Segir að Miðflokkurinn muni standa við samkomulag um þinglega meðferð orkupakkans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2019 20:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þingmenn flokksins muni standa við það samkomulag sem gert var um þinglega meðferð þriðja orkupakkans fyrr í vor. Framundan eru tveir dagar á þingi þar sem orkupakkinn verður tekinn fyrir og afgreiddur úr þingi. „Við gerum ekki samkomulag án þess að ætla okkur að standa við það. Það á eftir að útfæra dagskrá þessara daga sem eru undir en ég geri ráð fyrir að menn hljóti að finna út úr því. Það ætti ekki að vera stórkostlegt vandamál. Það var undirritað samkomulag, reyndar eftir nokkrar tilraunir eins og stundum verður í lok hamaganginum í lok þingstarfa en á endanum náðist að fá undirskrift allra,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Síðasta þing stóð mun lengur en gert var ráð fyrir, ekki síst fyrir tilstilli Miðflokksins sem stóð fyrir málþófi, til þess að koma í veg fyrir að þingsályktunartillaga um að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd hinn þriðja orkupakka. Þann 18. júní náðist samkomulag á milli allra flokka á þingi um að fresta afgreiðslu málsins um að þriðji orkupakkinn verði afgreiddur á stuttu síðsumarþingi í lok ágúst og byrjun september. Alþingi kemur saman þann 28. ágúst næstkomandi.Sigmundur Davíð reiknar ekki með öðru en að málið verði afgreitt á þessu stutta þingi sem framundan er og vonast hann til þess að þingsályktunartillagan verði ekki samþykkt. Þar horfir hann helst til Sjálfstæðisflokksins í von um stuðning.„Þetta verður afgreitt frá þinginu á einn eða annan hátt, innan þessara tímamarka en auðvitað vonumst við enn þá til þess að menn hafi leyft sér að skoða þetta af opnum hug og við vonumst til þess að þeir sem hafa verið að berjast, til dæmis innan Sjálfstæðisflokksins, þeim verði eitthvað ágeng,“ sagði Sigmundur Davíð og vísaði þar til undirskriftarsöfnunar sem hafin er innan Sjálfstæðisflokksins í von um að knýja fram atkvæðagreiðslu um stefnu flokksins í málinu.Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.Fréttablaðið/AntonHorfir til forsetans nái málið í gegn Þá horfir hann einnig til forseta Íslands, verði þingsályktunartillagan samþykkt, en þingmenn hafa viðrað hugmyndir um að forsetinn geti neitað að skrifa undir þingsályktunartillöguna. Prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands hefur bent á slíkt væri þó fordæmalaust. „Málið mun væntanlega fara til forsetans. Mér skilst að það sé þess eðlis, það var nú eitthvað álitamál á sínum tíma en Ólafur Ísleifsson hefur skrifað ágæta grein um það og mér heyrist helstu lögfræðingar, eða þeir sem hafa helst tjáð sig um þetta, taka undir það mat að þetta mál þurfi að fara til forseta til undirritunar, þó að þetta sé þingsályktunartillaga. Þar er þá ein leið,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði þó ljóst ef þingsályktunartillagan yrði samþykkt og stjórnvöld myndu samþykkja innleiðingu þriðja orkupakkans myndi Miðflokkurinn ekki leggja árar í bát vegna málsins, framundan væru fjórði og fimmti orkupakkinn. Núna væri hins vegar tíminn til að einbeita sér að því að stöðva þriðja orkupakkann. „Þetta er tíminn til að spyrna við fótunum.“ Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ráðuneyti Gunnars Braga lagði til leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi. 11. ágúst 2019 12:15 Þingflokkurinn geti ekki „hlaupið til“ eftir því hvernig „einhver skoðanakönnun innan Sjálfstæðisflokksins kemur út“ Sigríður Andersen segir að ekki sé ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. 12. ágúst 2019 12:04 Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00 Segir málflutning Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann eins og atriði í hringleikahúsi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins líkti málflutningi forystu Miðflokksins um þriðja orkupakkann við atriði í hringleikahúsi á opnum fundi í Valhöll í dag. Hann hafnar því alfarið að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér afsal á orkuauðlindunum. Ekkert mál hafi fengið eins mikla umræðu á Alþingi og fá mál verið eins vel undirbúin. Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar um málið innan flokksins segir hann vera klofinn. 10. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þingmenn flokksins muni standa við það samkomulag sem gert var um þinglega meðferð þriðja orkupakkans fyrr í vor. Framundan eru tveir dagar á þingi þar sem orkupakkinn verður tekinn fyrir og afgreiddur úr þingi. „Við gerum ekki samkomulag án þess að ætla okkur að standa við það. Það á eftir að útfæra dagskrá þessara daga sem eru undir en ég geri ráð fyrir að menn hljóti að finna út úr því. Það ætti ekki að vera stórkostlegt vandamál. Það var undirritað samkomulag, reyndar eftir nokkrar tilraunir eins og stundum verður í lok hamaganginum í lok þingstarfa en á endanum náðist að fá undirskrift allra,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Síðasta þing stóð mun lengur en gert var ráð fyrir, ekki síst fyrir tilstilli Miðflokksins sem stóð fyrir málþófi, til þess að koma í veg fyrir að þingsályktunartillaga um að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd hinn þriðja orkupakka. Þann 18. júní náðist samkomulag á milli allra flokka á þingi um að fresta afgreiðslu málsins um að þriðji orkupakkinn verði afgreiddur á stuttu síðsumarþingi í lok ágúst og byrjun september. Alþingi kemur saman þann 28. ágúst næstkomandi.Sigmundur Davíð reiknar ekki með öðru en að málið verði afgreitt á þessu stutta þingi sem framundan er og vonast hann til þess að þingsályktunartillagan verði ekki samþykkt. Þar horfir hann helst til Sjálfstæðisflokksins í von um stuðning.„Þetta verður afgreitt frá þinginu á einn eða annan hátt, innan þessara tímamarka en auðvitað vonumst við enn þá til þess að menn hafi leyft sér að skoða þetta af opnum hug og við vonumst til þess að þeir sem hafa verið að berjast, til dæmis innan Sjálfstæðisflokksins, þeim verði eitthvað ágeng,“ sagði Sigmundur Davíð og vísaði þar til undirskriftarsöfnunar sem hafin er innan Sjálfstæðisflokksins í von um að knýja fram atkvæðagreiðslu um stefnu flokksins í málinu.Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.Fréttablaðið/AntonHorfir til forsetans nái málið í gegn Þá horfir hann einnig til forseta Íslands, verði þingsályktunartillagan samþykkt, en þingmenn hafa viðrað hugmyndir um að forsetinn geti neitað að skrifa undir þingsályktunartillöguna. Prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands hefur bent á slíkt væri þó fordæmalaust. „Málið mun væntanlega fara til forsetans. Mér skilst að það sé þess eðlis, það var nú eitthvað álitamál á sínum tíma en Ólafur Ísleifsson hefur skrifað ágæta grein um það og mér heyrist helstu lögfræðingar, eða þeir sem hafa helst tjáð sig um þetta, taka undir það mat að þetta mál þurfi að fara til forseta til undirritunar, þó að þetta sé þingsályktunartillaga. Þar er þá ein leið,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði þó ljóst ef þingsályktunartillagan yrði samþykkt og stjórnvöld myndu samþykkja innleiðingu þriðja orkupakkans myndi Miðflokkurinn ekki leggja árar í bát vegna málsins, framundan væru fjórði og fimmti orkupakkinn. Núna væri hins vegar tíminn til að einbeita sér að því að stöðva þriðja orkupakkann. „Þetta er tíminn til að spyrna við fótunum.“
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ráðuneyti Gunnars Braga lagði til leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi. 11. ágúst 2019 12:15 Þingflokkurinn geti ekki „hlaupið til“ eftir því hvernig „einhver skoðanakönnun innan Sjálfstæðisflokksins kemur út“ Sigríður Andersen segir að ekki sé ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. 12. ágúst 2019 12:04 Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00 Segir málflutning Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann eins og atriði í hringleikahúsi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins líkti málflutningi forystu Miðflokksins um þriðja orkupakkann við atriði í hringleikahúsi á opnum fundi í Valhöll í dag. Hann hafnar því alfarið að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér afsal á orkuauðlindunum. Ekkert mál hafi fengið eins mikla umræðu á Alþingi og fá mál verið eins vel undirbúin. Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar um málið innan flokksins segir hann vera klofinn. 10. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Ráðuneyti Gunnars Braga lagði til leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi. 11. ágúst 2019 12:15
Þingflokkurinn geti ekki „hlaupið til“ eftir því hvernig „einhver skoðanakönnun innan Sjálfstæðisflokksins kemur út“ Sigríður Andersen segir að ekki sé ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. 12. ágúst 2019 12:04
Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00
Segir málflutning Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann eins og atriði í hringleikahúsi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins líkti málflutningi forystu Miðflokksins um þriðja orkupakkann við atriði í hringleikahúsi á opnum fundi í Valhöll í dag. Hann hafnar því alfarið að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér afsal á orkuauðlindunum. Ekkert mál hafi fengið eins mikla umræðu á Alþingi og fá mál verið eins vel undirbúin. Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar um málið innan flokksins segir hann vera klofinn. 10. ágúst 2019 19:00