Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2019 12:09 Ed Sheeran á Laugardalsvelli í kvöld. Vísir/Vilhelm Nýtt skipulag verður á tónleikum Ed Sheeran í kvöld þegar fólki verður hleypt inn á tónleikasvæðið. Nokkurrar óánægju gætti meðal gesta sem þurftu margir hverjir að bíða í allt að tvo tíma eftir að komast inn á svæðið. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. Þegar röðin var sem lengst náði hún frá Laugardalsvelli, upp að Glæsibæ og að Álfheimum. Verkefnastjóri Senu Live sagði í samtali við fréttastofu að röðin langa hefði meðal annars skýrst af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í sætisröðinni. Í fréttatilkynningu frá Senu Live sem barst skömmu fyrir hádegi kemur fram að þegar ljóst var að röðin inn á standandi svæði tónleikanna í gær væri of hæg hafi verið tekið upp nýtt skipulag sem olli því að röðin gekk mun hraðar. Hið nýja skipulag verður við lýði í kvöld þegar hleypt verður inn á svæðið. Þá biðst Sena Live afsökunar á þeim óþægindum sem löng röð olli. Þeir sem fréttastofa náði tali af eftir tónleikana voru hæstánægðir með upplifunina. „Upplifunin var rosaleg, æðisleg. Hann spilaði öll lög sem ég átti von á að heyra. Í einu orði sagt, æðislegt,“ sagði Goði Már Daðason, tónleikagestur. Uppfyllti hann allar þínar væntingar? „Hvort hann gerði,“ sagði Goði Már. Myndir þú fara aftur? „Hvort ég myndi,“ sagði Goði Már. Fjölmargir nýttu sér þjónustu Strætó í gær en boðið var upp á gjaldfrjálsar strætóferðir frá Laugardalsvelli og að Kringlu fyrir og eftir tónleika. Að sögn upplýsingafulltrúa strætó voru 40 vagnar notaðir í kringum tónleikana til að koma fólki frá vellinum og tók um klukkustund að tæma Laugardalinn í gær. Seinni tónleikar Sheeran fara fram á Laugardalsvelli í kvöld. Í myndbandinu að neðan má sjá stemninguna á LAugardalsvelli í gær. Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Svona var stemmningin í Laugardalnum augnablikum áður en Ed Sheeran steig á stokk Enski hjartaknúsarinn og tónlistamaðurinn Ed Sheeran stígur á stokk á fyrri tónleikum sínum á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:00 Vinsældir Ed Sheeran megi rekja til þess hve vingjarnlegur hann er Uppselt er á fyrri tónleika Ed Sheeran sem fara fram í kvöld, en tónleikarnir eru sagðir þeir stærstu í Íslandssögunni 10. ágúst 2019 13:00 Breyta fyrirkomulagi eftir langa röð á fyrri tónleikana Skipulagi á röðinni inn á tónleika Eds Sheeran á Laugardalsvelli í gærkvöldi var breytt þegar ljóst var orðið að röðin inn á standandi svæði vallarins gengi of hægt fyrir sig. Nýja skipulagið verður notað á seinni tónleikum söngvarans í kvöld. 11. ágúst 2019 11:29 Röðin inn á tónleika Ed Sheeran náði að Glæsibæ Röðin inn á tónleika breska tónlistarmannsins Ed Sheeran teygir sig frá Laugardalsvelli og alla leið út að Glæsibæ, og jafnvel lengra, eða vel rúman kílómetra. 10. ágúst 2019 19:38 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Mikil röð fyrir utan Laugardalsvöll vegna Ed Sheeran tónleikanna Tónleikar Ed Sheeran verða vel sóttir í kvöld en búast má við hátt í 30 þúsund gestum á tónleikasvæðinu. 10. ágúst 2019 13:26 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Nýtt skipulag verður á tónleikum Ed Sheeran í kvöld þegar fólki verður hleypt inn á tónleikasvæðið. Nokkurrar óánægju gætti meðal gesta sem þurftu margir hverjir að bíða í allt að tvo tíma eftir að komast inn á svæðið. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. Þegar röðin var sem lengst náði hún frá Laugardalsvelli, upp að Glæsibæ og að Álfheimum. Verkefnastjóri Senu Live sagði í samtali við fréttastofu að röðin langa hefði meðal annars skýrst af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í sætisröðinni. Í fréttatilkynningu frá Senu Live sem barst skömmu fyrir hádegi kemur fram að þegar ljóst var að röðin inn á standandi svæði tónleikanna í gær væri of hæg hafi verið tekið upp nýtt skipulag sem olli því að röðin gekk mun hraðar. Hið nýja skipulag verður við lýði í kvöld þegar hleypt verður inn á svæðið. Þá biðst Sena Live afsökunar á þeim óþægindum sem löng röð olli. Þeir sem fréttastofa náði tali af eftir tónleikana voru hæstánægðir með upplifunina. „Upplifunin var rosaleg, æðisleg. Hann spilaði öll lög sem ég átti von á að heyra. Í einu orði sagt, æðislegt,“ sagði Goði Már Daðason, tónleikagestur. Uppfyllti hann allar þínar væntingar? „Hvort hann gerði,“ sagði Goði Már. Myndir þú fara aftur? „Hvort ég myndi,“ sagði Goði Már. Fjölmargir nýttu sér þjónustu Strætó í gær en boðið var upp á gjaldfrjálsar strætóferðir frá Laugardalsvelli og að Kringlu fyrir og eftir tónleika. Að sögn upplýsingafulltrúa strætó voru 40 vagnar notaðir í kringum tónleikana til að koma fólki frá vellinum og tók um klukkustund að tæma Laugardalinn í gær. Seinni tónleikar Sheeran fara fram á Laugardalsvelli í kvöld. Í myndbandinu að neðan má sjá stemninguna á LAugardalsvelli í gær.
Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Svona var stemmningin í Laugardalnum augnablikum áður en Ed Sheeran steig á stokk Enski hjartaknúsarinn og tónlistamaðurinn Ed Sheeran stígur á stokk á fyrri tónleikum sínum á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:00 Vinsældir Ed Sheeran megi rekja til þess hve vingjarnlegur hann er Uppselt er á fyrri tónleika Ed Sheeran sem fara fram í kvöld, en tónleikarnir eru sagðir þeir stærstu í Íslandssögunni 10. ágúst 2019 13:00 Breyta fyrirkomulagi eftir langa röð á fyrri tónleikana Skipulagi á röðinni inn á tónleika Eds Sheeran á Laugardalsvelli í gærkvöldi var breytt þegar ljóst var orðið að röðin inn á standandi svæði vallarins gengi of hægt fyrir sig. Nýja skipulagið verður notað á seinni tónleikum söngvarans í kvöld. 11. ágúst 2019 11:29 Röðin inn á tónleika Ed Sheeran náði að Glæsibæ Röðin inn á tónleika breska tónlistarmannsins Ed Sheeran teygir sig frá Laugardalsvelli og alla leið út að Glæsibæ, og jafnvel lengra, eða vel rúman kílómetra. 10. ágúst 2019 19:38 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Mikil röð fyrir utan Laugardalsvöll vegna Ed Sheeran tónleikanna Tónleikar Ed Sheeran verða vel sóttir í kvöld en búast má við hátt í 30 þúsund gestum á tónleikasvæðinu. 10. ágúst 2019 13:26 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Svona var stemmningin í Laugardalnum augnablikum áður en Ed Sheeran steig á stokk Enski hjartaknúsarinn og tónlistamaðurinn Ed Sheeran stígur á stokk á fyrri tónleikum sínum á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:00
Vinsældir Ed Sheeran megi rekja til þess hve vingjarnlegur hann er Uppselt er á fyrri tónleika Ed Sheeran sem fara fram í kvöld, en tónleikarnir eru sagðir þeir stærstu í Íslandssögunni 10. ágúst 2019 13:00
Breyta fyrirkomulagi eftir langa röð á fyrri tónleikana Skipulagi á röðinni inn á tónleika Eds Sheeran á Laugardalsvelli í gærkvöldi var breytt þegar ljóst var orðið að röðin inn á standandi svæði vallarins gengi of hægt fyrir sig. Nýja skipulagið verður notað á seinni tónleikum söngvarans í kvöld. 11. ágúst 2019 11:29
Röðin inn á tónleika Ed Sheeran náði að Glæsibæ Röðin inn á tónleika breska tónlistarmannsins Ed Sheeran teygir sig frá Laugardalsvelli og alla leið út að Glæsibæ, og jafnvel lengra, eða vel rúman kílómetra. 10. ágúst 2019 19:38
Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02
Mikil röð fyrir utan Laugardalsvöll vegna Ed Sheeran tónleikanna Tónleikar Ed Sheeran verða vel sóttir í kvöld en búast má við hátt í 30 þúsund gestum á tónleikasvæðinu. 10. ágúst 2019 13:26