Jón Þór: Þetta sýnir bara breiddina í liðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2019 21:11 „Frábær sigur en margt sem við þurfum að laga. Ég var verulega ósáttur með fyrri hálfleikinn þar sem við dettum niður eftir frábæra byrjun,“ sagði ákveðinn Jón Þór Hauksson um sinn fyrsta sigur í sínum fyrsta keppnisleik sem landsliðsþjálfari Íslands. „Við vorum mjög öflugar fyrstu 10-15 mínúturnar en hvernig við dettum niður og hættum að gera hlutina sem voru að virka frábærlega í upphafi leiks er eitthvað sem við þurfum að bæta.“ Ísland lagði Ungverjaland með fjórum mörkum gegn einu á Laugardalsvelli í kvöld en leikurinn markar upphaf undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 2021. Staðan hafði verið 1-1 í hálfleik en Ísland kaffærði gestunum í síðari hálfleik. „Hvort það sé einhver værukærð í ljósi umræðunnar um að við séum miklu betri en þetta lið eða hvernig sem það er eitthvað sem við verðum að laga,“ sagði Jón Þór ennfremur. Íslenska liðið kom mikið sterkari til leiks í síðari hálfleik. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn frábærlega og gerum þrjú frábær mörk. Hrós til stelpnanna með hvernig þær koma út í seinni hálfleikinn. Fáum líka gríðarlegan kraft með varamönnunum, sama reyndar með Hlín [Eiríksdóttir] og Öglu [Maríu Albertsdóttur] áður en þær fara út af.“ „Þetta sýnir bara breiddina í liðinu og frábært fyrir okkur að þær sem koma inná í þessum leikjum séu virkilega að láta til sín taka og hrós til stelpnanna með seinni hálfleikinn,“ sagði Jón Þór um breytinguna sem varð á íslenska liðinu í síðari hálfleik. Hlín Eiríksdóttir skoraði í sínum fyrsta keppnisleik fyrir íslenska A-landsliðið í dag en var tekin af velli nánast samstundis. Jón Þór fór yfir af hverju svo var. „Við vorum búin að ákveða að gera þessa skiptingu og þær [Hlín og Agla] stóðu sig virkilega vel. Ég er ekki að gera skiptingar af því ég er ekki ánægður með þær heldur til að fá ferska fætur inn. Það eru mikil hlaup hjá vængmönnum okkar og það er stutt í næsta leik, ég er í skýjunum með hvernig varamennirnir okkar komu inn í dag.“ Að lokum var Jón Þór spurður um leikinn á mánudaginn þar sem Ísland mætir Slóvakíu. „Við tökum þrjú stig út úr þessu og góða byrjun á þessari undankeppni og það er það sem skiptir máli þegar út í móti er komið en það eru þættir sem við viljum klárlega laga fyrir mánudaginn,“ sagði sigurreifur Jón Þór Hauksson að lokum. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
„Frábær sigur en margt sem við þurfum að laga. Ég var verulega ósáttur með fyrri hálfleikinn þar sem við dettum niður eftir frábæra byrjun,“ sagði ákveðinn Jón Þór Hauksson um sinn fyrsta sigur í sínum fyrsta keppnisleik sem landsliðsþjálfari Íslands. „Við vorum mjög öflugar fyrstu 10-15 mínúturnar en hvernig við dettum niður og hættum að gera hlutina sem voru að virka frábærlega í upphafi leiks er eitthvað sem við þurfum að bæta.“ Ísland lagði Ungverjaland með fjórum mörkum gegn einu á Laugardalsvelli í kvöld en leikurinn markar upphaf undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 2021. Staðan hafði verið 1-1 í hálfleik en Ísland kaffærði gestunum í síðari hálfleik. „Hvort það sé einhver værukærð í ljósi umræðunnar um að við séum miklu betri en þetta lið eða hvernig sem það er eitthvað sem við verðum að laga,“ sagði Jón Þór ennfremur. Íslenska liðið kom mikið sterkari til leiks í síðari hálfleik. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn frábærlega og gerum þrjú frábær mörk. Hrós til stelpnanna með hvernig þær koma út í seinni hálfleikinn. Fáum líka gríðarlegan kraft með varamönnunum, sama reyndar með Hlín [Eiríksdóttir] og Öglu [Maríu Albertsdóttur] áður en þær fara út af.“ „Þetta sýnir bara breiddina í liðinu og frábært fyrir okkur að þær sem koma inná í þessum leikjum séu virkilega að láta til sín taka og hrós til stelpnanna með seinni hálfleikinn,“ sagði Jón Þór um breytinguna sem varð á íslenska liðinu í síðari hálfleik. Hlín Eiríksdóttir skoraði í sínum fyrsta keppnisleik fyrir íslenska A-landsliðið í dag en var tekin af velli nánast samstundis. Jón Þór fór yfir af hverju svo var. „Við vorum búin að ákveða að gera þessa skiptingu og þær [Hlín og Agla] stóðu sig virkilega vel. Ég er ekki að gera skiptingar af því ég er ekki ánægður með þær heldur til að fá ferska fætur inn. Það eru mikil hlaup hjá vængmönnum okkar og það er stutt í næsta leik, ég er í skýjunum með hvernig varamennirnir okkar komu inn í dag.“ Að lokum var Jón Þór spurður um leikinn á mánudaginn þar sem Ísland mætir Slóvakíu. „Við tökum þrjú stig út úr þessu og góða byrjun á þessari undankeppni og það er það sem skiptir máli þegar út í móti er komið en það eru þættir sem við viljum klárlega laga fyrir mánudaginn,“ sagði sigurreifur Jón Þór Hauksson að lokum.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54