Bætingin verið framar vonum Hjörvar Ólafsson skrifar 13. ágúst 2019 18:30 Erna Sóley Gunnarsdóttir er ungur og upprennandi kúluvarpari. Fréttablaðið/KRISTÓFER ÞORGRÍMSSON Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir hefur átt góðu gengi að fagna í sumar. Hún fékk bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu U-20 ára fyrr í sumar og um nýliðna helgi var hún hluti af íslenska landsliðinu sem bar sigur úr býtum í 3. deild í Evrópubikarkeppni landsliða sem fram fór í Skopje í Norður-Makedóníu. Erna Sóley kastaði kúlunni 15,85 metra um helgina og það kast skilaði henni silfurverðlaunum. Hún hefur kastað lengst 16,13 metra en það gerði hún á móti sem haldið var í Houston í Texas í Bandaríkjunum í apríl fyrr á þessu ári. Erna hóf nám Rice-háskólanum þar í borg í ágúst á síðasta ári. Þar hefur hún jafnt og þétt bætt árangur sinn á þessu ári og kórónað gott ár sitt með góðri frammistöðu í sumar. Hún er ánægð með gang mála hjá sér en stefnir hærra á næstu árum. „Það var mjög gaman að vera hluti af þessu frábæra liði og upplifa þessa miklu spennu um helgina. Það gekk mikið á og úrslitin réðust á lokasprettinum. Tilfinningin var frábær þegar ljóst var að við færum með sigur af hólmi. Það er öðruvísi að taka þátt í svona liðakeppni og eiga þátt í því að skila stigum í hús með frammistöðu sinni en þegar maður keppir sem einstaklingur og er bara að hugsa um sjálfan sig. Ég hefði viljað kasta yfir 16 metrana á þessu móti og mér fannst ég eiga töluvert inni. Sem betur fer kom það ekki að sök og við urðum í efsta sæti sem er geggjað,“ segir Erna Sóley í samtali við Fréttablaðið um mótið um helgina. „Ég er hins vegar ánægð með það hvernig ég hef verið að kasta heilt yfir í sumar og það að ég hef verið að bæta mig jafnt og þétt síðustu mánuði. Árangur minn er klárlega framar væntingum og ég er farin að kasta lengra en ég hafði sett mér markmið um að gera. Aðstæður til þess að æfa eru eins og best verður á kosið í Houston og þjálfarinn þar er frábær. Þarna er hugsað mjög vel um mig sem íþróttamann og aðstæður til æfinga og lyftingaaðstaðan í hæsta gæðaflokki. Þá fáum við fyrsta flokks sjúkraþjálfun, nudd og annað í þeim dúr sem hjálpar til við að ná toppárangri,“ segir hún um síðasta árið hjá sér. „Það tók mig smá tíma að venjast því að æfa í jafn miklum hita og er í Houston en ég er orðin vön því og það voru ákveðin viðbrigði að koma aftur heim í vor og kasta í minni hita á nýjan leik. Stefnan er að vera úti næstu þrjú árin og halda áfram að bæta mig. Næsta mót er svo Norðurlandamót unglinga sem er síðasta mót tímabilsins hjá mér. Þar langar mig að kasta yfir 16 metra og sjá til hverju það skilar mér. Ég hef verið að keppa á mörgum mótum á þessu tímabili og kastað mjög mikið sem hefur skilað sér í stöðugri bætingu. Mig langar að vera komin á það stig eftir þrjú ár að vera farin að kasta yfir 18 metra og keppa á Evrópumóti, heimsmeistaramóti, Ólympíuleikum og öðrum stórmótum í fullorðinsflokki á þeim tímapunkti. Mér finnst það klárlega raunhæft og það er allavega markmiðið,“ segir hún um næstu verkefni og framhaldið hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Sjá meira
Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir hefur átt góðu gengi að fagna í sumar. Hún fékk bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu U-20 ára fyrr í sumar og um nýliðna helgi var hún hluti af íslenska landsliðinu sem bar sigur úr býtum í 3. deild í Evrópubikarkeppni landsliða sem fram fór í Skopje í Norður-Makedóníu. Erna Sóley kastaði kúlunni 15,85 metra um helgina og það kast skilaði henni silfurverðlaunum. Hún hefur kastað lengst 16,13 metra en það gerði hún á móti sem haldið var í Houston í Texas í Bandaríkjunum í apríl fyrr á þessu ári. Erna hóf nám Rice-háskólanum þar í borg í ágúst á síðasta ári. Þar hefur hún jafnt og þétt bætt árangur sinn á þessu ári og kórónað gott ár sitt með góðri frammistöðu í sumar. Hún er ánægð með gang mála hjá sér en stefnir hærra á næstu árum. „Það var mjög gaman að vera hluti af þessu frábæra liði og upplifa þessa miklu spennu um helgina. Það gekk mikið á og úrslitin réðust á lokasprettinum. Tilfinningin var frábær þegar ljóst var að við færum með sigur af hólmi. Það er öðruvísi að taka þátt í svona liðakeppni og eiga þátt í því að skila stigum í hús með frammistöðu sinni en þegar maður keppir sem einstaklingur og er bara að hugsa um sjálfan sig. Ég hefði viljað kasta yfir 16 metrana á þessu móti og mér fannst ég eiga töluvert inni. Sem betur fer kom það ekki að sök og við urðum í efsta sæti sem er geggjað,“ segir Erna Sóley í samtali við Fréttablaðið um mótið um helgina. „Ég er hins vegar ánægð með það hvernig ég hef verið að kasta heilt yfir í sumar og það að ég hef verið að bæta mig jafnt og þétt síðustu mánuði. Árangur minn er klárlega framar væntingum og ég er farin að kasta lengra en ég hafði sett mér markmið um að gera. Aðstæður til þess að æfa eru eins og best verður á kosið í Houston og þjálfarinn þar er frábær. Þarna er hugsað mjög vel um mig sem íþróttamann og aðstæður til æfinga og lyftingaaðstaðan í hæsta gæðaflokki. Þá fáum við fyrsta flokks sjúkraþjálfun, nudd og annað í þeim dúr sem hjálpar til við að ná toppárangri,“ segir hún um síðasta árið hjá sér. „Það tók mig smá tíma að venjast því að æfa í jafn miklum hita og er í Houston en ég er orðin vön því og það voru ákveðin viðbrigði að koma aftur heim í vor og kasta í minni hita á nýjan leik. Stefnan er að vera úti næstu þrjú árin og halda áfram að bæta mig. Næsta mót er svo Norðurlandamót unglinga sem er síðasta mót tímabilsins hjá mér. Þar langar mig að kasta yfir 16 metra og sjá til hverju það skilar mér. Ég hef verið að keppa á mörgum mótum á þessu tímabili og kastað mjög mikið sem hefur skilað sér í stöðugri bætingu. Mig langar að vera komin á það stig eftir þrjú ár að vera farin að kasta yfir 18 metra og keppa á Evrópumóti, heimsmeistaramóti, Ólympíuleikum og öðrum stórmótum í fullorðinsflokki á þeim tímapunkti. Mér finnst það klárlega raunhæft og það er allavega markmiðið,“ segir hún um næstu verkefni og framhaldið hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Sjá meira