Ráðherra pirraður á Kyrrahafsríkjum sem vilja lifa af Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2019 11:34 Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, (2.f.v.) vildi ekki skrifa upp á að kolagreftri yrði hætt í sameiginlegri yfirlýsingu ráðstefnu Kyrrahafsríkja. Vísir/EPA Afstaða Ástrala til loftslagsaðgerða olli deilum á ráðstefnu Kyrrahafsríkja í vikunni. Fulltrúar áströlsku ríkisstjórnarinnar komu í veg fyrir að kveðið væri á um loftslagsmarkmið í sameiginlegri yfirlýsingu fundarins. Á meðan lét aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu hafa eftir sér vafasöm ummæli um að íbúar Kyrrahafseyja muni lifa af loftlagsbreytingar því þeir „tína ávextina okkar“. Fundur Kyrrahafsríkja fór fram á eyjunni Túvalú í vikunni. Lítil eyríki reyndu þar að ná sáttum um loftslagsmarkmið en tilvist þeirra er ógnað vegna hækkandi sjávarstöðu samfara loftslagsbreytingum af völdum manna. Ástralar, sem eru stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í Eyjaálfu, vildu aftur á móti ekki taka undir kröfuna um slík markmið, þar á meðal um að bundinn verði endir á kolavinnslu. Stjórnvöld í Canberra hafa um árabil dregið lappirnar í loftslagsmálum. „Ég tel að við hefðum átt að vinna meira fyrir fólkið okkar,“ sagði Enele Sopoaga, forsætisráðherra Túvalú, um yfirlýsingu ráðstefnunnar sem hann og fleiri töldu útvatnaða. Sagði hann að Akilisi Pohiva, starfsbróðir hans frá Tonga, hefðu tárast yfir einum fyrirlestri um loftslagsbreytingar á ráðstefnunni, „slík er ástríðan“. Meirihluti ríkjanna átján sem sátu fundinn studdu kröfu um hertar loftslagsaðgerir. Auk Ástrala gerðu Nýsjálendingar athugsemdir við það. Eftir tólf klukkustunda samningaþref náðu ríkin saman um yfirlýsingu þar sem núverandi markmið Parísarsamkomulagsins voru ítrekuð, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Michael McCormack er aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu.Vísir/EPA Pirraður á „svona ríkjum“ sem vilja lifa af Ekki bætti úr skák fyrir samskipti Ástrala við nágrannaríkin þegar fréttir bárust um ummælum Michael McCormack, aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu, í dag. „Ég verð líka svolítið pirraður þegar fólk í svona löndum benda fingrinum að Ástralíu og segir að við ættum að loka öllum auðlindum okkar til að, þú veist, þau geti lifað af,“ sagði McCormack. „Þau munu lifa af, það er engin spurning um að þau munu lifa af og halda áfram að lifa af með mikilli aðstoð frá Ástralíu. Þau lifa áfram af vegna þess að svo margir verkamenn þeirra koma hingað og tína ávextina okkar, tína ávextina sem voru ræktaðir með mikilli ástralskri vinnu og dugnaði og við höfum alltaf boðið þau velkomin og gerum það alltaf,“ sagði aðstoðarforsætisráðherrann. McCormack sagði Ástrala ekki ætla að láta „ræna sér“ til að loka kolanámum og orkuverum sem sjái tugum þúsundum landsmanna fyrir vinnu, að sögn The Guardian. Skömmu áður en ummæli McCormark urðu opinber sagði Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra, að Ástralar yrðu að sýna Kyrrahafsríkjum virðingu vegna áhyggna þeirra af loftslagshlýnun. „Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra eru tilvistarlegt mál fyrir Kyrrahafið,“ sagði Turnbull. Ástralía Loftslagsmál Tonga Túvalú Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Afstaða Ástrala til loftslagsaðgerða olli deilum á ráðstefnu Kyrrahafsríkja í vikunni. Fulltrúar áströlsku ríkisstjórnarinnar komu í veg fyrir að kveðið væri á um loftslagsmarkmið í sameiginlegri yfirlýsingu fundarins. Á meðan lét aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu hafa eftir sér vafasöm ummæli um að íbúar Kyrrahafseyja muni lifa af loftlagsbreytingar því þeir „tína ávextina okkar“. Fundur Kyrrahafsríkja fór fram á eyjunni Túvalú í vikunni. Lítil eyríki reyndu þar að ná sáttum um loftslagsmarkmið en tilvist þeirra er ógnað vegna hækkandi sjávarstöðu samfara loftslagsbreytingum af völdum manna. Ástralar, sem eru stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í Eyjaálfu, vildu aftur á móti ekki taka undir kröfuna um slík markmið, þar á meðal um að bundinn verði endir á kolavinnslu. Stjórnvöld í Canberra hafa um árabil dregið lappirnar í loftslagsmálum. „Ég tel að við hefðum átt að vinna meira fyrir fólkið okkar,“ sagði Enele Sopoaga, forsætisráðherra Túvalú, um yfirlýsingu ráðstefnunnar sem hann og fleiri töldu útvatnaða. Sagði hann að Akilisi Pohiva, starfsbróðir hans frá Tonga, hefðu tárast yfir einum fyrirlestri um loftslagsbreytingar á ráðstefnunni, „slík er ástríðan“. Meirihluti ríkjanna átján sem sátu fundinn studdu kröfu um hertar loftslagsaðgerir. Auk Ástrala gerðu Nýsjálendingar athugsemdir við það. Eftir tólf klukkustunda samningaþref náðu ríkin saman um yfirlýsingu þar sem núverandi markmið Parísarsamkomulagsins voru ítrekuð, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Michael McCormack er aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu.Vísir/EPA Pirraður á „svona ríkjum“ sem vilja lifa af Ekki bætti úr skák fyrir samskipti Ástrala við nágrannaríkin þegar fréttir bárust um ummælum Michael McCormack, aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu, í dag. „Ég verð líka svolítið pirraður þegar fólk í svona löndum benda fingrinum að Ástralíu og segir að við ættum að loka öllum auðlindum okkar til að, þú veist, þau geti lifað af,“ sagði McCormack. „Þau munu lifa af, það er engin spurning um að þau munu lifa af og halda áfram að lifa af með mikilli aðstoð frá Ástralíu. Þau lifa áfram af vegna þess að svo margir verkamenn þeirra koma hingað og tína ávextina okkar, tína ávextina sem voru ræktaðir með mikilli ástralskri vinnu og dugnaði og við höfum alltaf boðið þau velkomin og gerum það alltaf,“ sagði aðstoðarforsætisráðherrann. McCormack sagði Ástrala ekki ætla að láta „ræna sér“ til að loka kolanámum og orkuverum sem sjái tugum þúsundum landsmanna fyrir vinnu, að sögn The Guardian. Skömmu áður en ummæli McCormark urðu opinber sagði Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra, að Ástralar yrðu að sýna Kyrrahafsríkjum virðingu vegna áhyggna þeirra af loftslagshlýnun. „Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra eru tilvistarlegt mál fyrir Kyrrahafið,“ sagði Turnbull.
Ástralía Loftslagsmál Tonga Túvalú Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira