Strunsaði brjálaður út úr Hallgrímskirkju vegna fána Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2019 00:01 Hinsegin dagar standa til laugardags þegar gleðigangan fer fram. Vísir/Vilhelm Ferðamaður frá Bandaríkjunum strunsaði út úr Hallgrímskirkju í dag. Ástæðan var sú að honum blöskraði fáni sem lá á kórtröppunum og blasti við söfnuði og öllum þeim sem komu í hlið himins, eins og það er orðað á heimasíðu Hallgrímskirkju. Fáninn sem um ræðir er regnbogafáninn sem sjá má víða í höfuðborginni sem og annars staðar á landinu í tilefni Hinsegin daga sem haldnir eru í tuttugasta skiptið í ár. Óhætt er að segja að fyrrnefndur ferðamaður sé enginn aðdáandi fánans. Eftir að hafa starað á fánann rauk hann út úr kirkjunni og fram í Guðbrandsstofu, í anddyri kirkjunnar. Þar var kirkjuvörður fyrir svörum. Gestur: „Afsakaðu, en er þetta regnbogafáni í kirkjunni?“ Kirkjuvörður: „Já, það er rétt.“ Gestur: „Af hverju ætti hann að vera í kirkju?“ Kirkjuvörður: „Af því að við teljum að kærleikur guðs nái til allra óháð kynhneigð þeirra eða uppruna.“ Gestur: „Jesús hefði aldrei tekið þetta í mál.“ Kirkjuvörður: „Jú, það hefði hann.“ Gestur: „Nei, það hefði hann ekki gert.“ Kirkjuvörður: „Jæja, við verðum að vera ósammála um það“ Gestur: „Þetta er ekki kristin kirkja. Þetta er til skammar!“ Fór svo að gesturinn strunsaði út úr kirkjunni. Á síðu Hallgrímskirkju á Facebook kemur fram að kirkjan standi með fjölbreytileika og litríki lífsins. Hinsegin dagar hófust í vikunni og ná hápunkti með gleðigöngu á laugardaginn. Hinsegin Reykjavík Þjóðkirkjan Hallgrímskirkja Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Sjá meira
Ferðamaður frá Bandaríkjunum strunsaði út úr Hallgrímskirkju í dag. Ástæðan var sú að honum blöskraði fáni sem lá á kórtröppunum og blasti við söfnuði og öllum þeim sem komu í hlið himins, eins og það er orðað á heimasíðu Hallgrímskirkju. Fáninn sem um ræðir er regnbogafáninn sem sjá má víða í höfuðborginni sem og annars staðar á landinu í tilefni Hinsegin daga sem haldnir eru í tuttugasta skiptið í ár. Óhætt er að segja að fyrrnefndur ferðamaður sé enginn aðdáandi fánans. Eftir að hafa starað á fánann rauk hann út úr kirkjunni og fram í Guðbrandsstofu, í anddyri kirkjunnar. Þar var kirkjuvörður fyrir svörum. Gestur: „Afsakaðu, en er þetta regnbogafáni í kirkjunni?“ Kirkjuvörður: „Já, það er rétt.“ Gestur: „Af hverju ætti hann að vera í kirkju?“ Kirkjuvörður: „Af því að við teljum að kærleikur guðs nái til allra óháð kynhneigð þeirra eða uppruna.“ Gestur: „Jesús hefði aldrei tekið þetta í mál.“ Kirkjuvörður: „Jú, það hefði hann.“ Gestur: „Nei, það hefði hann ekki gert.“ Kirkjuvörður: „Jæja, við verðum að vera ósammála um það“ Gestur: „Þetta er ekki kristin kirkja. Þetta er til skammar!“ Fór svo að gesturinn strunsaði út úr kirkjunni. Á síðu Hallgrímskirkju á Facebook kemur fram að kirkjan standi með fjölbreytileika og litríki lífsins. Hinsegin dagar hófust í vikunni og ná hápunkti með gleðigöngu á laugardaginn.
Hinsegin Reykjavík Þjóðkirkjan Hallgrímskirkja Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Sjá meira