„Það stóðu öll spjót á mér“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 14:57 Arnar Þór Jónsson héraðsdómari Vísir/ÞÞ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. Arnar Þór hefur lýst efasemdum um hvort skynsamlegt sé að innleiða eigi þriðja orkupakkann. Alþingi ætti að íhuga vandlega næstu skref og það liggi fyrir að lögfræðileg óvissa sé uppi, verði hann innleiddur. „Ég get ekki sagt að ég hafi fengið meðbyr á þessum fundi, það stóðu öll spjót á mér,” sagði Arnar Þór í samtali við fréttastofu eftir að hann vék af fundi nefndarinnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og varaformaður utanríkismálanefndar, segir í samtali við fréttastofu að henni þyki það verulegt umhugsunarefni, með fullu tilliti til tjáningarfrelsis, að héraðsdómari lýsi svo miklu vantrausti á löggjafarþingið og segi það ekki þora að verja fullveldi Íslands líkt og fram hafi komið í máli hans á fundinum. Af þeim fimm sérfræðingum sem komu fyrir nefndina í morgun var Arnar Þór sá eini sem lýsti slíkum sjónarmiðum. Aðrir boðaðir gestir fundarins voru þeir Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður, Margrét Einarsdóttir dósent við lagadeild HR, Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari og Skúli Magnússon héraðsdómari. „Hann fjallar um það að auka getu raforkueftirlitsins, fjölga þarf starfsmönnum til að hafa eftirlit með raforkufyrirtækjum, auka neytendavernd og tryggja að kerfisáætlun sé í gangi. Sem reyndar er búið að innleiða hér. Svo fjallar hann um hvernig á að haga reglum ef byggð eru mannvirki sem tengja saman lönd. Það er auðvitað mjög mikilvægt atriði sem hefur fengið mikla athygli hér. Það eru sérstök þingmál sem valda því að það verður ekki gert. Það verður að mínu mati erfiðara að leggja sæstreng án samþykkis allra, og reyndar ómögulegt að mínu mati. En það verður erfiðara, lagalega og fleiri hindranir ef að þessi löggjöf er samþykkt en ef hún er felld,“ sagði Hilmar í samtali við fréttastofu.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Sjá meira
Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. Arnar Þór hefur lýst efasemdum um hvort skynsamlegt sé að innleiða eigi þriðja orkupakkann. Alþingi ætti að íhuga vandlega næstu skref og það liggi fyrir að lögfræðileg óvissa sé uppi, verði hann innleiddur. „Ég get ekki sagt að ég hafi fengið meðbyr á þessum fundi, það stóðu öll spjót á mér,” sagði Arnar Þór í samtali við fréttastofu eftir að hann vék af fundi nefndarinnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og varaformaður utanríkismálanefndar, segir í samtali við fréttastofu að henni þyki það verulegt umhugsunarefni, með fullu tilliti til tjáningarfrelsis, að héraðsdómari lýsi svo miklu vantrausti á löggjafarþingið og segi það ekki þora að verja fullveldi Íslands líkt og fram hafi komið í máli hans á fundinum. Af þeim fimm sérfræðingum sem komu fyrir nefndina í morgun var Arnar Þór sá eini sem lýsti slíkum sjónarmiðum. Aðrir boðaðir gestir fundarins voru þeir Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður, Margrét Einarsdóttir dósent við lagadeild HR, Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari og Skúli Magnússon héraðsdómari. „Hann fjallar um það að auka getu raforkueftirlitsins, fjölga þarf starfsmönnum til að hafa eftirlit með raforkufyrirtækjum, auka neytendavernd og tryggja að kerfisáætlun sé í gangi. Sem reyndar er búið að innleiða hér. Svo fjallar hann um hvernig á að haga reglum ef byggð eru mannvirki sem tengja saman lönd. Það er auðvitað mjög mikilvægt atriði sem hefur fengið mikla athygli hér. Það eru sérstök þingmál sem valda því að það verður ekki gert. Það verður að mínu mati erfiðara að leggja sæstreng án samþykkis allra, og reyndar ómögulegt að mínu mati. En það verður erfiðara, lagalega og fleiri hindranir ef að þessi löggjöf er samþykkt en ef hún er felld,“ sagði Hilmar í samtali við fréttastofu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Sjá meira