Íbúar eigi að ráða sameiningu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. ágúst 2019 06:00 Djúpavík er í Árneshreppi á Ströndum, fámennasta sveitarfélagi landsins með 40 íbúa. Fréttablaðið/Anton Brink Tillaga að þingsályktun um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga birtist á Samráðsgátt stjórnvalda á þriðjudaginn. Í henni kemur fram vilji stjórnvalda til að gera þúsund íbúa að lögfestri lágmarksstærð sveitarfélaga. Oddvitar minnstu sveitarfélaga landsins segja þetta ekki koma sér á óvart en eru allir sammála um að ákvörðun um sameiningu sveitarfélaga eigi að vera í höndum íbúanna. Sveitarfélög landsins eru 72 talsins en 40 þeirra eru með færri en eitt þúsund íbúa. Því er ljóst að stefnt er að því að fækka þeim um rúman helming. Fimm minnstu sveitarfélög landsins eru þá öll með íbúafjölda á bilinu 40 til 74. „Ég hef ekki farið leynt með það að mér finnst fáránlegt að miða við hausatölu. Það eru svo margir aðrir þættir sem vigta miklu meira, bæði landfræðilegir og atvinnulegir,“ segir Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps. Íbúar þar eru 58. Árni kveðst, líkt og oddvitar hinna fjögurra minnstu sveitarfélaganna, skilja báðar hliðar málsins en vill að heimamenn fái að ákveða hvenær þeir vilji fara út í sameiningu við önnur sveitarfélög.Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson„Og hver er eiginlega kjörstærð sveitarfélags? Eru það virkilega þessir þúsund íbúar?“ spyr Árni. Tekjur minni sveitarfélaga eru oft afar góðar og Árni veltir því fyrir sér hvort þær séu það sem stærri sveitarfélögin girnist. „Manni hefur virst það vera þannig að þeir vilji bara gleypa þau sveitarfélög sem skila góðum tekjum á haus. Lyktin af þessu er svolítið þannig.“ Það kveður við svipaðan tón hjá oddvita Tjörneshrepps, Aðalsteini J. Halldórssyni. Í Tjörneshreppi er íbúafjöldinn 55. „Kjarni málsins finnst mér vera sá að það er engin gulrót í þessu fyrir litlu sveitarfélögin,“ segir hann. „Við munum ekkert græða á þessu.“ Þvert á móti segir Aðalsteinn sameiningu við nágrannasveitarfélagið Norðurþing þýða aukin fasteignagjöld og útsvar. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um hagræði fyrir ráðuneytið. Við getum alveg kyngt því en þá verða menn líka bara að segja það hreint út; ekki vera að reyna að sannfæra okkur um að þetta sé öllum til bóta,“ segir hann. Aðalsteinn og Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti fámennasta sveitarfélags landsins, Árneshrepps, voru þá bæði þeirrar skoðunar að ef til sameiningar við stærri sveitarfélög ætti að koma þyrftu þau minni að hagnast áþreifanlega á þeim. Íbúar Árneshrepps eru 40 talsins. „Auðvitað eiga sameiningar rétt á sér, og skiljanlega þar sem um lítil sveitarfélög er að ræða,“ segir Eva. „En það þarf að vera einhver akkur í því. Til dæmis í sambandi við betri samgöngur. Annars kæmi þetta ekki til greina að mínu mati.“ Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. 15. ágúst 2019 12:30 Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 „Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu“ Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnamanna um mikilvægi þess að sameina sveitarfélög. Drög að þingsályktunartillögu sem meðal annars felur í sér að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa var kynnt í gær. 14. ágúst 2019 20:00 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Sjá meira
Tillaga að þingsályktun um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga birtist á Samráðsgátt stjórnvalda á þriðjudaginn. Í henni kemur fram vilji stjórnvalda til að gera þúsund íbúa að lögfestri lágmarksstærð sveitarfélaga. Oddvitar minnstu sveitarfélaga landsins segja þetta ekki koma sér á óvart en eru allir sammála um að ákvörðun um sameiningu sveitarfélaga eigi að vera í höndum íbúanna. Sveitarfélög landsins eru 72 talsins en 40 þeirra eru með færri en eitt þúsund íbúa. Því er ljóst að stefnt er að því að fækka þeim um rúman helming. Fimm minnstu sveitarfélög landsins eru þá öll með íbúafjölda á bilinu 40 til 74. „Ég hef ekki farið leynt með það að mér finnst fáránlegt að miða við hausatölu. Það eru svo margir aðrir þættir sem vigta miklu meira, bæði landfræðilegir og atvinnulegir,“ segir Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps. Íbúar þar eru 58. Árni kveðst, líkt og oddvitar hinna fjögurra minnstu sveitarfélaganna, skilja báðar hliðar málsins en vill að heimamenn fái að ákveða hvenær þeir vilji fara út í sameiningu við önnur sveitarfélög.Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson„Og hver er eiginlega kjörstærð sveitarfélags? Eru það virkilega þessir þúsund íbúar?“ spyr Árni. Tekjur minni sveitarfélaga eru oft afar góðar og Árni veltir því fyrir sér hvort þær séu það sem stærri sveitarfélögin girnist. „Manni hefur virst það vera þannig að þeir vilji bara gleypa þau sveitarfélög sem skila góðum tekjum á haus. Lyktin af þessu er svolítið þannig.“ Það kveður við svipaðan tón hjá oddvita Tjörneshrepps, Aðalsteini J. Halldórssyni. Í Tjörneshreppi er íbúafjöldinn 55. „Kjarni málsins finnst mér vera sá að það er engin gulrót í þessu fyrir litlu sveitarfélögin,“ segir hann. „Við munum ekkert græða á þessu.“ Þvert á móti segir Aðalsteinn sameiningu við nágrannasveitarfélagið Norðurþing þýða aukin fasteignagjöld og útsvar. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um hagræði fyrir ráðuneytið. Við getum alveg kyngt því en þá verða menn líka bara að segja það hreint út; ekki vera að reyna að sannfæra okkur um að þetta sé öllum til bóta,“ segir hann. Aðalsteinn og Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti fámennasta sveitarfélags landsins, Árneshrepps, voru þá bæði þeirrar skoðunar að ef til sameiningar við stærri sveitarfélög ætti að koma þyrftu þau minni að hagnast áþreifanlega á þeim. Íbúar Árneshrepps eru 40 talsins. „Auðvitað eiga sameiningar rétt á sér, og skiljanlega þar sem um lítil sveitarfélög er að ræða,“ segir Eva. „En það þarf að vera einhver akkur í því. Til dæmis í sambandi við betri samgöngur. Annars kæmi þetta ekki til greina að mínu mati.“
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. 15. ágúst 2019 12:30 Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 „Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu“ Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnamanna um mikilvægi þess að sameina sveitarfélög. Drög að þingsályktunartillögu sem meðal annars felur í sér að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa var kynnt í gær. 14. ágúst 2019 20:00 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Sjá meira
Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. 15. ágúst 2019 12:30
Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00
„Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu“ Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnamanna um mikilvægi þess að sameina sveitarfélög. Drög að þingsályktunartillögu sem meðal annars felur í sér að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa var kynnt í gær. 14. ágúst 2019 20:00