Nýr framkvæmdastjóri vill fjölga betur borgandi ferðamönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 08:31 Sigurjóna Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. Sigurjóna Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík). Sigurjóna hefur starfað hjá félaginu frá stofnun þess árið 2012. Hún tekur við starfinu af Þorsteini Erni Guðmundssyni sem leitt hefur verkefnið frá upphafi. Haft er eftir Sigurjónu í tilkynningu sem send er út vegna ráðningar hennar að hún sé hrærð og þakklát fyrir að vera treyst fyrir þessari stöðu. Hún taki við góðu búi frá forvera sínum. Ráðstefnuborgin Reykjavík er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Icelandair Group og Hörpu ásamt fjölda annarra fyrirtækja sem hafa hag af vexti ráðstefnu-, viðburða-, viðskipta- og hvataferðaþjónustu hér á landi eða svokallaðri MICE-ferðaþjónustu. Hlutverk félagsins er að auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu auk kynningar og markaðsstarfs á þessum „sértæka en samkeppnisdrifna markaði,“ eins og það er orðað. Samkvæmt Ráðstefnuborginni Reykjavík komu 135.000 MICE-gestir til landsins á síðasta ári eða tæplega 6% erlendra ferðamanna. Sigurjóna er sögð telja þetta hlutfall of lágt. Víða á þeim áfangastöðum sem Íslendingar bera sig saman við og mestum árangri hafa náð í verðmætasköpun í ferðaþjónustu sé þetta hlutfall á bilinu 15–20%. Tekjur af ráðstefnu- og hvataferðagestum eru að jafnaði tvöfalt til þrefalt hærri á hverja gistinótt en af meðalferðamanni. Verðmætin felist þó ekki síður í jákvæðum árstíðarhalla en 80% MICE-gesta komi til landsins utan háannatíma. Sigurjóna kallar því eftir samstilltu átaki allra hagsmunaaðila og segist hlakka til að byggja ofan á þann árangur sem hafi náðst síðustu ár með hópi aðildarfélaga úr opinbera- og einkageiranum. Ferðamennska á Íslandi Vistaskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Sigurjóna Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík). Sigurjóna hefur starfað hjá félaginu frá stofnun þess árið 2012. Hún tekur við starfinu af Þorsteini Erni Guðmundssyni sem leitt hefur verkefnið frá upphafi. Haft er eftir Sigurjónu í tilkynningu sem send er út vegna ráðningar hennar að hún sé hrærð og þakklát fyrir að vera treyst fyrir þessari stöðu. Hún taki við góðu búi frá forvera sínum. Ráðstefnuborgin Reykjavík er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Icelandair Group og Hörpu ásamt fjölda annarra fyrirtækja sem hafa hag af vexti ráðstefnu-, viðburða-, viðskipta- og hvataferðaþjónustu hér á landi eða svokallaðri MICE-ferðaþjónustu. Hlutverk félagsins er að auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu auk kynningar og markaðsstarfs á þessum „sértæka en samkeppnisdrifna markaði,“ eins og það er orðað. Samkvæmt Ráðstefnuborginni Reykjavík komu 135.000 MICE-gestir til landsins á síðasta ári eða tæplega 6% erlendra ferðamanna. Sigurjóna er sögð telja þetta hlutfall of lágt. Víða á þeim áfangastöðum sem Íslendingar bera sig saman við og mestum árangri hafa náð í verðmætasköpun í ferðaþjónustu sé þetta hlutfall á bilinu 15–20%. Tekjur af ráðstefnu- og hvataferðagestum eru að jafnaði tvöfalt til þrefalt hærri á hverja gistinótt en af meðalferðamanni. Verðmætin felist þó ekki síður í jákvæðum árstíðarhalla en 80% MICE-gesta komi til landsins utan háannatíma. Sigurjóna kallar því eftir samstilltu átaki allra hagsmunaaðila og segist hlakka til að byggja ofan á þann árangur sem hafi náðst síðustu ár með hópi aðildarfélaga úr opinbera- og einkageiranum.
Ferðamennska á Íslandi Vistaskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira