10 milljónir Mini-bíla framleiddar Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2019 07:00 10 milljónasta Mini-bílnum fagnað. Starfsmenn breska bílaframleiðandans Mini fögnuðu þeim áfanga fyrr í þessum mánuði að framleiddur var 10 milljónasti Mini-bíllinn í verksmiðju Mini í Oxford. Mini hefur verið framleiddur í 60 ár, frá árinu 1959. Til ársins 2000 voru framleiddir 5,3 milljón Mini-bílar og á þessum tíma var Mini í breskri eigu. Síðan BMW keypti Mini árið 2000 hefur framleiðslan þar af leiðandi alls náð 4,7 milljónum bíla. Nú í dag eru um 1.000 Mini-bílar framleiddir á dag og nýr Mini-bíll kemur af færiböndunum á 67 sekúndna fresti. Megnið af bílunum er framleitt í Bretlandi, eða um 80% þeirra, en um 20% í Hollandi. Mini var í eigu British Motor Corporation árin 1959 til 1968, British Leyland frá 1968 til 1986 og Rover Group frá 1986 til 2000. Þegar Mini-bíllinn var hannaður var helsta ástæða smæðar hans bensínskorturinn sem ríkti í heiminum um þær mundir vegna Súesdeilunnar. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Bretland Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent
Starfsmenn breska bílaframleiðandans Mini fögnuðu þeim áfanga fyrr í þessum mánuði að framleiddur var 10 milljónasti Mini-bíllinn í verksmiðju Mini í Oxford. Mini hefur verið framleiddur í 60 ár, frá árinu 1959. Til ársins 2000 voru framleiddir 5,3 milljón Mini-bílar og á þessum tíma var Mini í breskri eigu. Síðan BMW keypti Mini árið 2000 hefur framleiðslan þar af leiðandi alls náð 4,7 milljónum bíla. Nú í dag eru um 1.000 Mini-bílar framleiddir á dag og nýr Mini-bíll kemur af færiböndunum á 67 sekúndna fresti. Megnið af bílunum er framleitt í Bretlandi, eða um 80% þeirra, en um 20% í Hollandi. Mini var í eigu British Motor Corporation árin 1959 til 1968, British Leyland frá 1968 til 1986 og Rover Group frá 1986 til 2000. Þegar Mini-bíllinn var hannaður var helsta ástæða smæðar hans bensínskorturinn sem ríkti í heiminum um þær mundir vegna Súesdeilunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Bretland Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent