Ósætti með samskipti við borgina vegna ástandsins í Fossvogsskóla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2019 20:00 Skólahald hefst á ný í Fossvogsskóla í næstu viku þrátt fyrir að rakaskemmdir séu enn á austurhlið hússins. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir húsnæðið öruggt en nokkrir foreldrar ætla ekki að senda börn sín í skólann á fimmtudaginn. Forsaga málsins er sú að í Fossvogsskóla fundust raka- og loftgæðavandamál um miðjan mars og var skólanum lokað á meðan ráðist var í framkvæmdir. Sjá einnig: Foreldrar bálreiðir á hitafundi í Fossvogsskóla Í síðustu viku var aðstandendum nemenda greint frá því að framkvæmdum verði ekki lokið áður en skólastarf hefst í næstu viku. Enn eru rakaskemmdir á austurhlið skólans og verður skólahald því í öðrum hlutum byggingarinnar. Helga Guðmundsdóttir er foreldri barns í Fossvogsskóla.Vísir/SIGURJÓN „Ég held að margir hafi álitið að þegar skólinn yrði tekinn í notkun þá yrði hann tilbúinn. Það var gengið út frá því. Það er ljóst að svo verður ekki,“ segir Helga Guðmundsdóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur segir að borgin hafi í einu og öllu farið eftir fyrirmælum heilbrigðiseftirlitsins. „Auðvitað eru vonbrigði að við þurfum að þétta í húsinu því það eru ekki allir hlutar hússins tilbúnir til afhendingar því það á eftir að klára ákveðin atriði,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Aðspurður hvort öruggt sé að senda börn í skólann á meðan enn sé rakaskemmdir að finna segir hann að svo sé. „Við getum sagt já miðað við leiðbeiningarnar og það sem búið er að segja okkur þá er þetta öruggt skólahúsnæði,“ segir Helgi. Mikillar reiði gætti meðal foreldra á fundi í Fossvogsskóla í gærkvöldi, sér í lagi vegna ákvörðunar um að bera aftur inn í skólann bækur og húsgögn. Helga segist þó afar þakklát starfsfólki skólans fyrir að halda skólastarfi gangandi miðað við aðstæður. „Það var búið að fullvissa nokkra foreldra um það að það yrði ekki gert. Það getur reynst afar erfitt og sumir segja ómögulegt að þrífa blöð og svamp þannig að það sé alveg öruggt að ekki sé gró í blöðunum og svampnum.“ Mynd tekin af Fossvogsskóla í dag.Vísir/Egill Hún segir að fátt hafi verið um svör frá borginni á fundinum í gær. „Þeir sem hefðu helst þurft að vera þarna voru ekki á staðnum til að svara fyrir.“ Helgi hafði sjálfur ekki tök á því að mæta á fundinn. „En þarna voru fulltrúar frá Verkís, sú verkfræðistofa sem hefur fylgst náið með framkvæmdunum.“ Í samtali við fréttastofu sögðu nokkrir foreldrar að þau hafi ákveðið að senda börnin sín ekki í Fossvogsskóla þegar skólahald hefst í næstu viku vegna ástandsins. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Skólahald hefst á ný í Fossvogsskóla í næstu viku þrátt fyrir að rakaskemmdir séu enn á austurhlið hússins. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir húsnæðið öruggt en nokkrir foreldrar ætla ekki að senda börn sín í skólann á fimmtudaginn. Forsaga málsins er sú að í Fossvogsskóla fundust raka- og loftgæðavandamál um miðjan mars og var skólanum lokað á meðan ráðist var í framkvæmdir. Sjá einnig: Foreldrar bálreiðir á hitafundi í Fossvogsskóla Í síðustu viku var aðstandendum nemenda greint frá því að framkvæmdum verði ekki lokið áður en skólastarf hefst í næstu viku. Enn eru rakaskemmdir á austurhlið skólans og verður skólahald því í öðrum hlutum byggingarinnar. Helga Guðmundsdóttir er foreldri barns í Fossvogsskóla.Vísir/SIGURJÓN „Ég held að margir hafi álitið að þegar skólinn yrði tekinn í notkun þá yrði hann tilbúinn. Það var gengið út frá því. Það er ljóst að svo verður ekki,“ segir Helga Guðmundsdóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur segir að borgin hafi í einu og öllu farið eftir fyrirmælum heilbrigðiseftirlitsins. „Auðvitað eru vonbrigði að við þurfum að þétta í húsinu því það eru ekki allir hlutar hússins tilbúnir til afhendingar því það á eftir að klára ákveðin atriði,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Aðspurður hvort öruggt sé að senda börn í skólann á meðan enn sé rakaskemmdir að finna segir hann að svo sé. „Við getum sagt já miðað við leiðbeiningarnar og það sem búið er að segja okkur þá er þetta öruggt skólahúsnæði,“ segir Helgi. Mikillar reiði gætti meðal foreldra á fundi í Fossvogsskóla í gærkvöldi, sér í lagi vegna ákvörðunar um að bera aftur inn í skólann bækur og húsgögn. Helga segist þó afar þakklát starfsfólki skólans fyrir að halda skólastarfi gangandi miðað við aðstæður. „Það var búið að fullvissa nokkra foreldra um það að það yrði ekki gert. Það getur reynst afar erfitt og sumir segja ómögulegt að þrífa blöð og svamp þannig að það sé alveg öruggt að ekki sé gró í blöðunum og svampnum.“ Mynd tekin af Fossvogsskóla í dag.Vísir/Egill Hún segir að fátt hafi verið um svör frá borginni á fundinum í gær. „Þeir sem hefðu helst þurft að vera þarna voru ekki á staðnum til að svara fyrir.“ Helgi hafði sjálfur ekki tök á því að mæta á fundinn. „En þarna voru fulltrúar frá Verkís, sú verkfræðistofa sem hefur fylgst náið með framkvæmdunum.“ Í samtali við fréttastofu sögðu nokkrir foreldrar að þau hafi ákveðið að senda börnin sín ekki í Fossvogsskóla þegar skólahald hefst í næstu viku vegna ástandsins.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira