Erlent

Kona fannst látin á heimili árásarmannsins í Bærum

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Árásarmaðurinn var yfirbugaður af þremur meðlimum moskunnar áður en lögregla kom á vettvang.
Árásarmaðurinn var yfirbugaður af þremur meðlimum moskunnar áður en lögregla kom á vettvang. skjáskot
Ung kona fannst látin á heimili mannsins sem hefur verið handtekinn í tengslum við skotárás sem var gerð á al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í dag.  

Á síðu norsku fréttastofunnar VG kemur fram árásarmaðurinn sé grunaður um að hafa myrt hana. „Hin látna tengist sennilega manninum sem er grunaður um skotárásina,“ segir Rune Skjold, sem leiðir rannsókn málsins.  

Lögreglumenn fundu konuna í íbúð mannsins við rannsókn skotárásarinnar um klukkan 22 að staðartíma. Skjold segir að konan hafi búið með hinum grunaða síðast liðið ár og því hafa tengsl árásarmannsins og hinnar látnu verið staðfest.

Einn slasaðist í skotárásinni og var árásarmaðurinn að sögn sjónarvotta klæddur hvítum einkennisbúningi, skotheldu vesti og var hann með hjálm. Einn maður slasaðist en árásarmaðurinn var yfirbugaður af þremur meðlimum moskunnar. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×