Ekki skylda að leggja sæstreng Ari Brynjólfsson skrifar 17. ágúst 2019 07:15 Utanríkismálanefnd hélt nokkra opna fundi um þriðja orkupakkann síðasta vor. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það komu ekki fram neinar nýjar upplýsingar sem breyta okkar afstöðu. Það voru allir sammála um að það er ekkert í þriðja orkupakkanum sem skyldar Ísland til að leggja sæstreng,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Fimm gestir komu á fund nefndarinnar í gær til að ræða þriðja orkupakkann. Níu gestir til viðbótar koma á fund á mánudag. Til snarpra orðaskipta kom á milli þingmanna og Arnars Þórs Jónssonar, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, á fundinum. Arnar Þór, líkt og aðrir sem tala gegn þriðja orkupakkanum, var þar í boði fulltrúa Miðflokksins. Hann sagði að með innleiðingu orkupakkans myndi Ísland veikja varnir sínar gagnvart þeim sem vilja leggja sæstreng. Sagði hann einnig „lágmarkskröfu að lög frá Alþingi byggi á staðreyndum en ekki spádómum“. Þessi orð fóru ekki vel í þingmenn. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar, segir framgöngu Arnars Þórs óboðlega. Hann hafi vænt þingmenn um að virða ekki stjórnarskrá, grafa undan fullveldi þjóðarinnar og dregið alvarlega í efa getu þingmanna til að taka upplýstar ákvarðanir. „Við erum kjörnir fulltrúar og mér finnst þetta ekki endurspegla virðingu gagnvart löggjafarvaldinu. En þessi maður vinnur við að dæma eftir lögum sem við setjum,“ segir Rósa Björk. „Mér finnst alveg spurning, eftir þessa framkomu í dag og skrif hans að undanförnu, að velta upp hvort hann sé óhæfur til að dæma í málum sem snerta EES-samninginn og Mannréttindadómstól Evrópu, sem hann hefur líka verið að tjá sig harkalega um.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir málflutning andstæðinga orkupakkans ekki sannfærandi. „Þetta er orðin yfirgengileg della.“ Röksemdafærsla þeirra sé í besta falli útsnúningur. Áslaug Arna segir málið hafa oft komið fyrir þingið á síðustu tíu árum og nú sé verið að klára það. „Það var klárað að mestu leyti í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs [Gunnlaugssonar] og Gunnars Braga [Sveinssonar], núna er eftir að aflétta stjórnskipulega fyrirvaranum og breyta lögum um sjálfstæði Orkustofnunar. Annað er búið. Við erum búin að fá þær undanþágur og fyrirvara sem óskað var eftir. Það er ekkert í málinu sem er að hræðast,“ segir Áslaug Arna. Ekki komi til greina að hætta við innleiðinguna. „Við eigum ekki að nota öryggisventilinn sem EES-samningurinn býður upp á nema rík ástæða sé fyrir hendi.“ Undir það tekur Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild HR, sem kom fyrir nefndina. „Þeir sem eru mest að gagnrýna þriðja orkupakkann vilja meina að í þessu felist skylda til að leggja sæstreng eða heimila lögaðilum að leggja sæstreng. Hvað við ætlum að ná fram með því að synja upptöku er algjörlega óljóst,“ segir Margrét. Varðandi umræðuna og andstöðu almennings segir Áslaug Arna það taka meiri tíma að útskýra afstöðu þeirra sem styðja málið en þeirra sem finna pakkanum allt til foráttu. „Það er auðvelt að hræða fólk. Okkur er öllum annt um fullveldið okkar og auðlindirnar. Málið er auðvitað flókið og auðvelt að þæfa það, en við sem höfum sett okkur vandlega inn í málið, leitað til sérfræðinga, við erum fullviss um að það sé ekkert að hræðast.“Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir framkomu dómara við kjörna fulltrúa umhugsunarefni Upp úr sauð á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina til að ræða þriðja orkupakkann. 16. ágúst 2019 21:00 „Það stóðu öll spjót á mér“ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. 16. ágúst 2019 14:57 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Það komu ekki fram neinar nýjar upplýsingar sem breyta okkar afstöðu. Það voru allir sammála um að það er ekkert í þriðja orkupakkanum sem skyldar Ísland til að leggja sæstreng,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Fimm gestir komu á fund nefndarinnar í gær til að ræða þriðja orkupakkann. Níu gestir til viðbótar koma á fund á mánudag. Til snarpra orðaskipta kom á milli þingmanna og Arnars Þórs Jónssonar, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, á fundinum. Arnar Þór, líkt og aðrir sem tala gegn þriðja orkupakkanum, var þar í boði fulltrúa Miðflokksins. Hann sagði að með innleiðingu orkupakkans myndi Ísland veikja varnir sínar gagnvart þeim sem vilja leggja sæstreng. Sagði hann einnig „lágmarkskröfu að lög frá Alþingi byggi á staðreyndum en ekki spádómum“. Þessi orð fóru ekki vel í þingmenn. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar, segir framgöngu Arnars Þórs óboðlega. Hann hafi vænt þingmenn um að virða ekki stjórnarskrá, grafa undan fullveldi þjóðarinnar og dregið alvarlega í efa getu þingmanna til að taka upplýstar ákvarðanir. „Við erum kjörnir fulltrúar og mér finnst þetta ekki endurspegla virðingu gagnvart löggjafarvaldinu. En þessi maður vinnur við að dæma eftir lögum sem við setjum,“ segir Rósa Björk. „Mér finnst alveg spurning, eftir þessa framkomu í dag og skrif hans að undanförnu, að velta upp hvort hann sé óhæfur til að dæma í málum sem snerta EES-samninginn og Mannréttindadómstól Evrópu, sem hann hefur líka verið að tjá sig harkalega um.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir málflutning andstæðinga orkupakkans ekki sannfærandi. „Þetta er orðin yfirgengileg della.“ Röksemdafærsla þeirra sé í besta falli útsnúningur. Áslaug Arna segir málið hafa oft komið fyrir þingið á síðustu tíu árum og nú sé verið að klára það. „Það var klárað að mestu leyti í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs [Gunnlaugssonar] og Gunnars Braga [Sveinssonar], núna er eftir að aflétta stjórnskipulega fyrirvaranum og breyta lögum um sjálfstæði Orkustofnunar. Annað er búið. Við erum búin að fá þær undanþágur og fyrirvara sem óskað var eftir. Það er ekkert í málinu sem er að hræðast,“ segir Áslaug Arna. Ekki komi til greina að hætta við innleiðinguna. „Við eigum ekki að nota öryggisventilinn sem EES-samningurinn býður upp á nema rík ástæða sé fyrir hendi.“ Undir það tekur Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild HR, sem kom fyrir nefndina. „Þeir sem eru mest að gagnrýna þriðja orkupakkann vilja meina að í þessu felist skylda til að leggja sæstreng eða heimila lögaðilum að leggja sæstreng. Hvað við ætlum að ná fram með því að synja upptöku er algjörlega óljóst,“ segir Margrét. Varðandi umræðuna og andstöðu almennings segir Áslaug Arna það taka meiri tíma að útskýra afstöðu þeirra sem styðja málið en þeirra sem finna pakkanum allt til foráttu. „Það er auðvelt að hræða fólk. Okkur er öllum annt um fullveldið okkar og auðlindirnar. Málið er auðvitað flókið og auðvelt að þæfa það, en við sem höfum sett okkur vandlega inn í málið, leitað til sérfræðinga, við erum fullviss um að það sé ekkert að hræðast.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir framkomu dómara við kjörna fulltrúa umhugsunarefni Upp úr sauð á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina til að ræða þriðja orkupakkann. 16. ágúst 2019 21:00 „Það stóðu öll spjót á mér“ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. 16. ágúst 2019 14:57 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Segir framkomu dómara við kjörna fulltrúa umhugsunarefni Upp úr sauð á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina til að ræða þriðja orkupakkann. 16. ágúst 2019 21:00
„Það stóðu öll spjót á mér“ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. 16. ágúst 2019 14:57
Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent