Íslenski flugdólgurinn ber fyrir sig minnisleysi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 12:20 Flugstjóri farþegaþotu Wizz air á leið frá Ungverjalandi til Íslands þurfti að nauðlenda í Noregi vegna íslensks karlmanns á sjötugsaldri sem lét öllum illum látum um borð í vélinni. Wiki commons Íslendingur sem reyndi að brjótast inn í flugstjórnarklefa farþegaþotu flugfélagsins Wizz Air verður ákærður fyrir brot á lögum um loftferðir. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm. Maðurinn verður yfirheyrður í dag en óvíst er hvenær honum verður sleppt úr varðhaldi. Lögreglan í Stavangri í Noregi fékk tilkynningu í morgun um að íslenskur karlmaður um borð í vél frá Ungverjalandi til íslands hefði látið öllum illum látum með þeim afleiðingum að flugstjóri fann sig knúinn til að nauðlenda vélinni. Norska lögreglan var beðin um að ræsa út viðbragðsaðila til að bregðast við yfirvofandi nauðlendingu. Það skal þó tekið fram að ekki er um flugrán að ræða. Sjá nánar: Flugdólgur, ekki flugræningi Victoria Hillveg, aðgerðarstjóri lögreglunnar í Stavangri, segir í samtali við fréttastofu segir að flugstjórnarmiðstöðin hefði kallað til norsku lögregluna og beðið um að maðurinn yrði handtekinn. Hann sýndi engan mótþróa við handtökuna og hefur verið samvinnufús. Hillveg segir að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hafi viðurkennt að hafa verið undir áhrifum lyfja. Hann kveðst ekkert muna eftir atvikinu. „Þetta er það sem við vitum enn sem komið er. Þetta er það sem hann sagði okkur sjálfur. Hann sagði okkur að hann hefði tekið inn lyf og að hann muni ekkert eftir atvikinu,“ segir Hillveg. Hún bætir við að maðurinn hafi verið samvinnufús. „Hann sýndi engan mótþróa og var fullkomlega samvinnufús. Það var engin dramatík í handtökunni.“ Eftir að hafa nauðlent á Sola-flugvellinum í Noregi var ferðinni fram haldið til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli laust eftir klukkan ellefu. Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Íslendingur sem reyndi að brjótast inn í flugstjórnarklefa farþegaþotu flugfélagsins Wizz Air verður ákærður fyrir brot á lögum um loftferðir. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm. Maðurinn verður yfirheyrður í dag en óvíst er hvenær honum verður sleppt úr varðhaldi. Lögreglan í Stavangri í Noregi fékk tilkynningu í morgun um að íslenskur karlmaður um borð í vél frá Ungverjalandi til íslands hefði látið öllum illum látum með þeim afleiðingum að flugstjóri fann sig knúinn til að nauðlenda vélinni. Norska lögreglan var beðin um að ræsa út viðbragðsaðila til að bregðast við yfirvofandi nauðlendingu. Það skal þó tekið fram að ekki er um flugrán að ræða. Sjá nánar: Flugdólgur, ekki flugræningi Victoria Hillveg, aðgerðarstjóri lögreglunnar í Stavangri, segir í samtali við fréttastofu segir að flugstjórnarmiðstöðin hefði kallað til norsku lögregluna og beðið um að maðurinn yrði handtekinn. Hann sýndi engan mótþróa við handtökuna og hefur verið samvinnufús. Hillveg segir að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hafi viðurkennt að hafa verið undir áhrifum lyfja. Hann kveðst ekkert muna eftir atvikinu. „Þetta er það sem við vitum enn sem komið er. Þetta er það sem hann sagði okkur sjálfur. Hann sagði okkur að hann hefði tekið inn lyf og að hann muni ekkert eftir atvikinu,“ segir Hillveg. Hún bætir við að maðurinn hafi verið samvinnufús. „Hann sýndi engan mótþróa og var fullkomlega samvinnufús. Það var engin dramatík í handtökunni.“ Eftir að hafa nauðlent á Sola-flugvellinum í Noregi var ferðinni fram haldið til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli laust eftir klukkan ellefu.
Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03
Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49