„Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2019 16:02 Barr sagðist reiður og hneykslaður á að fangelsisyfirvöld hafi ekki tryggt örygg Epstein í fangelsinu á Manhattan. Vísir/EPA William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að „alvarlegir misbrestir“ hafi verið í alríkisfangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein fannst látinn á laugardag. Hann boðar ítarlega rannsókn á hvernig dauða hans bar að. Rannsóknin á glæpum Epstein haldi jafnframt áfram. Epstein, sem var ákærður fyrir mansal á ungum stúlkum, fannst látinn í klefa sínum á laugardagsmorgun. Hann hafði hengt sig. Fangelsisyfirvöld höfðu tekið hann af sjálfsvígsvakt þrátt fyrir að aðeins nokkrar vikur væru síðan hann fannst meðvitundarlaus í klefa sínum með áverka á hálsi. Þá var hann talinn hafa reynt að svipta sig lífi. Síðan þá hafa borist frásagnir af því að mikið álag hafi verið á vörðum í fangelsinu. Þeir hafi ekki litið inn til Epstein í fleiri klukkustundir nóttina sem hann lést. Samkvæmt reglum áttu þeir að líta á hann á hálftíma fresti. Epstein var einnig einn í klefa þó að hann hafi átt að hafa klefafélaga, að sögn Washington Post. „Við erum nú að komast að alvarlegum misbrestum í þessari aðstöðu sem valda miklum áhyggjum og krefjast ítarlegrar rannsóknar,“ sagði Barr dómsmálaráðherra í dag, að sögn New York Times. Fangelsismálastofnunin heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Lýsti ráðherrann því yfir að rannsókninni á glæpum Epstein yrði ekki hætt þrátt fyrir andlát hans. „Leyfið mér að fullvissa ykkur um að málið heldur áfram gegn hverjum sem var samsekur Epstein. Samverka menn hans ef einhverjir eru ættu ekki að vera rólegir. Fórnarlömbin verðskulda réttlæti og þau munu fá það,“ sagði hann. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein MeToo Tengdar fréttir Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að „alvarlegir misbrestir“ hafi verið í alríkisfangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein fannst látinn á laugardag. Hann boðar ítarlega rannsókn á hvernig dauða hans bar að. Rannsóknin á glæpum Epstein haldi jafnframt áfram. Epstein, sem var ákærður fyrir mansal á ungum stúlkum, fannst látinn í klefa sínum á laugardagsmorgun. Hann hafði hengt sig. Fangelsisyfirvöld höfðu tekið hann af sjálfsvígsvakt þrátt fyrir að aðeins nokkrar vikur væru síðan hann fannst meðvitundarlaus í klefa sínum með áverka á hálsi. Þá var hann talinn hafa reynt að svipta sig lífi. Síðan þá hafa borist frásagnir af því að mikið álag hafi verið á vörðum í fangelsinu. Þeir hafi ekki litið inn til Epstein í fleiri klukkustundir nóttina sem hann lést. Samkvæmt reglum áttu þeir að líta á hann á hálftíma fresti. Epstein var einnig einn í klefa þó að hann hafi átt að hafa klefafélaga, að sögn Washington Post. „Við erum nú að komast að alvarlegum misbrestum í þessari aðstöðu sem valda miklum áhyggjum og krefjast ítarlegrar rannsóknar,“ sagði Barr dómsmálaráðherra í dag, að sögn New York Times. Fangelsismálastofnunin heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Lýsti ráðherrann því yfir að rannsókninni á glæpum Epstein yrði ekki hætt þrátt fyrir andlát hans. „Leyfið mér að fullvissa ykkur um að málið heldur áfram gegn hverjum sem var samsekur Epstein. Samverka menn hans ef einhverjir eru ættu ekki að vera rólegir. Fórnarlömbin verðskulda réttlæti og þau munu fá það,“ sagði hann.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein MeToo Tengdar fréttir Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira
Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36
Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36
Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08