Mun fleiri veitingastaðir hafi opnað heldur en lokað síðustu 18 mánuði Birgir Olgeirsson skrifar 16. ágúst 2019 16:21 Formaður skipluagsráðs segir borgina ekki ætla að stýra fjölda veitingastaða. Vísir/Vilhelm Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mun fleiri staði hafa opnað heldur en lokað í miðborginni undanfarna átján mánuði og að borgaryfirvöld ætli sér ekki að stýra fjölda veitingastaða. Fréttir hafa verið sagðar af lokun veitingastað undanfarnar vikur, þar á meðal Dill og Ostabúðarinnar, en eigandi þess síðarnefnda sagði í viðtali á Bylgjunni í vikunni að rekstrarumhverfi í miðborginni væri sérstaklega erfitt því mörgum sé hleypt inn á markaðinn. Í miðborginni séu ekki aðeins fjöldi veitingastaða heldur einnig fjöldi matarvagna.Eigandi Ostabúðarinnar er Jóhann Jónsson en hann sagði að ekki væri markaður fyrir allan þennan hóp og nefndi að 35 þúsund sæti væru fyrir matargesti í miðborginni. Úti á Granda séu þau orðin tólf til þrettán hundruð talsins. Veitingamenn hafa margir hverjir haft á orði undanfarin misseri að borgin veiti of mörg leyfi til veitingarekstur í miðborginni en Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, segir þennan kvóta aðeins eiga við fjölda verslana við ákveðnar götu í miðborg Reykjavíkur.Sigurborg Ósk Haraldsóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs.FBL/Anton Brink„Það er í rauninni til að vernda verslun í miðbænum því við teljum hana mikilvæga. Veitingastaðir geta komið þegar kvóti verslana er uppfylltur í þeim götum. Stýringin gengur út á það. Við myndum ekki vilja að Laugavegurinn myndi breytast í veitingagötu, þá yrði hún einhæf og myndi missa aðdráttarafl. Þess vegna viljum við halda í verslanir þar,“ segir Sigurborg.Mun teygja sig upp á Suðurlandsbraut Eftir því sem ferðamönnum fjölgaði í miðborg Reykjavíkur sáu sér fleiri færi á að opna verslanir á Laugaveginum og þá um leið skapaðist rými til að fjölga veitingastöðum í götunni. En fjölgun veitingastaðanna hefur þó aðallega orðið í hliðargötum við Laugaveg, í Grjótaþorpinu, við Hlemm, á Hafnarbakkanum og alla leið út á Granda. „Í rauninni hefur miðbærinn stækkað mjög mikið undanfarin ár og í framtíðinni mun þetta teygja sig alla leið upp á Suðurlandsbrautina,“ segir Sigurborg.Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúðarinnar, sagði í vikunni að um 35 þúsund sæti væru fyrir matargesti í miðborginni. Vísir/Vilhelm.„Þetta er ákveðinn markaður sem ríkir hér og ef það er eftirspurn eftir fleiri veitingastöðum þá opna fleiri veitingastaðir. Mér finnst ekki eðlilegt að við sem stjórnvald séum að fara að grípa beint inn í það.“Miðborgin í örum vexti Sigurborg bendir á að sé rýnt í nýjustu tölur, sem teknar voru saman í vikunni, um fjölda veitingastaða og verslana í miðborginni þá kemur í ljós að 59 verslanir og veitingastaðir hafa opnað þar á síðustu átján mánuðum. Þar af eru sex sem hafa fært sig um set í miðbænum. „Það er óhætt að segja að það eru miklu fleiri staðir að opna en loka og miðborgin hefur aldrei verið blómlegri en akkúrat núna,“ segir Sigurborg. Hún segir miðborgina það svæði í Reykjavík sem sé í mestri sókn. Þetta sé hluti af alþjóðlegri þróun þar sem fólk sækir minna í stórar verslunarmiðstöðvar en beinir sjónum sínum frekar að miðbæjum þar sem það sæki í mannlíf og matarmenningu. Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mun fleiri staði hafa opnað heldur en lokað í miðborginni undanfarna átján mánuði og að borgaryfirvöld ætli sér ekki að stýra fjölda veitingastaða. Fréttir hafa verið sagðar af lokun veitingastað undanfarnar vikur, þar á meðal Dill og Ostabúðarinnar, en eigandi þess síðarnefnda sagði í viðtali á Bylgjunni í vikunni að rekstrarumhverfi í miðborginni væri sérstaklega erfitt því mörgum sé hleypt inn á markaðinn. Í miðborginni séu ekki aðeins fjöldi veitingastaða heldur einnig fjöldi matarvagna.Eigandi Ostabúðarinnar er Jóhann Jónsson en hann sagði að ekki væri markaður fyrir allan þennan hóp og nefndi að 35 þúsund sæti væru fyrir matargesti í miðborginni. Úti á Granda séu þau orðin tólf til þrettán hundruð talsins. Veitingamenn hafa margir hverjir haft á orði undanfarin misseri að borgin veiti of mörg leyfi til veitingarekstur í miðborginni en Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, segir þennan kvóta aðeins eiga við fjölda verslana við ákveðnar götu í miðborg Reykjavíkur.Sigurborg Ósk Haraldsóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs.FBL/Anton Brink„Það er í rauninni til að vernda verslun í miðbænum því við teljum hana mikilvæga. Veitingastaðir geta komið þegar kvóti verslana er uppfylltur í þeim götum. Stýringin gengur út á það. Við myndum ekki vilja að Laugavegurinn myndi breytast í veitingagötu, þá yrði hún einhæf og myndi missa aðdráttarafl. Þess vegna viljum við halda í verslanir þar,“ segir Sigurborg.Mun teygja sig upp á Suðurlandsbraut Eftir því sem ferðamönnum fjölgaði í miðborg Reykjavíkur sáu sér fleiri færi á að opna verslanir á Laugaveginum og þá um leið skapaðist rými til að fjölga veitingastöðum í götunni. En fjölgun veitingastaðanna hefur þó aðallega orðið í hliðargötum við Laugaveg, í Grjótaþorpinu, við Hlemm, á Hafnarbakkanum og alla leið út á Granda. „Í rauninni hefur miðbærinn stækkað mjög mikið undanfarin ár og í framtíðinni mun þetta teygja sig alla leið upp á Suðurlandsbrautina,“ segir Sigurborg.Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúðarinnar, sagði í vikunni að um 35 þúsund sæti væru fyrir matargesti í miðborginni. Vísir/Vilhelm.„Þetta er ákveðinn markaður sem ríkir hér og ef það er eftirspurn eftir fleiri veitingastöðum þá opna fleiri veitingastaðir. Mér finnst ekki eðlilegt að við sem stjórnvald séum að fara að grípa beint inn í það.“Miðborgin í örum vexti Sigurborg bendir á að sé rýnt í nýjustu tölur, sem teknar voru saman í vikunni, um fjölda veitingastaða og verslana í miðborginni þá kemur í ljós að 59 verslanir og veitingastaðir hafa opnað þar á síðustu átján mánuðum. Þar af eru sex sem hafa fært sig um set í miðbænum. „Það er óhætt að segja að það eru miklu fleiri staðir að opna en loka og miðborgin hefur aldrei verið blómlegri en akkúrat núna,“ segir Sigurborg. Hún segir miðborgina það svæði í Reykjavík sem sé í mestri sókn. Þetta sé hluti af alþjóðlegri þróun þar sem fólk sækir minna í stórar verslunarmiðstöðvar en beinir sjónum sínum frekar að miðbæjum þar sem það sæki í mannlíf og matarmenningu.
Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira