Fyrrverandi forseti Kirgistan ákærður fyrir morð Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2019 12:24 Atambajev streittist við handtöku í tvo sólahringa áður en hann gafst loks upp. Vísir/EPA Yfirvöld í Kirgistan hafa ákært Almazbek Atambajev, fyrrverandi forseta landsins, fyrir morð og ráðabrugg um valdarán. Atamabayev var handtekinn í rassíu lögreglunnar í síðustu viku þar sem einn lögreglumaður lét lífið. Hörð átök hafa geisað á milli Atambajev og Sooranbai Jeenbekov, núverandi forseta, undanfarið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Atambayev var forseti frá 2011 til 2017 en þá tók Jeenbekov við af honum. Jeenbekov hafði verið í læri hjá Atambajev en samband þeirra stirðnaði fljótt eftir valdaskiptin. Morðákæran tengist lögregluaðgerðinni þegar Atambajev var handtekinn. Rassía lögreglunnar stóð yfir í tvo sólahringa. Einn lögreglumaður féll og stuðningsmenn fyrrverandi forsetans tóku sex þeirra í gíslingu. Áttatíu manns slösuðust í aðgerðum lögreglunnar og 53 til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús. Atambajev er sakaður um að hafa borið vopn ólöglega, myrt sérsveitarmann, tekið gísla og skipulagt fjöldaóeirðir. Yfirmaður öryggissveita Kirgistan fullyrðir að Atambajev hafi ætlað að skipuleggja valdarán. Tvær byltingar hafa verið gerðar í landinu á undanförnum tveimur áratugum. Kirgíska þingið svipti Atambajev friðhelgi í júní til að hann þyrfti að verða við stefnu í máli sem tengist því að téténskum glæpaforingja var sleppt ólöglega úr haldi í landinu árið 2013. Atambajev er jafnframt sakaður um spillingu en hann neitar sök. Hann neitaði að gefa sig fram við lögreglu til að gefa skýrslu sem leiddi til rassíunnar. Kirgistan Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sjá meira
Yfirvöld í Kirgistan hafa ákært Almazbek Atambajev, fyrrverandi forseta landsins, fyrir morð og ráðabrugg um valdarán. Atamabayev var handtekinn í rassíu lögreglunnar í síðustu viku þar sem einn lögreglumaður lét lífið. Hörð átök hafa geisað á milli Atambajev og Sooranbai Jeenbekov, núverandi forseta, undanfarið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Atambayev var forseti frá 2011 til 2017 en þá tók Jeenbekov við af honum. Jeenbekov hafði verið í læri hjá Atambajev en samband þeirra stirðnaði fljótt eftir valdaskiptin. Morðákæran tengist lögregluaðgerðinni þegar Atambajev var handtekinn. Rassía lögreglunnar stóð yfir í tvo sólahringa. Einn lögreglumaður féll og stuðningsmenn fyrrverandi forsetans tóku sex þeirra í gíslingu. Áttatíu manns slösuðust í aðgerðum lögreglunnar og 53 til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús. Atambajev er sakaður um að hafa borið vopn ólöglega, myrt sérsveitarmann, tekið gísla og skipulagt fjöldaóeirðir. Yfirmaður öryggissveita Kirgistan fullyrðir að Atambajev hafi ætlað að skipuleggja valdarán. Tvær byltingar hafa verið gerðar í landinu á undanförnum tveimur áratugum. Kirgíska þingið svipti Atambajev friðhelgi í júní til að hann þyrfti að verða við stefnu í máli sem tengist því að téténskum glæpaforingja var sleppt ólöglega úr haldi í landinu árið 2013. Atambajev er jafnframt sakaður um spillingu en hann neitar sök. Hann neitaði að gefa sig fram við lögreglu til að gefa skýrslu sem leiddi til rassíunnar.
Kirgistan Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sjá meira