Viðkvæmu gögnin komin á borð landlæknis og lögreglu gert viðvart Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2019 15:53 Alma D. Möller, landlæknir. Embætti landlæknis fékk í morgun afhent sjúkragögn sem reyndust óvænt vera í vörslu fyrrverandi starfsmanns Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) án vitundar samtakanna. Málið er litið alvarlegum augum en inn í það spila deilur vegna uppsagnar starfsmannsins árið 2017. Er óhætt að segja að Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, og starfsmaðurinn fyrrverandi, Hjalti Þór Björnsson, sjái hlutina ólíkum augum. Gögnin eru mjög viðkvæm en meðal annars er um að ræða dagbækur af AA-fundum, sjúkraskrár og innritunarbækur á meðferðarstöðvar frá árinu 1997-2006. Landlæknir lítur málið alvarlegum augum. Upphaflega var fjallað um málið á Mbl.is í júlí þar sem rætt var við þá Arnþór og Hjalta Þór. Hjalta Þór, fyrrverandi dagskrárstjóra SÁÁ, var sagt upp störfum árið 2017. Hann hafði starfað þar í þrjátíu ár. Hjalti komst svo að því í sumar að hann hefði í vörslu sinni pappakassa með trúnaðargögnum um sjúklinga. Hann segist hafa greint Persónuvernd frá málinu en SÁÁ hefur sömuleiðis tilkynnt málið til Persónuverndar. Deila þeirra Arnþórs og Hjalta snýst í grunninn um það hvort Hjalti hafi tekið gögnin ófrjálsri hendi eða hvort gögnin hafi verið fyrir mistök send Hjalta Þór. Arnþór Jónsson er formaður stjórnar SÁÁ. Lögreglu gert viðvart Í tilkynningu Landlæknis í dag kemur fram að fulltrúi Persónuverndar hafi verið viðstaddur þegar gögnin voru afhent í dag. „Fyrsta athugun á innihaldi gagnanna hefur leitt í ljós að þar er að finna afar viðkvæmar persónuupplýsingar skjólstæðinga SÁÁ, sem hlotið hafa meðferð á Vík á Kjalarnesi. Þar á meðal eru sjúkraskrár rúmlega 250 einstaklinga og innritunarbækur á meðferðarstöð SÁÁ að Vík á Kjalarnesi frá árinu 1997 til 2006, sem innihalda þúsundir nafna. Auk þess er um að ræða fundabækur AA-funda fyrir tiltekin ár frá meðferðarheimilinu að Sogni,“ segir í tilkynningu Landlæknis. „Gögnin eru nú, og munu verða, í öruggri vörslu embættis landlæknis og Persónuverndar á meðan umfang málsins verður skoðað frekar og næstu skref stofnananna verða ákveðin. Hluti af eftirlitsskyldu stofnananna er örugg varsla sjúkraskráa en í lögum um sjúkraskrár nr. 55/2009 segir að ef eftirlit leiði í ljós að verulegar líkur séu á að brotið hafi verið gegn persónuverndarhagsmunum sjúklings skuli brot kært til lögreglu. Hefur lögreglu þegar verið gert viðvart um málið.“ Embætti landlæknis og Persónuvernd líta málið mjög alvarlegum augum og verður meðferð þess hagað í samræmi við það. Segir gögnin aldrei hafa verið í hættu Embætti landlæknis, sem hefur eftirlit með heilbrigðisþjónustu sem og því að ákvæði laga um sjúkraskrár séu virt, mun stofna til eftirlitsmáls vegna þessa. Þá hefur Persónuvernd hafið frumkvæðisathugun á þeim þætti málsins sem lýtur að öryggi persónuupplýsinga, í samræmi við heimildir í persónuverndarlögum, meðal annars í þeim tilgangi að meta hvernig SÁÁ beri að haga tilkynningu til þeirra einstaklinga sem upplýsingarnar varða. Hjalti Þór segist í samtali við Vísi hafa búið svo um hnútana að gögnin bærust Landlækni. Hann var í fjallgöngu og í lélegu sambandi þegar blaðamaður náði af honum tali. Hann ítrekaði þó að gögnin hefðu borist honum með öðru dóti sem sent var í framhaldi af uppsögninni. Honum hafði verið meinaður aðgangur að húsinu og hefði aldrei getað komist í gögnin að eigin frumkvæði. Þá hafi gögnin aldrei verið í neinni hættu enda sé hann heilbrigðisstarfsmaður og viti hvernig fara eigi með þessi gögn. Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Embætti landlæknis fékk í morgun afhent sjúkragögn sem reyndust óvænt vera í vörslu fyrrverandi starfsmanns Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) án vitundar samtakanna. Málið er litið alvarlegum augum en inn í það spila deilur vegna uppsagnar starfsmannsins árið 2017. Er óhætt að segja að Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, og starfsmaðurinn fyrrverandi, Hjalti Þór Björnsson, sjái hlutina ólíkum augum. Gögnin eru mjög viðkvæm en meðal annars er um að ræða dagbækur af AA-fundum, sjúkraskrár og innritunarbækur á meðferðarstöðvar frá árinu 1997-2006. Landlæknir lítur málið alvarlegum augum. Upphaflega var fjallað um málið á Mbl.is í júlí þar sem rætt var við þá Arnþór og Hjalta Þór. Hjalta Þór, fyrrverandi dagskrárstjóra SÁÁ, var sagt upp störfum árið 2017. Hann hafði starfað þar í þrjátíu ár. Hjalti komst svo að því í sumar að hann hefði í vörslu sinni pappakassa með trúnaðargögnum um sjúklinga. Hann segist hafa greint Persónuvernd frá málinu en SÁÁ hefur sömuleiðis tilkynnt málið til Persónuverndar. Deila þeirra Arnþórs og Hjalta snýst í grunninn um það hvort Hjalti hafi tekið gögnin ófrjálsri hendi eða hvort gögnin hafi verið fyrir mistök send Hjalta Þór. Arnþór Jónsson er formaður stjórnar SÁÁ. Lögreglu gert viðvart Í tilkynningu Landlæknis í dag kemur fram að fulltrúi Persónuverndar hafi verið viðstaddur þegar gögnin voru afhent í dag. „Fyrsta athugun á innihaldi gagnanna hefur leitt í ljós að þar er að finna afar viðkvæmar persónuupplýsingar skjólstæðinga SÁÁ, sem hlotið hafa meðferð á Vík á Kjalarnesi. Þar á meðal eru sjúkraskrár rúmlega 250 einstaklinga og innritunarbækur á meðferðarstöð SÁÁ að Vík á Kjalarnesi frá árinu 1997 til 2006, sem innihalda þúsundir nafna. Auk þess er um að ræða fundabækur AA-funda fyrir tiltekin ár frá meðferðarheimilinu að Sogni,“ segir í tilkynningu Landlæknis. „Gögnin eru nú, og munu verða, í öruggri vörslu embættis landlæknis og Persónuverndar á meðan umfang málsins verður skoðað frekar og næstu skref stofnananna verða ákveðin. Hluti af eftirlitsskyldu stofnananna er örugg varsla sjúkraskráa en í lögum um sjúkraskrár nr. 55/2009 segir að ef eftirlit leiði í ljós að verulegar líkur séu á að brotið hafi verið gegn persónuverndarhagsmunum sjúklings skuli brot kært til lögreglu. Hefur lögreglu þegar verið gert viðvart um málið.“ Embætti landlæknis og Persónuvernd líta málið mjög alvarlegum augum og verður meðferð þess hagað í samræmi við það. Segir gögnin aldrei hafa verið í hættu Embætti landlæknis, sem hefur eftirlit með heilbrigðisþjónustu sem og því að ákvæði laga um sjúkraskrár séu virt, mun stofna til eftirlitsmáls vegna þessa. Þá hefur Persónuvernd hafið frumkvæðisathugun á þeim þætti málsins sem lýtur að öryggi persónuupplýsinga, í samræmi við heimildir í persónuverndarlögum, meðal annars í þeim tilgangi að meta hvernig SÁÁ beri að haga tilkynningu til þeirra einstaklinga sem upplýsingarnar varða. Hjalti Þór segist í samtali við Vísi hafa búið svo um hnútana að gögnin bærust Landlækni. Hann var í fjallgöngu og í lélegu sambandi þegar blaðamaður náði af honum tali. Hann ítrekaði þó að gögnin hefðu borist honum með öðru dóti sem sent var í framhaldi af uppsögninni. Honum hafði verið meinaður aðgangur að húsinu og hefði aldrei getað komist í gögnin að eigin frumkvæði. Þá hafi gögnin aldrei verið í neinni hættu enda sé hann heilbrigðisstarfsmaður og viti hvernig fara eigi með þessi gögn.
Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira