Félag atvinnurekenda gagnrýnir tollkvótafrumvarp ráðherra Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 13. ágúst 2019 06:00 Úthluta á innflutningsheimildum á kjöti án endurgjalds að mati FA Nordicphotos/Getty Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir drög landbúnaðarráðherra að nýju frumvarpi um breytingu á úthlutun tollkvóta. FA segir að með frumvarpinu sé þrengt að innflutningi á kjöti og sé það þvert á yfirlýst markmið frumvarpsins. Ekki verði lengur hægt að bregðast við kjötskorti á innanlandsmarkaði með tímabundnum opnum tollkvóta taki lögin gildi.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Drög að frumvarpinu birtust á samráðsgátt stjórnvalda þann tólfta júlí síðastliðinn og voru sett fram af Kristjáni Þór Júlíussyni landbúnaðarráðherra eftir skýrslu sem unnin var af fimm manna starfshópi um endurskoðun á regluverki um úthlutun tollkvóta landbúnaðarvara. Á vef samráðsgáttarinnar kemur fram að markmið frumvarpsins sé að stuðla að auknum ábata neytenda og að aukinni samkeppni á markaði með landbúnaðarvörur. Jafnframt sé markmiðið að einfalda og skýra regluverk um úthlutun tollkvóta. Í yfirlýsingu frá FA kemur fram að félagið telji breytta aðferð við uppboð á tollkvótum ekki gagnast neytendum til lengri tíma, úthluta eigi innflutningsheimildunum án endurgjalds. „Við getum út af fyrir sig tekið undir það að líklegt sé að í einhver misseri eða ár verði verð fyrir tollkvótann lægra með þessari aðferð en það mun engu að síður fljótt taka breytingum til hækkunar. Við teljum að það sé miklu skynsamlegra að úthluta þessum tollkvótum án endurgjalds enda er það mun algengari aðferð,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir drög landbúnaðarráðherra að nýju frumvarpi um breytingu á úthlutun tollkvóta. FA segir að með frumvarpinu sé þrengt að innflutningi á kjöti og sé það þvert á yfirlýst markmið frumvarpsins. Ekki verði lengur hægt að bregðast við kjötskorti á innanlandsmarkaði með tímabundnum opnum tollkvóta taki lögin gildi.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Drög að frumvarpinu birtust á samráðsgátt stjórnvalda þann tólfta júlí síðastliðinn og voru sett fram af Kristjáni Þór Júlíussyni landbúnaðarráðherra eftir skýrslu sem unnin var af fimm manna starfshópi um endurskoðun á regluverki um úthlutun tollkvóta landbúnaðarvara. Á vef samráðsgáttarinnar kemur fram að markmið frumvarpsins sé að stuðla að auknum ábata neytenda og að aukinni samkeppni á markaði með landbúnaðarvörur. Jafnframt sé markmiðið að einfalda og skýra regluverk um úthlutun tollkvóta. Í yfirlýsingu frá FA kemur fram að félagið telji breytta aðferð við uppboð á tollkvótum ekki gagnast neytendum til lengri tíma, úthluta eigi innflutningsheimildunum án endurgjalds. „Við getum út af fyrir sig tekið undir það að líklegt sé að í einhver misseri eða ár verði verð fyrir tollkvótann lægra með þessari aðferð en það mun engu að síður fljótt taka breytingum til hækkunar. Við teljum að það sé miklu skynsamlegra að úthluta þessum tollkvótum án endurgjalds enda er það mun algengari aðferð,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira