindin eru komin og við vitum í hvað stefnir og nú er það að skoða hvað stjórnvöld og fyrirtæki geta gert,“ sagði Eva H. Baldursdóttir, talskona loftslagshópsins. Hópurinn mun meðal annars leggja fram hvatningar og áskoranir til stjórnvalda og fyrirtækja. „Og svo ætlum við að reyna að hrista aðeins upp í þessu og fara í einhverjar aðgerðir,“ sagði Eva. Hún segir enn óljóst hversu róttækum aðgerðum hópurinn muni beita en að hennar sögn sýni sagan að árangursríkast er þegar fólk kemur saman og krefst breytinga. Þá segir hún forgangsröðun stjórnvalda oft ranga. Sem dæmi tekur hún uppbygginguna við Keflavíkurflugvöll. „Ef við ætlum að fara í fimmtíu prósent uppbyggingu á Leifstöð, hvað þýðir það eru þá ekki bara fleiri flugvélar að fara að koma sem knúnar eru áfram á jarðefnaeldsneyti. Er það stefnan okkar,“ sagði Eva. Hún myndi vilja sjá stjórnvöld banna jarðefnaeldsneyti. „Þar er mesta losun gróðurhúsalofttegunda og þetta er bara spurning um pólitíska ákvörðun,“ sagði Eva.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagshópur boðar alvöru aðgerðir Loftslagshópur á vegum Landverndar boðar aktivisma og alvöru aðgerðir til að hvetja stjórnvöld til mun róttækari aðgerða í loftslagsmálum en nú liggur fyrir, eins og það er orðað í yfirlýsingu á vegum hópsins sem send var á fjölmiðla í nótt. 28. ágúst 2019 08:54 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Loftslagshópur boðar alvöru aðgerðir Loftslagshópur á vegum Landverndar boðar aktivisma og alvöru aðgerðir til að hvetja stjórnvöld til mun róttækari aðgerða í loftslagsmálum en nú liggur fyrir, eins og það er orðað í yfirlýsingu á vegum hópsins sem send var á fjölmiðla í nótt. 28. ágúst 2019 08:54