Arnar glotti við tönn er hann ræddi um undanúrslitin í bikarnum: "Ég var ekki einu sinni fæddur þá!” Gabríel Sighvatsson skrifar 11. ágúst 2019 18:42 Arnar Gunnlaugsson. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R. var gríðarlega ánægður með frammistöðuna hjá sínu liði en þeir höfðu 3-1 sigur gegn ÍBV í Víkinni í dag. „Þetta var góður leikur af okkar hálfu. Þetta var mjög „professional” frammistaða af okkar hálfu, við skorum 3 mörk. Það er erfitt að mæta liði sem er í raun hálffallið, særð dýr geta verið hættuleg.” Arnar var virkilega ánægður með hvernig liðið svaraði kallinu en liðið hefur verið í erfiðleikum með að landa sigrum. Arnar skóf ekki utan af hlutunum eftir síðasta leik sem liðið tapaði gegn Stjörnunni. „Það eru mikil þroskamerki í liðinu og við gerðum þetta á mjög fagmannlegan hátt. Það er hægt að kvarta og kveina að við hefðum átt að gera fleiri mörk og allt það en við stjórnuðum leiknum og vorum rólegir og yfirvegaðir í okkar aðgerðum. Ef ég á að kvarta yfir einhverju þá hefðum við átt að skora fleiri mörk.” „Í stöðunni 2-1 þá veit maður aldrei en þetta var klaufalegt mark af okkar hálfu, við vorum hálfsofandi. Ég get ekki sagt að mér hafi liðið illa, þetta var leikur þar sem við sýndum mikil þroskamerki og stigum vel upp.” Óttar Magnús Karlsson var að spila sinn annan leik fyrir liðið í dag. Hann hefur reynst mikill fengur, var maður leiksins og skoraði 2 mörk til að hjálpa Víkingi við að landa sigrinum. „Það vita allir hvað Óttar er góður og hvað hann er mikilvægur fyrir okkar lið. Hann er búinn að koma mér á óvart hvað hann er „fit” og flottur og fellur eins og flís við rass í okkar lið og ég held hann hafi mjög gaman af að spila með svona liði sem heldur bolta vel og þá er það okkar mál að nýta hans hæfileiki, sem eru mjög miklir. ” Víkingur hefur verið í fallbaráttu undanfarna leiki en með einum sigri eru þeir komnir upp í 8. sætið og Arnar horfir upp fyrir sig í töflunni. „Við nálgumst Evrópusvæðið, þetta er mjög skrýtin deild núna, mjög stutt í fallbaráttu og mjög stutt í Evrópu. Ég leit á sigur KA í dag sem mjög flottan því þá nálgumst við Stjörnuna. Svona á að hugsa þetta, við eigum að hugsa þetta þannig að við séum að nálgast Evrópusæti en ekki að fjarlægast fallbaráttusætin. En við verðum að hafa í huga að það er stutt á milli feigs og ófeigs í þessu og við verðum að halda fókus.” Næsti leikur Víkings er í undanúrslitum Mjólkurbikarsins og það er mikill spenningur fyrir þeim leik enda langt síðan Víkingur hefur komist svona langt í bikarkeppni. „Það eru spennandi tímar framundan og þetta verður „epic” leikur á fimmtudagnn og við verðum klárir í þann leik. Við förum „all in” í þann leik og gerum allt til að landa okkar fyrsta bikarúrslitaleik síðan 1971. Ég var ekki einu sinni fæddur þá!” Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R. var gríðarlega ánægður með frammistöðuna hjá sínu liði en þeir höfðu 3-1 sigur gegn ÍBV í Víkinni í dag. „Þetta var góður leikur af okkar hálfu. Þetta var mjög „professional” frammistaða af okkar hálfu, við skorum 3 mörk. Það er erfitt að mæta liði sem er í raun hálffallið, særð dýr geta verið hættuleg.” Arnar var virkilega ánægður með hvernig liðið svaraði kallinu en liðið hefur verið í erfiðleikum með að landa sigrum. Arnar skóf ekki utan af hlutunum eftir síðasta leik sem liðið tapaði gegn Stjörnunni. „Það eru mikil þroskamerki í liðinu og við gerðum þetta á mjög fagmannlegan hátt. Það er hægt að kvarta og kveina að við hefðum átt að gera fleiri mörk og allt það en við stjórnuðum leiknum og vorum rólegir og yfirvegaðir í okkar aðgerðum. Ef ég á að kvarta yfir einhverju þá hefðum við átt að skora fleiri mörk.” „Í stöðunni 2-1 þá veit maður aldrei en þetta var klaufalegt mark af okkar hálfu, við vorum hálfsofandi. Ég get ekki sagt að mér hafi liðið illa, þetta var leikur þar sem við sýndum mikil þroskamerki og stigum vel upp.” Óttar Magnús Karlsson var að spila sinn annan leik fyrir liðið í dag. Hann hefur reynst mikill fengur, var maður leiksins og skoraði 2 mörk til að hjálpa Víkingi við að landa sigrinum. „Það vita allir hvað Óttar er góður og hvað hann er mikilvægur fyrir okkar lið. Hann er búinn að koma mér á óvart hvað hann er „fit” og flottur og fellur eins og flís við rass í okkar lið og ég held hann hafi mjög gaman af að spila með svona liði sem heldur bolta vel og þá er það okkar mál að nýta hans hæfileiki, sem eru mjög miklir. ” Víkingur hefur verið í fallbaráttu undanfarna leiki en með einum sigri eru þeir komnir upp í 8. sætið og Arnar horfir upp fyrir sig í töflunni. „Við nálgumst Evrópusvæðið, þetta er mjög skrýtin deild núna, mjög stutt í fallbaráttu og mjög stutt í Evrópu. Ég leit á sigur KA í dag sem mjög flottan því þá nálgumst við Stjörnuna. Svona á að hugsa þetta, við eigum að hugsa þetta þannig að við séum að nálgast Evrópusæti en ekki að fjarlægast fallbaráttusætin. En við verðum að hafa í huga að það er stutt á milli feigs og ófeigs í þessu og við verðum að halda fókus.” Næsti leikur Víkings er í undanúrslitum Mjólkurbikarsins og það er mikill spenningur fyrir þeim leik enda langt síðan Víkingur hefur komist svona langt í bikarkeppni. „Það eru spennandi tímar framundan og þetta verður „epic” leikur á fimmtudagnn og við verðum klárir í þann leik. Við förum „all in” í þann leik og gerum allt til að landa okkar fyrsta bikarúrslitaleik síðan 1971. Ég var ekki einu sinni fæddur þá!”
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira