Viðkvæmu gögnin komin á borð landlæknis og lögreglu gert viðvart Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2019 15:53 Alma D. Möller, landlæknir. Embætti landlæknis fékk í morgun afhent sjúkragögn sem reyndust óvænt vera í vörslu fyrrverandi starfsmanns Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) án vitundar samtakanna. Málið er litið alvarlegum augum en inn í það spila deilur vegna uppsagnar starfsmannsins árið 2017. Er óhætt að segja að Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, og starfsmaðurinn fyrrverandi, Hjalti Þór Björnsson, sjái hlutina ólíkum augum. Gögnin eru mjög viðkvæm en meðal annars er um að ræða dagbækur af AA-fundum, sjúkraskrár og innritunarbækur á meðferðarstöðvar frá árinu 1997-2006. Landlæknir lítur málið alvarlegum augum. Upphaflega var fjallað um málið á Mbl.is í júlí þar sem rætt var við þá Arnþór og Hjalta Þór. Hjalta Þór, fyrrverandi dagskrárstjóra SÁÁ, var sagt upp störfum árið 2017. Hann hafði starfað þar í þrjátíu ár. Hjalti komst svo að því í sumar að hann hefði í vörslu sinni pappakassa með trúnaðargögnum um sjúklinga. Hann segist hafa greint Persónuvernd frá málinu en SÁÁ hefur sömuleiðis tilkynnt málið til Persónuverndar. Deila þeirra Arnþórs og Hjalta snýst í grunninn um það hvort Hjalti hafi tekið gögnin ófrjálsri hendi eða hvort gögnin hafi verið fyrir mistök send Hjalta Þór. Arnþór Jónsson er formaður stjórnar SÁÁ. Lögreglu gert viðvart Í tilkynningu Landlæknis í dag kemur fram að fulltrúi Persónuverndar hafi verið viðstaddur þegar gögnin voru afhent í dag. „Fyrsta athugun á innihaldi gagnanna hefur leitt í ljós að þar er að finna afar viðkvæmar persónuupplýsingar skjólstæðinga SÁÁ, sem hlotið hafa meðferð á Vík á Kjalarnesi. Þar á meðal eru sjúkraskrár rúmlega 250 einstaklinga og innritunarbækur á meðferðarstöð SÁÁ að Vík á Kjalarnesi frá árinu 1997 til 2006, sem innihalda þúsundir nafna. Auk þess er um að ræða fundabækur AA-funda fyrir tiltekin ár frá meðferðarheimilinu að Sogni,“ segir í tilkynningu Landlæknis. „Gögnin eru nú, og munu verða, í öruggri vörslu embættis landlæknis og Persónuverndar á meðan umfang málsins verður skoðað frekar og næstu skref stofnananna verða ákveðin. Hluti af eftirlitsskyldu stofnananna er örugg varsla sjúkraskráa en í lögum um sjúkraskrár nr. 55/2009 segir að ef eftirlit leiði í ljós að verulegar líkur séu á að brotið hafi verið gegn persónuverndarhagsmunum sjúklings skuli brot kært til lögreglu. Hefur lögreglu þegar verið gert viðvart um málið.“ Embætti landlæknis og Persónuvernd líta málið mjög alvarlegum augum og verður meðferð þess hagað í samræmi við það. Segir gögnin aldrei hafa verið í hættu Embætti landlæknis, sem hefur eftirlit með heilbrigðisþjónustu sem og því að ákvæði laga um sjúkraskrár séu virt, mun stofna til eftirlitsmáls vegna þessa. Þá hefur Persónuvernd hafið frumkvæðisathugun á þeim þætti málsins sem lýtur að öryggi persónuupplýsinga, í samræmi við heimildir í persónuverndarlögum, meðal annars í þeim tilgangi að meta hvernig SÁÁ beri að haga tilkynningu til þeirra einstaklinga sem upplýsingarnar varða. Hjalti Þór segist í samtali við Vísi hafa búið svo um hnútana að gögnin bærust Landlækni. Hann var í fjallgöngu og í lélegu sambandi þegar blaðamaður náði af honum tali. Hann ítrekaði þó að gögnin hefðu borist honum með öðru dóti sem sent var í framhaldi af uppsögninni. Honum hafði verið meinaður aðgangur að húsinu og hefði aldrei getað komist í gögnin að eigin frumkvæði. Þá hafi gögnin aldrei verið í neinni hættu enda sé hann heilbrigðisstarfsmaður og viti hvernig fara eigi með þessi gögn. Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Embætti landlæknis fékk í morgun afhent sjúkragögn sem reyndust óvænt vera í vörslu fyrrverandi starfsmanns Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) án vitundar samtakanna. Málið er litið alvarlegum augum en inn í það spila deilur vegna uppsagnar starfsmannsins árið 2017. Er óhætt að segja að Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, og starfsmaðurinn fyrrverandi, Hjalti Þór Björnsson, sjái hlutina ólíkum augum. Gögnin eru mjög viðkvæm en meðal annars er um að ræða dagbækur af AA-fundum, sjúkraskrár og innritunarbækur á meðferðarstöðvar frá árinu 1997-2006. Landlæknir lítur málið alvarlegum augum. Upphaflega var fjallað um málið á Mbl.is í júlí þar sem rætt var við þá Arnþór og Hjalta Þór. Hjalta Þór, fyrrverandi dagskrárstjóra SÁÁ, var sagt upp störfum árið 2017. Hann hafði starfað þar í þrjátíu ár. Hjalti komst svo að því í sumar að hann hefði í vörslu sinni pappakassa með trúnaðargögnum um sjúklinga. Hann segist hafa greint Persónuvernd frá málinu en SÁÁ hefur sömuleiðis tilkynnt málið til Persónuverndar. Deila þeirra Arnþórs og Hjalta snýst í grunninn um það hvort Hjalti hafi tekið gögnin ófrjálsri hendi eða hvort gögnin hafi verið fyrir mistök send Hjalta Þór. Arnþór Jónsson er formaður stjórnar SÁÁ. Lögreglu gert viðvart Í tilkynningu Landlæknis í dag kemur fram að fulltrúi Persónuverndar hafi verið viðstaddur þegar gögnin voru afhent í dag. „Fyrsta athugun á innihaldi gagnanna hefur leitt í ljós að þar er að finna afar viðkvæmar persónuupplýsingar skjólstæðinga SÁÁ, sem hlotið hafa meðferð á Vík á Kjalarnesi. Þar á meðal eru sjúkraskrár rúmlega 250 einstaklinga og innritunarbækur á meðferðarstöð SÁÁ að Vík á Kjalarnesi frá árinu 1997 til 2006, sem innihalda þúsundir nafna. Auk þess er um að ræða fundabækur AA-funda fyrir tiltekin ár frá meðferðarheimilinu að Sogni,“ segir í tilkynningu Landlæknis. „Gögnin eru nú, og munu verða, í öruggri vörslu embættis landlæknis og Persónuverndar á meðan umfang málsins verður skoðað frekar og næstu skref stofnananna verða ákveðin. Hluti af eftirlitsskyldu stofnananna er örugg varsla sjúkraskráa en í lögum um sjúkraskrár nr. 55/2009 segir að ef eftirlit leiði í ljós að verulegar líkur séu á að brotið hafi verið gegn persónuverndarhagsmunum sjúklings skuli brot kært til lögreglu. Hefur lögreglu þegar verið gert viðvart um málið.“ Embætti landlæknis og Persónuvernd líta málið mjög alvarlegum augum og verður meðferð þess hagað í samræmi við það. Segir gögnin aldrei hafa verið í hættu Embætti landlæknis, sem hefur eftirlit með heilbrigðisþjónustu sem og því að ákvæði laga um sjúkraskrár séu virt, mun stofna til eftirlitsmáls vegna þessa. Þá hefur Persónuvernd hafið frumkvæðisathugun á þeim þætti málsins sem lýtur að öryggi persónuupplýsinga, í samræmi við heimildir í persónuverndarlögum, meðal annars í þeim tilgangi að meta hvernig SÁÁ beri að haga tilkynningu til þeirra einstaklinga sem upplýsingarnar varða. Hjalti Þór segist í samtali við Vísi hafa búið svo um hnútana að gögnin bærust Landlækni. Hann var í fjallgöngu og í lélegu sambandi þegar blaðamaður náði af honum tali. Hann ítrekaði þó að gögnin hefðu borist honum með öðru dóti sem sent var í framhaldi af uppsögninni. Honum hafði verið meinaður aðgangur að húsinu og hefði aldrei getað komist í gögnin að eigin frumkvæði. Þá hafi gögnin aldrei verið í neinni hættu enda sé hann heilbrigðisstarfsmaður og viti hvernig fara eigi með þessi gögn.
Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira