Falsfréttir aftur komnar á kreik Ari Brynjólfsson skrifar 15. ágúst 2019 06:00 Falsfréttunum sem um ræðir fylgja iðulega þekkt andlit. Skjáskot Falsfréttir sem kenndar eru við „Viðskiptabaðið“ eru aftur komnar í umferð á Facebook-síðum Íslendinga. Um er að ræða svindl þar sem settar eru fram ævintýralegar fullyrðingar í nafni þekktra Íslendinga og fólk svo hvatt til að skrá sig til að þéna háar upphæðir í viðskiptum með rafmyntina Bitcoin. Fjöldi þjóðþekktra Íslendinga er sagður hafa hagnast mikið með Bitcoin, þar á meðal Ólafur Jóhann Ólafsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Skúli Mogensen. Oftar en ekki er látið líta út eins og þeir hafi verið í viðtali í Kastljósi að ræða Bitcoin. Ein falsfréttin segir að Ástþór Magnússon hafi fjárfest 150 milljónum í fyrirtæki sem notar sjálfvirkt rafmyntarmiðlunarforrit sem kallast Bitcoin Billionaire. „Um hreinan uppspuna er að ræða og tengist ég þessum aðilum eða þessu fyrirtæki ekki á nokkurn hátt hvorki fyrr né síðar,“ segir Ásþór í yfirlýsingu. Hefur hann óskað eftir aðstoð lögreglu við að upplýsa málið og stöðva birtingu þeirra. Fyrirtækið sem hefur samband við fólk sem skráir sig heitir Trade Capital og er starfrækt í Genf í Sviss. Sá sem svarar í símann í Sviss vildi ekki gefa upp tengsl fyrirtækisins við falsfréttirnar sem deilt er á íslensku eða ræða hvaða þjónustu fyrirtækið veitir. Vefsíðan sem hýsir „Viðskiptabaðið“ er skráð í eigu Lozareo Group sem er til húsa í Edinborg, nánar tiltekið sömu byggingu og stórverslunin Primark, ásamt meira en 1.600 öðrum fyrirtækjum. Eigandi Lozareo Group er Úsbeki að nafni Zafar Mavlyanov. „Fólk þarf að passa sig að vera alls ekki að kaupa Bitcoin í gegnum auglýsingar á Facebook,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. „Það er svo mikið drasl á sveimi á Facebook og fólk þarf alltaf að vera vakandi þegar það er beðið um að gefa persónuupplýsingar og sérstaklega kortaupplýsingar. Það er alls engin gæðatrygging að fyrirtæki auglýsi á Facebook.“ Brynhildur segir að þessar auglýsingar, sem hún sjálf rekst á reglulega á Facebook, sýni að fyrirtækið sé ekki að standa sig í að koma í veg fyrir svindl og falsfréttir. „Það virðist ekki skipta neinu máli þó maður tilkynni svona ruglfréttir ítrekað. Facebook virðist ekki ráða við að stöðva svona lagað og reyndar hefur fyrirtækið beinlínis dregið lappirnar í mörgum tilfellum eins og dæmin sanna. Fólk þarf að vera sérstaklega gagnrýnið þegar það verslar á netinu og láta allt eiga sig sem lítur út fyrir að vera of gott til að vera satt.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tækni Tengdar fréttir Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Sjá meira
Falsfréttir sem kenndar eru við „Viðskiptabaðið“ eru aftur komnar í umferð á Facebook-síðum Íslendinga. Um er að ræða svindl þar sem settar eru fram ævintýralegar fullyrðingar í nafni þekktra Íslendinga og fólk svo hvatt til að skrá sig til að þéna háar upphæðir í viðskiptum með rafmyntina Bitcoin. Fjöldi þjóðþekktra Íslendinga er sagður hafa hagnast mikið með Bitcoin, þar á meðal Ólafur Jóhann Ólafsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Skúli Mogensen. Oftar en ekki er látið líta út eins og þeir hafi verið í viðtali í Kastljósi að ræða Bitcoin. Ein falsfréttin segir að Ástþór Magnússon hafi fjárfest 150 milljónum í fyrirtæki sem notar sjálfvirkt rafmyntarmiðlunarforrit sem kallast Bitcoin Billionaire. „Um hreinan uppspuna er að ræða og tengist ég þessum aðilum eða þessu fyrirtæki ekki á nokkurn hátt hvorki fyrr né síðar,“ segir Ásþór í yfirlýsingu. Hefur hann óskað eftir aðstoð lögreglu við að upplýsa málið og stöðva birtingu þeirra. Fyrirtækið sem hefur samband við fólk sem skráir sig heitir Trade Capital og er starfrækt í Genf í Sviss. Sá sem svarar í símann í Sviss vildi ekki gefa upp tengsl fyrirtækisins við falsfréttirnar sem deilt er á íslensku eða ræða hvaða þjónustu fyrirtækið veitir. Vefsíðan sem hýsir „Viðskiptabaðið“ er skráð í eigu Lozareo Group sem er til húsa í Edinborg, nánar tiltekið sömu byggingu og stórverslunin Primark, ásamt meira en 1.600 öðrum fyrirtækjum. Eigandi Lozareo Group er Úsbeki að nafni Zafar Mavlyanov. „Fólk þarf að passa sig að vera alls ekki að kaupa Bitcoin í gegnum auglýsingar á Facebook,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. „Það er svo mikið drasl á sveimi á Facebook og fólk þarf alltaf að vera vakandi þegar það er beðið um að gefa persónuupplýsingar og sérstaklega kortaupplýsingar. Það er alls engin gæðatrygging að fyrirtæki auglýsi á Facebook.“ Brynhildur segir að þessar auglýsingar, sem hún sjálf rekst á reglulega á Facebook, sýni að fyrirtækið sé ekki að standa sig í að koma í veg fyrir svindl og falsfréttir. „Það virðist ekki skipta neinu máli þó maður tilkynni svona ruglfréttir ítrekað. Facebook virðist ekki ráða við að stöðva svona lagað og reyndar hefur fyrirtækið beinlínis dregið lappirnar í mörgum tilfellum eins og dæmin sanna. Fólk þarf að vera sérstaklega gagnrýnið þegar það verslar á netinu og láta allt eiga sig sem lítur út fyrir að vera of gott til að vera satt.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tækni Tengdar fréttir Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Sjá meira
Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00