Telur svarta sauði á meðal Íslendinga sem útlendinga á hálendinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2019 14:30 Förin umtöluðu sem Tómas gerir að umfjöllunarefni sínu. Tómas Guðbjartsson Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og náttúruunnandi vekur athygli á skemmdum á viðkvæmum gróðri og mosa á svokölluðum Skallahring sunnan af Landmannalaugum, austan við Laugaveginn. Tómas var á ferðinni á svæðinu og tók eftir skemmdum. Töluverður fréttaflutningur og umræða hefur verið um utanvegaakstur bíla á hálendi landsins undanfarnar vikur. Sem sé mikilvæg og hafi forvarnargildi. „Stundum vill þó gleymast að fjallahjól geta einnig valdið miklum skemmdum á viðkvæmri náttúru þegar hjólað er utan göngustíga.“Mælir ekki gegn fjallahjólum á hálendinu Undantekning á því sé fregnir af hjólförum eftir fjallahjól á Grænhrygg á dögunum. Tómas segir ástandið þar núna gott og engin för að sjá. „Annað var upp á teningnum á svæði sunnnan af Landmannalaugum - á svokölluðum Skallahring sem liggur austan við Laugaveginn. Þarna var fjöldi djúpra hjólfara langt utan göngustígsins sem er vel stikaður og greinilegur. Skemmdirnar eru augljósar og taka bæði til ógróinna mela og viðkvæms gróðurs og mosa.“ Tómas tekur fram að hann sé alls ekki að mælast gegn því að ferðast megi um friðlandið á fjallahjólum, enda eigi hann fjölda vina sem hjóli þar um og gæti vel að náttúrunni. „En það eru greinilega svartir sauðir innanum sem eru að stórskemma viðkvæm svæði. Þarna verður að opna umræðuna og sekta þá sem brjóta lögin - alveg eins og gert hefur verið með utanvegaakstur bifreiða. Sú umræða verður að taka til bæði útlendinga og Íslendinga, en því miður grunar mig að í þessu tilfelli sé ekki endilega hægt að skella skuldinni á erlenda ferðamenn.“ Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Umhverfismál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og náttúruunnandi vekur athygli á skemmdum á viðkvæmum gróðri og mosa á svokölluðum Skallahring sunnan af Landmannalaugum, austan við Laugaveginn. Tómas var á ferðinni á svæðinu og tók eftir skemmdum. Töluverður fréttaflutningur og umræða hefur verið um utanvegaakstur bíla á hálendi landsins undanfarnar vikur. Sem sé mikilvæg og hafi forvarnargildi. „Stundum vill þó gleymast að fjallahjól geta einnig valdið miklum skemmdum á viðkvæmri náttúru þegar hjólað er utan göngustíga.“Mælir ekki gegn fjallahjólum á hálendinu Undantekning á því sé fregnir af hjólförum eftir fjallahjól á Grænhrygg á dögunum. Tómas segir ástandið þar núna gott og engin för að sjá. „Annað var upp á teningnum á svæði sunnnan af Landmannalaugum - á svokölluðum Skallahring sem liggur austan við Laugaveginn. Þarna var fjöldi djúpra hjólfara langt utan göngustígsins sem er vel stikaður og greinilegur. Skemmdirnar eru augljósar og taka bæði til ógróinna mela og viðkvæms gróðurs og mosa.“ Tómas tekur fram að hann sé alls ekki að mælast gegn því að ferðast megi um friðlandið á fjallahjólum, enda eigi hann fjölda vina sem hjóli þar um og gæti vel að náttúrunni. „En það eru greinilega svartir sauðir innanum sem eru að stórskemma viðkvæm svæði. Þarna verður að opna umræðuna og sekta þá sem brjóta lögin - alveg eins og gert hefur verið með utanvegaakstur bifreiða. Sú umræða verður að taka til bæði útlendinga og Íslendinga, en því miður grunar mig að í þessu tilfelli sé ekki endilega hægt að skella skuldinni á erlenda ferðamenn.“
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Umhverfismál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira