Samkomulagið „undirritað og hátíðlegt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 12:00 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/vilhelm Forseti Alþingis segist ekki eiga von á öðru en að samkomulag um að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann á stuttu sumarþingi í lok ágúst muni halda. Þá sé ótímabært að segja til um hvort og hvaða áhrif skipun nýs dómsmálaráðherra muni hafa á hugsanlegar mannabreytingar í nefndum þingsins. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fundaði í morgun með formönnum þingflokka um þingstörfin framundan. Að þeim fundi loknum hófst annar fundur þar sem fjallað var um endurskoðun þingskaparlaga. Steingrímur segir þá vinnu ekki tengjast þeirri umræðu sem uppi var við lok vorþings sem dróst verulega fram á sumar vegna málþófs Miðflokksmanna um þriðja orku pakkann.„Það er alls ekkert aðalatriðið í þessu starfi sem við erum að hrinda af stað núna,“ segir Steingrímur. „Það hefur alltaf staðið til að sú vinna sem unnin hefur verið að undanförnu, enda að nálgast áratug síðan að gerðar voru teljandi breytingar á þingsköpum, að henni yrði ekki bara hent heldur yrði þræðinum haldið og glímt við það að gera tilteknar breytingar á þingsköpum sem að lengi hafa verið ræddar.“ Alþingi kemur saman á stuttum þingstubbi þann 28. ágúst til að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann samkvæmt samkomulagi sem gert var um þinglok fyrr í sumar. Aðspurður kveðst Steingrímur ekki eiga von á öðru en að það haldi. „Já að sjálfsögðu, ég geng algjörlega út frá því og heyri ekkert annað. Það er undirritað og hátíðlegt og í raun og veru mjög skýrt þannig að það á ekki að vera okkur neitt vandamál að fylla inn í það.“Ótímabært að segja til um mannabreytingar í þingnefndum Viðbúið er að nýr dómsmálaráðherra taki við embætti af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur áður en haustþing kemur saman aðra vikuna í september. Sigríður Andersen hefur enn ekki tekið sæti í þingnefnd eftir að hún lét af embætti dómsmálaráðherra. Aðspurður segist Steingrímur ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort eða með hvaða hætti skipun nýs dómsmálaráðherra muni hafa áhrif á skipun þingnefnda, og eftir atvikum, formennsku í nefndum. „Það er náttúrlega í fyrsta lagi algjörlega í valdi þess flokks sem þarna í hlut á og svo ríkisstjórnarinnar ef að gerðar eru breytingar þar þá er það eitthvað sem þingið blandar sér ekkert í. Svo koma þá bara tilkynningar frá viðkomandi flokki eða þingflokkum ef að gerðar verða einhverjar tilfærslur á mönnum. Ég get ekki sagt um það á þessu stigi fyrr en ég fæ eitthvað í hendurnar um það,“ segir Steingrímur. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Forseti Alþingis segist ekki eiga von á öðru en að samkomulag um að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann á stuttu sumarþingi í lok ágúst muni halda. Þá sé ótímabært að segja til um hvort og hvaða áhrif skipun nýs dómsmálaráðherra muni hafa á hugsanlegar mannabreytingar í nefndum þingsins. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fundaði í morgun með formönnum þingflokka um þingstörfin framundan. Að þeim fundi loknum hófst annar fundur þar sem fjallað var um endurskoðun þingskaparlaga. Steingrímur segir þá vinnu ekki tengjast þeirri umræðu sem uppi var við lok vorþings sem dróst verulega fram á sumar vegna málþófs Miðflokksmanna um þriðja orku pakkann.„Það er alls ekkert aðalatriðið í þessu starfi sem við erum að hrinda af stað núna,“ segir Steingrímur. „Það hefur alltaf staðið til að sú vinna sem unnin hefur verið að undanförnu, enda að nálgast áratug síðan að gerðar voru teljandi breytingar á þingsköpum, að henni yrði ekki bara hent heldur yrði þræðinum haldið og glímt við það að gera tilteknar breytingar á þingsköpum sem að lengi hafa verið ræddar.“ Alþingi kemur saman á stuttum þingstubbi þann 28. ágúst til að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann samkvæmt samkomulagi sem gert var um þinglok fyrr í sumar. Aðspurður kveðst Steingrímur ekki eiga von á öðru en að það haldi. „Já að sjálfsögðu, ég geng algjörlega út frá því og heyri ekkert annað. Það er undirritað og hátíðlegt og í raun og veru mjög skýrt þannig að það á ekki að vera okkur neitt vandamál að fylla inn í það.“Ótímabært að segja til um mannabreytingar í þingnefndum Viðbúið er að nýr dómsmálaráðherra taki við embætti af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur áður en haustþing kemur saman aðra vikuna í september. Sigríður Andersen hefur enn ekki tekið sæti í þingnefnd eftir að hún lét af embætti dómsmálaráðherra. Aðspurður segist Steingrímur ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort eða með hvaða hætti skipun nýs dómsmálaráðherra muni hafa áhrif á skipun þingnefnda, og eftir atvikum, formennsku í nefndum. „Það er náttúrlega í fyrsta lagi algjörlega í valdi þess flokks sem þarna í hlut á og svo ríkisstjórnarinnar ef að gerðar eru breytingar þar þá er það eitthvað sem þingið blandar sér ekkert í. Svo koma þá bara tilkynningar frá viðkomandi flokki eða þingflokkum ef að gerðar verða einhverjar tilfærslur á mönnum. Ég get ekki sagt um það á þessu stigi fyrr en ég fæ eitthvað í hendurnar um það,“ segir Steingrímur.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira