Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 12. ágúst 2019 18:49 Félag eldri borgara reisti 68 nýjar íbúðir í Árskógum í Breiðholti fyrir félagsmenn sína. Vísir Félag eldri borgara í Reykjavík mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. Líkt og greint hefur frá voru kaupendur krafðir um milljóna aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna 400 milljóna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætlunar byggingarnefndar félagsins. Sumir kaupendur samþykktu að greiða aukagreiðsluna en aðrir hafa sagst ætla að fara í mál við félagið. Í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld greindi Sigríður Snæbjörnsdóttir varaformaður félagsins hins vegar frá því að sáttatilboð í málinu yrði kynnt í kvöld. „Það liggur fyrst og fremst í því að fjármögnunaraðilar og framkvæmdaaðilar hafa komið á móts við kaupendur um að lækka þennan mismun sem liggur núna í 252 milljónum króna en var áður í rúmum 400 milljónum,“ sagði Sigríður. Þetta myndi hafa þau áhrif að aukagreiðslur kaupenda muni lækka. „Þetta hefur víðtæk áhrif. Til dæmis má nefna að þeir kaupendur sem voru áður í stórum íbúðum og þurftu að greiða sjö milljónir þurfa núna að greiða 4,4 milljónir. Þeir sem voru í smærri íbúðum og þurftu að greiða 4 milljónir en greiða nú 2,5 milljónir. Í því liggur tilboðið,“ sagði Sigríður. Sagði hún að kaupendum yrði kynnt tilboðið eins hratt og mögulegt er og vonir stæðu til að allir kaupendur þeirra 68 íbúða sem um ræðir myndu taka tilboðinu. „Í því liggur von okkar.“Hver kaupandi greiði 37 prósent minna en áður var krafist Í tilkynningu frá Félagi eldri borgar segir að allir félagsmenn sem eru kaupendur íbúða við Árskóga 1 og 3 í Reykjavík og undirrita, eða hafa undirritað, skilmálabreytingu vegna kaupsamninga fái niðurfelldan hluta af kostnaðarverði íbúða sinna. „Í kjölfar viðræðna sem staðið hafa yfir síðustu daga við framkvæmdar- og fjármögnunaraðila verkefnisins, hefur félagið samið um að fá afslátt af kostnaðarverði íbúðanna. Þá leggur félagið einnig sjálft til fjármuni til sáttarinnar en samtals eru það 149 milljónir króna sem dreifast á kaupendur í formi afsláttar.“Það þýði að hver kaupandi greiði 37 prósent minna en áður hafði verið gerð krafa um. Þeir kaupendur sem sátu í byggingarnefnd eða gegndu trúnaðarstörfum hjá félaginu á byggingartímanum hafa lýst því yfir að þeir afsali sér rétti til afsláttarins. Þeirra hlutur í afslættinum dreifist því til hækkunar á hlut annarra kaupenda sem ganga að þessu sáttaboði og er inni í heildarlækkuninni sem fram kemur hér að framan, að því er fram kemur í tilkynningunni.Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður Félags eldri borgara.Vísir/SigurjónByggingarnefndin stígur til hliðar og málið rannsakað Þá greinir stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík frá því að byggingarnefnd félagsins hafi óskað eftir því að stíga til hliðar vegna þess í hvaða farveg málið er komið og til að stuðla að sátt.Það sé von félagsins að samstaða náist um framangreinda tillögu hjá öllum kaupendum íbúða að Árskógum 1-3. „Ljóst er að draga verður lærdóm af þeim afdrífaríku mistökum sem gerð voru í tengslum við verðlagningu og samninga vegna íbúðanna. Endurskoða þarf með hvaða hætti staðið er að framkvæmdum sem þessum. Stjórnin hyggst í framhaldinu láta fara fram rannsókn á því hvernig mistökin áttu sér stað.Allir sem hafa orðið fyrir áhrifum af mistökunum og búið hafa við óvissu vegna þeirra eru beðnir innilega velvirðingar,“ segir í tilkynningunni. Húsnæðismál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Félag eldri borgara í Reykjavík mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. Líkt og greint hefur frá voru kaupendur krafðir um milljóna aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna 400 milljóna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætlunar byggingarnefndar félagsins. Sumir kaupendur samþykktu að greiða aukagreiðsluna en aðrir hafa sagst ætla að fara í mál við félagið. Í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld greindi Sigríður Snæbjörnsdóttir varaformaður félagsins hins vegar frá því að sáttatilboð í málinu yrði kynnt í kvöld. „Það liggur fyrst og fremst í því að fjármögnunaraðilar og framkvæmdaaðilar hafa komið á móts við kaupendur um að lækka þennan mismun sem liggur núna í 252 milljónum króna en var áður í rúmum 400 milljónum,“ sagði Sigríður. Þetta myndi hafa þau áhrif að aukagreiðslur kaupenda muni lækka. „Þetta hefur víðtæk áhrif. Til dæmis má nefna að þeir kaupendur sem voru áður í stórum íbúðum og þurftu að greiða sjö milljónir þurfa núna að greiða 4,4 milljónir. Þeir sem voru í smærri íbúðum og þurftu að greiða 4 milljónir en greiða nú 2,5 milljónir. Í því liggur tilboðið,“ sagði Sigríður. Sagði hún að kaupendum yrði kynnt tilboðið eins hratt og mögulegt er og vonir stæðu til að allir kaupendur þeirra 68 íbúða sem um ræðir myndu taka tilboðinu. „Í því liggur von okkar.“Hver kaupandi greiði 37 prósent minna en áður var krafist Í tilkynningu frá Félagi eldri borgar segir að allir félagsmenn sem eru kaupendur íbúða við Árskóga 1 og 3 í Reykjavík og undirrita, eða hafa undirritað, skilmálabreytingu vegna kaupsamninga fái niðurfelldan hluta af kostnaðarverði íbúða sinna. „Í kjölfar viðræðna sem staðið hafa yfir síðustu daga við framkvæmdar- og fjármögnunaraðila verkefnisins, hefur félagið samið um að fá afslátt af kostnaðarverði íbúðanna. Þá leggur félagið einnig sjálft til fjármuni til sáttarinnar en samtals eru það 149 milljónir króna sem dreifast á kaupendur í formi afsláttar.“Það þýði að hver kaupandi greiði 37 prósent minna en áður hafði verið gerð krafa um. Þeir kaupendur sem sátu í byggingarnefnd eða gegndu trúnaðarstörfum hjá félaginu á byggingartímanum hafa lýst því yfir að þeir afsali sér rétti til afsláttarins. Þeirra hlutur í afslættinum dreifist því til hækkunar á hlut annarra kaupenda sem ganga að þessu sáttaboði og er inni í heildarlækkuninni sem fram kemur hér að framan, að því er fram kemur í tilkynningunni.Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður Félags eldri borgara.Vísir/SigurjónByggingarnefndin stígur til hliðar og málið rannsakað Þá greinir stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík frá því að byggingarnefnd félagsins hafi óskað eftir því að stíga til hliðar vegna þess í hvaða farveg málið er komið og til að stuðla að sátt.Það sé von félagsins að samstaða náist um framangreinda tillögu hjá öllum kaupendum íbúða að Árskógum 1-3. „Ljóst er að draga verður lærdóm af þeim afdrífaríku mistökum sem gerð voru í tengslum við verðlagningu og samninga vegna íbúðanna. Endurskoða þarf með hvaða hætti staðið er að framkvæmdum sem þessum. Stjórnin hyggst í framhaldinu láta fara fram rannsókn á því hvernig mistökin áttu sér stað.Allir sem hafa orðið fyrir áhrifum af mistökunum og búið hafa við óvissu vegna þeirra eru beðnir innilega velvirðingar,“ segir í tilkynningunni.
Húsnæðismál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira