Rigningin litlu minni en í „hamfaraúrkomu“ árið 2015 Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 12:19 Frá Siglufirði fyrr í sumar, þegar veður var ívið betra. Vísir/vilhelm Hin mikla úrkoma í Fjallabyggð og víðar um norðanvert landið síðustu daga var litlu minni en „hamfaraúrkoma“ sem varð í ágúst 2015, og náði þá yfir lengra tímabil, að því er fram kemur í tilkynningu frá Fjallabyggð. Tilkynnt hefur verið um leka í fimm húsum í sveitarfélaginu. Mikið hefur rignt fyrir norðan undanfarna sólarhringa og búist er við áframhaldandi rigningu á svæðinu næstu daga. Á vef Veðurstofunnar segir þó að svo virðist sem draga eigi úr úrkomunni í lok vikunnar. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Fjallabyggðar og Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar Fjallabyggðar benda á að sveitarfélagið hafi markvisst unnið að því síðustu ár að endurbæta holræsakerfið í báðum byggðakjörnum, bæði með tilliti til mengunar- og umhverfismála og flóða og úrkomu. Þessar úrbætur hafi komið í veg fyrir að verr hefði farið. „Ef framangreint hefði ekki verið framkvæmt hefðu afleiðingarnar orðið mun verri, en raunin var. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mörg hús flæddi inn í, en tilkynnt var til tæknideildar um leka inn í kjallara í þremur húsum á Siglufirði og tvö í Ólafsfirði,“ segir í tilkynningu. Til að draga úr hættu á innrennsli í kjallara húsa var dælt úr brunnum og lögnum í báðum bæjarkjörnum með tveimur slökkviliðsbílum og tveimur sérútbúnum dælubílum, ásamt lausum dælum. Þá eru úrbætur á holræsakerfinu langt komnar en gert er ráð fyrir að þeim ljúki á næsta ári, að því er segir í tilkynningu. Fjallabyggð Veður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Hin mikla úrkoma í Fjallabyggð og víðar um norðanvert landið síðustu daga var litlu minni en „hamfaraúrkoma“ sem varð í ágúst 2015, og náði þá yfir lengra tímabil, að því er fram kemur í tilkynningu frá Fjallabyggð. Tilkynnt hefur verið um leka í fimm húsum í sveitarfélaginu. Mikið hefur rignt fyrir norðan undanfarna sólarhringa og búist er við áframhaldandi rigningu á svæðinu næstu daga. Á vef Veðurstofunnar segir þó að svo virðist sem draga eigi úr úrkomunni í lok vikunnar. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Fjallabyggðar og Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar Fjallabyggðar benda á að sveitarfélagið hafi markvisst unnið að því síðustu ár að endurbæta holræsakerfið í báðum byggðakjörnum, bæði með tilliti til mengunar- og umhverfismála og flóða og úrkomu. Þessar úrbætur hafi komið í veg fyrir að verr hefði farið. „Ef framangreint hefði ekki verið framkvæmt hefðu afleiðingarnar orðið mun verri, en raunin var. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mörg hús flæddi inn í, en tilkynnt var til tæknideildar um leka inn í kjallara í þremur húsum á Siglufirði og tvö í Ólafsfirði,“ segir í tilkynningu. Til að draga úr hættu á innrennsli í kjallara húsa var dælt úr brunnum og lögnum í báðum bæjarkjörnum með tveimur slökkviliðsbílum og tveimur sérútbúnum dælubílum, ásamt lausum dælum. Þá eru úrbætur á holræsakerfinu langt komnar en gert er ráð fyrir að þeim ljúki á næsta ári, að því er segir í tilkynningu.
Fjallabyggð Veður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira