Arnar: Væri til í að ættleiða Óttar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2019 21:45 Arnar er fyrsti maðurinn í 48 ár sem kemur Víkingi R. í bikarúrslit. vísir/daníel „Hvað heldurðu maður?“ sagði kampakátur Arnar Gunnlaugsson eftir að hafa stýrt Víkingum í sinn fyrsta bikarúrslitaleik síðan árið 1971. Víkingur vann 3-1 sigur á Breiðabliki í Víkinni í kvöld. Arnar hélt áfram og hrósaði sínum mönnum. „Þetta var geggjað. Mjög sterkur fyrri hálfleikur sem skóp þennan sigur og í síðari hálfleik vorum við þéttir, gáfum fá færi á okkur en fyrri hálfleikurinn var frábær. Er hrikalega stoltur af strákunum en við vorum virkilega flottir í kvöld gegn mjög sterku liði Blika.“ Víkingar voru í nýju leikkerfi í kvöld en þeir léku 4-4-2 með tígulmiðju. Arnar var einkar hreinskilinn þegar hann var spurður út í hvort það hefði verið til að koma Blikum á óvart eða til að nýta eigin styrkleika. „Klárlega til að koma þeim á óvart. Þetta er kerfi sem er lítið spilað hérna heima, við æfðum það mjög vel og komum þeim á óvart. Þeir löguðu svo auðvitað að því í seinni hálfleik og voru meira með boltann en við vorum þéttir og skyldum sálina okkar eftir út á vellinum í kvöld. Bara geðveikt að klúbburinn sé loksins kominn í úrslitaleik eftir 48 ár og nú er bara að klára dæmið.“ Á sínum tíma voru þau orð látin falla að „ekki væri hægt að vinna neitt með krökkum“ en lið Víkings er meðal annars skipað mjög ungum og efnilegum leikmönnum ásamt margreyndum leikmönnum á borð við Sölva Geir Ottesen og Kára Árnason. Er það blanda sem gæti skilað árangri? „Þetta er mjög góð blanda. Þetta er farið að minna mig á Skagann þegar við tvíburarnir vorum að koma upp ungir og efnilegir. Þá voru þarna eldri og reyndari leikmenn sem tóku okkur undir arma sína og gerðu okkur að mönnum – það er það sama hérna. Svo eru þessir ungu guttar með gæði en þeir þurfa að skilja það að þeir þurfa að vinna sína skítavinnu út á vellinum og þá skína gæðin í gegn, eins og þeir sýndu í kvöld og hafa sýnt í allt sumar.“ Þá var Arnar spurður út í Óttar Magnús Karlsson en hann skoraði fyrsta mark Víkings í kvöld og hefur nú skorað fjögur mörk í aðeins þremur leikjum. „Ég meina, þessi aukaspyrna maður – jesús minn almáttugur! Þegar þú ert með svona leikmann sem er með „X-Factor“ í svona leikjum þá skilur þetta bara að. Óttar er búinn að vera frábær síðan hann kom, mjög jákvæður og mjög vandað eintak. Ég er til í að ættleiða hann,“ sagði Arnar glottandi að lokum. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 3-1 | Víkingar í bikarúrslit í fyrsta sinn 48 ár Víkingur R. vann Breiðablik, 3-1, í seinni undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Víkingar mæta FH-ingum í bikarúrslitaleiknum 14. september. 15. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
„Hvað heldurðu maður?“ sagði kampakátur Arnar Gunnlaugsson eftir að hafa stýrt Víkingum í sinn fyrsta bikarúrslitaleik síðan árið 1971. Víkingur vann 3-1 sigur á Breiðabliki í Víkinni í kvöld. Arnar hélt áfram og hrósaði sínum mönnum. „Þetta var geggjað. Mjög sterkur fyrri hálfleikur sem skóp þennan sigur og í síðari hálfleik vorum við þéttir, gáfum fá færi á okkur en fyrri hálfleikurinn var frábær. Er hrikalega stoltur af strákunum en við vorum virkilega flottir í kvöld gegn mjög sterku liði Blika.“ Víkingar voru í nýju leikkerfi í kvöld en þeir léku 4-4-2 með tígulmiðju. Arnar var einkar hreinskilinn þegar hann var spurður út í hvort það hefði verið til að koma Blikum á óvart eða til að nýta eigin styrkleika. „Klárlega til að koma þeim á óvart. Þetta er kerfi sem er lítið spilað hérna heima, við æfðum það mjög vel og komum þeim á óvart. Þeir löguðu svo auðvitað að því í seinni hálfleik og voru meira með boltann en við vorum þéttir og skyldum sálina okkar eftir út á vellinum í kvöld. Bara geðveikt að klúbburinn sé loksins kominn í úrslitaleik eftir 48 ár og nú er bara að klára dæmið.“ Á sínum tíma voru þau orð látin falla að „ekki væri hægt að vinna neitt með krökkum“ en lið Víkings er meðal annars skipað mjög ungum og efnilegum leikmönnum ásamt margreyndum leikmönnum á borð við Sölva Geir Ottesen og Kára Árnason. Er það blanda sem gæti skilað árangri? „Þetta er mjög góð blanda. Þetta er farið að minna mig á Skagann þegar við tvíburarnir vorum að koma upp ungir og efnilegir. Þá voru þarna eldri og reyndari leikmenn sem tóku okkur undir arma sína og gerðu okkur að mönnum – það er það sama hérna. Svo eru þessir ungu guttar með gæði en þeir þurfa að skilja það að þeir þurfa að vinna sína skítavinnu út á vellinum og þá skína gæðin í gegn, eins og þeir sýndu í kvöld og hafa sýnt í allt sumar.“ Þá var Arnar spurður út í Óttar Magnús Karlsson en hann skoraði fyrsta mark Víkings í kvöld og hefur nú skorað fjögur mörk í aðeins þremur leikjum. „Ég meina, þessi aukaspyrna maður – jesús minn almáttugur! Þegar þú ert með svona leikmann sem er með „X-Factor“ í svona leikjum þá skilur þetta bara að. Óttar er búinn að vera frábær síðan hann kom, mjög jákvæður og mjög vandað eintak. Ég er til í að ættleiða hann,“ sagði Arnar glottandi að lokum.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 3-1 | Víkingar í bikarúrslit í fyrsta sinn 48 ár Víkingur R. vann Breiðablik, 3-1, í seinni undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Víkingar mæta FH-ingum í bikarúrslitaleiknum 14. september. 15. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 3-1 | Víkingar í bikarúrslit í fyrsta sinn 48 ár Víkingur R. vann Breiðablik, 3-1, í seinni undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Víkingar mæta FH-ingum í bikarúrslitaleiknum 14. september. 15. ágúst 2019 22:00