Múlakaffi er vinsælast hjá starfsfólki ríkisins Ari Brynjólfsson skrifar 16. ágúst 2019 06:00 Starfsmenn Múlakaffis hafa í mörg horn að líta. FBL/ANTON Múlakaffi var vinsælasti veitingastaðurinn meðal starfsmanna hins opinbera í júní. Samkvæmt tölum úr Opnum reikningum ríkisins greiddu ríkisstofnanir 3,4 milljónir króna fyrir veitingar á Múlakaffi í júní. Alls greiddi ríkið meira en 37 milljónir fyrir veitingar í júní en tölurnar voru enn að uppfærast þegar Fréttablaðið tók þær saman. Veitingar sem opinberar stofnanir kaupa eru oftast í gegnum veisluþjónustur eða hádegisverðarþjónustur. Vinsælasta hádegisverðarþjónustan er Krydd og kavíar. Stofnanir greiddu 2,5 milljónir króna fyrir mat þaðan í júní. Soho catering er í öðru sæti með tæpa milljón. Fjölmargar stofnanir kaupa mikið af ávöxtum og bakkelsi. KH veitingar, sem reka Kolabrautina og Hörpudisk í Hörpu, koma á eftir Múlakaffi, með 2,4 milljónir. Nauthóll er þriðji vinsælasti staðurinn með veitingar upp á 1,4 milljónir í júní. Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Landspítalinn eyddu mestu, en Landhelgisgæslan fór þangað oftast. Domino’s er einnig vinsæll. Hið opinbera keypti fyrir 409 þúsund krónur þar í júní. Hæsta upphæðin var 90 þúsund krónur hjá Veðurstofunni.Það er þó ekki eini vinsæli skyndibitinn. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum keypti KFC fyrir tæpar 130 þúsund krónur í júní. Er það helst Ríkislögreglustjóri, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslan, Héraðssaksóknari og Ríkissaksóknari sem borða á Múlakaffi. Ekki merkja allar stofnanir kaup á veitingum með sama bókhaldslykli. Það gerir erfitt að ná utan um umfangið. Sem dæmi notar utanríkisráðuneytið ávallt bókhaldslykil fyrir risnu ef verslað er við veitingastaði. Hið opinbera verslaði við Áfengisog tóbaksverslun ríkisins fyrir 5,2 milljónir króna í júní. Sami bókhaldslykill er reyndar notaður yfir bæði áfengi og tóbak. Fangelsismálastofnun var langstærsti kaupandinn og keypti af ÁTVR fyrir 3,8 milljónir. Þar á eftir kom utanríkisráðuneytið með kaup upp á rúmar 350 þúsund krónur. Að undanskildum Háskóla Íslands sem verslaði mörgum sinnum fyrir lágar upphæðir var það aðeins Hæstiréttur og samgönguráðuneytið sem keyptu áfengi eða tóbak í júní. Þó svo að reikningar 132 stofnana séu nú aðgengilegir á vefnum vantar stóran hluta hins opinbera. Í svari Fjársýslunnar segir að einungis sé búið að innleiða A-hluta stofnanir sem nota bókhaldskerfi ríkisins í kerfið. Nú sé unnið að því að innleiða aðrar stofnanir sem falla undir A-hluta. „Óvíst hvenær verður farið í aðra ríkishluta en A,“ segir í svarinu. Þetta þýðir að ekki eru birtir reikningar opinberra fyrirtækja á borð við Isavia, ÁTVR, LÍN og Seðlabankann. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Stjórnsýsla Veitingastaðir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Múlakaffi var vinsælasti veitingastaðurinn meðal starfsmanna hins opinbera í júní. Samkvæmt tölum úr Opnum reikningum ríkisins greiddu ríkisstofnanir 3,4 milljónir króna fyrir veitingar á Múlakaffi í júní. Alls greiddi ríkið meira en 37 milljónir fyrir veitingar í júní en tölurnar voru enn að uppfærast þegar Fréttablaðið tók þær saman. Veitingar sem opinberar stofnanir kaupa eru oftast í gegnum veisluþjónustur eða hádegisverðarþjónustur. Vinsælasta hádegisverðarþjónustan er Krydd og kavíar. Stofnanir greiddu 2,5 milljónir króna fyrir mat þaðan í júní. Soho catering er í öðru sæti með tæpa milljón. Fjölmargar stofnanir kaupa mikið af ávöxtum og bakkelsi. KH veitingar, sem reka Kolabrautina og Hörpudisk í Hörpu, koma á eftir Múlakaffi, með 2,4 milljónir. Nauthóll er þriðji vinsælasti staðurinn með veitingar upp á 1,4 milljónir í júní. Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Landspítalinn eyddu mestu, en Landhelgisgæslan fór þangað oftast. Domino’s er einnig vinsæll. Hið opinbera keypti fyrir 409 þúsund krónur þar í júní. Hæsta upphæðin var 90 þúsund krónur hjá Veðurstofunni.Það er þó ekki eini vinsæli skyndibitinn. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum keypti KFC fyrir tæpar 130 þúsund krónur í júní. Er það helst Ríkislögreglustjóri, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslan, Héraðssaksóknari og Ríkissaksóknari sem borða á Múlakaffi. Ekki merkja allar stofnanir kaup á veitingum með sama bókhaldslykli. Það gerir erfitt að ná utan um umfangið. Sem dæmi notar utanríkisráðuneytið ávallt bókhaldslykil fyrir risnu ef verslað er við veitingastaði. Hið opinbera verslaði við Áfengisog tóbaksverslun ríkisins fyrir 5,2 milljónir króna í júní. Sami bókhaldslykill er reyndar notaður yfir bæði áfengi og tóbak. Fangelsismálastofnun var langstærsti kaupandinn og keypti af ÁTVR fyrir 3,8 milljónir. Þar á eftir kom utanríkisráðuneytið með kaup upp á rúmar 350 þúsund krónur. Að undanskildum Háskóla Íslands sem verslaði mörgum sinnum fyrir lágar upphæðir var það aðeins Hæstiréttur og samgönguráðuneytið sem keyptu áfengi eða tóbak í júní. Þó svo að reikningar 132 stofnana séu nú aðgengilegir á vefnum vantar stóran hluta hins opinbera. Í svari Fjársýslunnar segir að einungis sé búið að innleiða A-hluta stofnanir sem nota bókhaldskerfi ríkisins í kerfið. Nú sé unnið að því að innleiða aðrar stofnanir sem falla undir A-hluta. „Óvíst hvenær verður farið í aðra ríkishluta en A,“ segir í svarinu. Þetta þýðir að ekki eru birtir reikningar opinberra fyrirtækja á borð við Isavia, ÁTVR, LÍN og Seðlabankann.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Stjórnsýsla Veitingastaðir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira