Íbúar eigi að ráða sameiningu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. ágúst 2019 06:00 Djúpavík er í Árneshreppi á Ströndum, fámennasta sveitarfélagi landsins með 40 íbúa. Fréttablaðið/Anton Brink Tillaga að þingsályktun um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga birtist á Samráðsgátt stjórnvalda á þriðjudaginn. Í henni kemur fram vilji stjórnvalda til að gera þúsund íbúa að lögfestri lágmarksstærð sveitarfélaga. Oddvitar minnstu sveitarfélaga landsins segja þetta ekki koma sér á óvart en eru allir sammála um að ákvörðun um sameiningu sveitarfélaga eigi að vera í höndum íbúanna. Sveitarfélög landsins eru 72 talsins en 40 þeirra eru með færri en eitt þúsund íbúa. Því er ljóst að stefnt er að því að fækka þeim um rúman helming. Fimm minnstu sveitarfélög landsins eru þá öll með íbúafjölda á bilinu 40 til 74. „Ég hef ekki farið leynt með það að mér finnst fáránlegt að miða við hausatölu. Það eru svo margir aðrir þættir sem vigta miklu meira, bæði landfræðilegir og atvinnulegir,“ segir Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps. Íbúar þar eru 58. Árni kveðst, líkt og oddvitar hinna fjögurra minnstu sveitarfélaganna, skilja báðar hliðar málsins en vill að heimamenn fái að ákveða hvenær þeir vilji fara út í sameiningu við önnur sveitarfélög.Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson„Og hver er eiginlega kjörstærð sveitarfélags? Eru það virkilega þessir þúsund íbúar?“ spyr Árni. Tekjur minni sveitarfélaga eru oft afar góðar og Árni veltir því fyrir sér hvort þær séu það sem stærri sveitarfélögin girnist. „Manni hefur virst það vera þannig að þeir vilji bara gleypa þau sveitarfélög sem skila góðum tekjum á haus. Lyktin af þessu er svolítið þannig.“ Það kveður við svipaðan tón hjá oddvita Tjörneshrepps, Aðalsteini J. Halldórssyni. Í Tjörneshreppi er íbúafjöldinn 55. „Kjarni málsins finnst mér vera sá að það er engin gulrót í þessu fyrir litlu sveitarfélögin,“ segir hann. „Við munum ekkert græða á þessu.“ Þvert á móti segir Aðalsteinn sameiningu við nágrannasveitarfélagið Norðurþing þýða aukin fasteignagjöld og útsvar. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um hagræði fyrir ráðuneytið. Við getum alveg kyngt því en þá verða menn líka bara að segja það hreint út; ekki vera að reyna að sannfæra okkur um að þetta sé öllum til bóta,“ segir hann. Aðalsteinn og Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti fámennasta sveitarfélags landsins, Árneshrepps, voru þá bæði þeirrar skoðunar að ef til sameiningar við stærri sveitarfélög ætti að koma þyrftu þau minni að hagnast áþreifanlega á þeim. Íbúar Árneshrepps eru 40 talsins. „Auðvitað eiga sameiningar rétt á sér, og skiljanlega þar sem um lítil sveitarfélög er að ræða,“ segir Eva. „En það þarf að vera einhver akkur í því. Til dæmis í sambandi við betri samgöngur. Annars kæmi þetta ekki til greina að mínu mati.“ Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. 15. ágúst 2019 12:30 Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 „Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu“ Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnamanna um mikilvægi þess að sameina sveitarfélög. Drög að þingsályktunartillögu sem meðal annars felur í sér að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa var kynnt í gær. 14. ágúst 2019 20:00 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Sjá meira
Tillaga að þingsályktun um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga birtist á Samráðsgátt stjórnvalda á þriðjudaginn. Í henni kemur fram vilji stjórnvalda til að gera þúsund íbúa að lögfestri lágmarksstærð sveitarfélaga. Oddvitar minnstu sveitarfélaga landsins segja þetta ekki koma sér á óvart en eru allir sammála um að ákvörðun um sameiningu sveitarfélaga eigi að vera í höndum íbúanna. Sveitarfélög landsins eru 72 talsins en 40 þeirra eru með færri en eitt þúsund íbúa. Því er ljóst að stefnt er að því að fækka þeim um rúman helming. Fimm minnstu sveitarfélög landsins eru þá öll með íbúafjölda á bilinu 40 til 74. „Ég hef ekki farið leynt með það að mér finnst fáránlegt að miða við hausatölu. Það eru svo margir aðrir þættir sem vigta miklu meira, bæði landfræðilegir og atvinnulegir,“ segir Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps. Íbúar þar eru 58. Árni kveðst, líkt og oddvitar hinna fjögurra minnstu sveitarfélaganna, skilja báðar hliðar málsins en vill að heimamenn fái að ákveða hvenær þeir vilji fara út í sameiningu við önnur sveitarfélög.Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson„Og hver er eiginlega kjörstærð sveitarfélags? Eru það virkilega þessir þúsund íbúar?“ spyr Árni. Tekjur minni sveitarfélaga eru oft afar góðar og Árni veltir því fyrir sér hvort þær séu það sem stærri sveitarfélögin girnist. „Manni hefur virst það vera þannig að þeir vilji bara gleypa þau sveitarfélög sem skila góðum tekjum á haus. Lyktin af þessu er svolítið þannig.“ Það kveður við svipaðan tón hjá oddvita Tjörneshrepps, Aðalsteini J. Halldórssyni. Í Tjörneshreppi er íbúafjöldinn 55. „Kjarni málsins finnst mér vera sá að það er engin gulrót í þessu fyrir litlu sveitarfélögin,“ segir hann. „Við munum ekkert græða á þessu.“ Þvert á móti segir Aðalsteinn sameiningu við nágrannasveitarfélagið Norðurþing þýða aukin fasteignagjöld og útsvar. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um hagræði fyrir ráðuneytið. Við getum alveg kyngt því en þá verða menn líka bara að segja það hreint út; ekki vera að reyna að sannfæra okkur um að þetta sé öllum til bóta,“ segir hann. Aðalsteinn og Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti fámennasta sveitarfélags landsins, Árneshrepps, voru þá bæði þeirrar skoðunar að ef til sameiningar við stærri sveitarfélög ætti að koma þyrftu þau minni að hagnast áþreifanlega á þeim. Íbúar Árneshrepps eru 40 talsins. „Auðvitað eiga sameiningar rétt á sér, og skiljanlega þar sem um lítil sveitarfélög er að ræða,“ segir Eva. „En það þarf að vera einhver akkur í því. Til dæmis í sambandi við betri samgöngur. Annars kæmi þetta ekki til greina að mínu mati.“
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. 15. ágúst 2019 12:30 Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 „Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu“ Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnamanna um mikilvægi þess að sameina sveitarfélög. Drög að þingsályktunartillögu sem meðal annars felur í sér að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa var kynnt í gær. 14. ágúst 2019 20:00 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Sjá meira
Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. 15. ágúst 2019 12:30
Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00
„Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu“ Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnamanna um mikilvægi þess að sameina sveitarfélög. Drög að þingsályktunartillögu sem meðal annars felur í sér að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa var kynnt í gær. 14. ágúst 2019 20:00