Ung framlína á móti Ungverjum og Sandra byrjar í markinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2019 17:30 Hlín Eiríksdóttir í leik með Val í Pepsi Max deildinni í sumar. Vísir/Bára Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt á móti Ungverjalandi á Laugardalsvelli í kvöld en þetta er fyrsti leikur íslensku stelpnanna í undankeppni EM 2021 og fyrsti keppnisleikur liðsins undir hans stjórn. Sandra Sigurðardóttir stendur í marki í íslenska liðsins og það kemur síðan lítið á óvart í vali Jóns Þórs á varnar- og miðjumönnum liðsins. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Ingibjörg Sigurðardóttir, Sif Atladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir eru vanar því að mynda saman varnarlínu Íslands og á miðjunni eru síðan þrjár af bestu knattspyrnukonum landsins eða þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Jón Þór teflir hins vegar fram ungri framlínu á móti Ungverjum í kvöld en þar eru allir leikmenn yngri en 25 ára og tvær af þremur eru fæddar í kringum aldarmótin. Byrjunarlið Íslands gegn Ungverjalandi! This is how we start our game against Hungary!#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/3Sd3ZvIIOS— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 29, 2019 Agla María Albertsdóttir (fædd 1999) og Hlín Eiríksdóttir (fædd 2000) eru þar sitt hvorum megin við Elínu Mettu Jensen (fædd 1995). Allar hafa þær farið á kostum í Pepsi Max deild kvenna í sumar en þetta eru þrír markahæstu leikmenn deildarinnar, Elín Metta og Hlín með fimmtán mörk og Agla María með tólf mörk. Reynsluboltarnir Fanndís Friðriksdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir þurfa því allar að sætta sig við það að byrja á varamannabekknum í kvöld.Byrjunarlið Íslands á móti Ungverjum í kvöld:Markvörður Sandra Sigurðardóttir | ValurVarnarmenn Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden Sif Atladóttir | Kristianstads DFF Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard Hallbera Guðný Gísladóttir | ValurMiðjumenn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg Dagný Brynjarsdóttir | Portland ThornsSóknarmenn Hlín Eiríksdóttir | Valur Elín Metta Jensen | Valur Agla María Albertsdóttir | Breiðablik EM 2021 í Englandi Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt á móti Ungverjalandi á Laugardalsvelli í kvöld en þetta er fyrsti leikur íslensku stelpnanna í undankeppni EM 2021 og fyrsti keppnisleikur liðsins undir hans stjórn. Sandra Sigurðardóttir stendur í marki í íslenska liðsins og það kemur síðan lítið á óvart í vali Jóns Þórs á varnar- og miðjumönnum liðsins. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Ingibjörg Sigurðardóttir, Sif Atladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir eru vanar því að mynda saman varnarlínu Íslands og á miðjunni eru síðan þrjár af bestu knattspyrnukonum landsins eða þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Jón Þór teflir hins vegar fram ungri framlínu á móti Ungverjum í kvöld en þar eru allir leikmenn yngri en 25 ára og tvær af þremur eru fæddar í kringum aldarmótin. Byrjunarlið Íslands gegn Ungverjalandi! This is how we start our game against Hungary!#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/3Sd3ZvIIOS— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 29, 2019 Agla María Albertsdóttir (fædd 1999) og Hlín Eiríksdóttir (fædd 2000) eru þar sitt hvorum megin við Elínu Mettu Jensen (fædd 1995). Allar hafa þær farið á kostum í Pepsi Max deild kvenna í sumar en þetta eru þrír markahæstu leikmenn deildarinnar, Elín Metta og Hlín með fimmtán mörk og Agla María með tólf mörk. Reynsluboltarnir Fanndís Friðriksdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir þurfa því allar að sætta sig við það að byrja á varamannabekknum í kvöld.Byrjunarlið Íslands á móti Ungverjum í kvöld:Markvörður Sandra Sigurðardóttir | ValurVarnarmenn Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden Sif Atladóttir | Kristianstads DFF Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard Hallbera Guðný Gísladóttir | ValurMiðjumenn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg Dagný Brynjarsdóttir | Portland ThornsSóknarmenn Hlín Eiríksdóttir | Valur Elín Metta Jensen | Valur Agla María Albertsdóttir | Breiðablik
EM 2021 í Englandi Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira