Félagið Ísland-Palestína gagnrýnir slæma stöðu hinsegin fólks í Palestínu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. ágúst 2019 08:45 Ísland-Palestína harmar slæma stöðu hinsegin fólks. Nordicphotos/Getty Félagið Ísland-Palestína hefur sent stjórnvöldum í Palestínu yfirlýsingu þar sem slæm staða hinsegin fólks í landinu er hörmuð. Stjórnarmaður segir að Ísland-Palestína taki ávallt stöðu með mannréttindum. „Allt okkar starf hefur grundvallast á að alþjóðalög séu virt og samstöðu með mannréttindum,“ segir Einar Steinn Valgarðsson, stjórnarmaður í félaginu. „Við teljum að deilur Írasels og Palestínu verði ekki leystar á réttlátan hátt ef mannréttindi verði ekki höfð að leiðarljósi.“ Félagið hefur sent stjórnvöldum í Palestínu yfirlýsingu þar sem staða hinsegin fólks er hörmuð. Tilefnið var fréttir af því að yfirvöld á Vesturbakkanum bönnuðu alla starfsemi samtaka hinsegin fólks. Þau voru hins vegar gerð afturreka með bannið eftir þrýsting frá mannréttindasamtökum víða um heim.Einar Steinn Valgarðsson.AðsendEinar segir að þó að félag eins og Ísland-Palestína hafi takmörkuð áhrif í stóra samhenginu þá sýni sagan að alþjóðlegur þrýstingur skipti máli. Því sé mikilvægt að leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Munur er á lagalegri stöðu hinsegin fólks í Palestínu. Á Vesturbakkanum hefur samkynhneigð ekki verið bönnuð en á Gasaströndinni er hún ólögleg að viðlagðri harðri refsingu. Stjórnvöld á Vesturbakkanum hafa hins vegar verið að herðast í afstöðunni og þann tíma sem starfsemi hinsegin samtaka var bönnuð var almenningur hvattur til að tilkynna brot. „Þetta hefur kynt undir fordómum gegn hinsegin fólki og hvatt fólk til að taka lögin í sínar hendur,“ segir Einar. „Við höfum aldrei skorast undan að gagnrýna palestínsk yfirvöld þegar kemur að mannréttindabrotum. En áherslan hefur verið á Ísrael sem hefur verið stórtækara í brotum.“ Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Palestína Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Félagið Ísland-Palestína hefur sent stjórnvöldum í Palestínu yfirlýsingu þar sem slæm staða hinsegin fólks í landinu er hörmuð. Stjórnarmaður segir að Ísland-Palestína taki ávallt stöðu með mannréttindum. „Allt okkar starf hefur grundvallast á að alþjóðalög séu virt og samstöðu með mannréttindum,“ segir Einar Steinn Valgarðsson, stjórnarmaður í félaginu. „Við teljum að deilur Írasels og Palestínu verði ekki leystar á réttlátan hátt ef mannréttindi verði ekki höfð að leiðarljósi.“ Félagið hefur sent stjórnvöldum í Palestínu yfirlýsingu þar sem staða hinsegin fólks er hörmuð. Tilefnið var fréttir af því að yfirvöld á Vesturbakkanum bönnuðu alla starfsemi samtaka hinsegin fólks. Þau voru hins vegar gerð afturreka með bannið eftir þrýsting frá mannréttindasamtökum víða um heim.Einar Steinn Valgarðsson.AðsendEinar segir að þó að félag eins og Ísland-Palestína hafi takmörkuð áhrif í stóra samhenginu þá sýni sagan að alþjóðlegur þrýstingur skipti máli. Því sé mikilvægt að leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Munur er á lagalegri stöðu hinsegin fólks í Palestínu. Á Vesturbakkanum hefur samkynhneigð ekki verið bönnuð en á Gasaströndinni er hún ólögleg að viðlagðri harðri refsingu. Stjórnvöld á Vesturbakkanum hafa hins vegar verið að herðast í afstöðunni og þann tíma sem starfsemi hinsegin samtaka var bönnuð var almenningur hvattur til að tilkynna brot. „Þetta hefur kynt undir fordómum gegn hinsegin fólki og hvatt fólk til að taka lögin í sínar hendur,“ segir Einar. „Við höfum aldrei skorast undan að gagnrýna palestínsk yfirvöld þegar kemur að mannréttindabrotum. En áherslan hefur verið á Ísrael sem hefur verið stórtækara í brotum.“
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Palestína Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira