Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 13:24 Andri Snær Magnason. Minnisvarði um OK, sem formlega hefur misst titil sinn sem jökull, verður afhjúpaður á morgun. Á næstu þrjátíu árum gætu örlög Snæfellsjökuls orðið hin sömu að sögn Andra Snæs Magnasonar, rithöfundar og umhverfisverndarsinna. Hann telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. Gengið verður frá Kaldadal og að Oki sem er fyrsti nafnkunni jökullinn á Íslandi sem missir formlega titil sinn sem slíkur. Andri Snær Magnason ritaði textann á minnismerkinu sem komið verður fyrir við jökulinn við formlega athöfn en hann segir það stefni í að viðburðurinn verði mun stærri en gert var ráð fyrir í fyrstu.Sjá einnig: Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum „Þetta hefur fengið mikla athygli heimsins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kemur með okkur á morgun og Mary Robinson, fyrrum forseti Írlands og líka Guðmundur Ingi umhverfisráðherra,“ segir Andri Snær. Framtakið kemur frá tveimur vísindamönnum við Rice háskóla í Texas sem hafa rannsakað stórflóð og áhrif loftslagsbreytinga um allan heim. „Jökull, þegar hann missir ákveðna þykkt þá hættir hann í rauninni að hafa eðli jökuls og hættir að hreyfast undan eigin þunga og Ok er eiginlega bara orðinn skafl,“ segir Andri Snær. Sama þróun sé að eiga sér stað í öðrum jöklum hér á landi.Minnismerkið um Ok sem Andri Snær var fenginn til að skrifa.„Snæfellsjökull verður örugglega sá sem við munum sakna mest, hann fer líklegast á næstu 30 árum samkvæmt vísindamönnum. Síðan eru 400 jöklar á Íslandi og þeir eru allir á leiðinni á næstu svona 100-150 árum, kannski verða einhverjir eftir í Hvannadalshnjúk eða svona í efstu sköflum, efstu tindum. En en þeir eru allir að fara á hraða sem að hefur í rauninni aldrei sést áður,“ útskýrir Andri Snær. Hann segist hafa grun um að tíðinda sé að vænta eftir helgi. „Þetta hittir akkúrat á að Angela Merkel og norrænu leiðtogarnir eru allir að koma til landsins, ég held að sá fundur hefjist á þriðjudaginn. Og á sama tíma er Greta Thunberg undan ströndum Íslands á leiðinni Fjallabaksleiðina á loftslagsráðstenfuna í New York. Þannig að maður mundi halda að þessi fundur í Reykjavík gæti alveg orðið sögulegur, ef að fólk áttar sig á því að síðasta sumar var heitasta sumar mannkynssögunnar samkvæmt vísindamönnum og þessir leiðtogar hljóta að setja þetta verkefni í forgang og búa sér til mjög kannski róttæka, jafnvel metnaðarfulla yfirlýsingu.“ Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Minnisvarði um OK, sem formlega hefur misst titil sinn sem jökull, verður afhjúpaður á morgun. Á næstu þrjátíu árum gætu örlög Snæfellsjökuls orðið hin sömu að sögn Andra Snæs Magnasonar, rithöfundar og umhverfisverndarsinna. Hann telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. Gengið verður frá Kaldadal og að Oki sem er fyrsti nafnkunni jökullinn á Íslandi sem missir formlega titil sinn sem slíkur. Andri Snær Magnason ritaði textann á minnismerkinu sem komið verður fyrir við jökulinn við formlega athöfn en hann segir það stefni í að viðburðurinn verði mun stærri en gert var ráð fyrir í fyrstu.Sjá einnig: Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum „Þetta hefur fengið mikla athygli heimsins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kemur með okkur á morgun og Mary Robinson, fyrrum forseti Írlands og líka Guðmundur Ingi umhverfisráðherra,“ segir Andri Snær. Framtakið kemur frá tveimur vísindamönnum við Rice háskóla í Texas sem hafa rannsakað stórflóð og áhrif loftslagsbreytinga um allan heim. „Jökull, þegar hann missir ákveðna þykkt þá hættir hann í rauninni að hafa eðli jökuls og hættir að hreyfast undan eigin þunga og Ok er eiginlega bara orðinn skafl,“ segir Andri Snær. Sama þróun sé að eiga sér stað í öðrum jöklum hér á landi.Minnismerkið um Ok sem Andri Snær var fenginn til að skrifa.„Snæfellsjökull verður örugglega sá sem við munum sakna mest, hann fer líklegast á næstu 30 árum samkvæmt vísindamönnum. Síðan eru 400 jöklar á Íslandi og þeir eru allir á leiðinni á næstu svona 100-150 árum, kannski verða einhverjir eftir í Hvannadalshnjúk eða svona í efstu sköflum, efstu tindum. En en þeir eru allir að fara á hraða sem að hefur í rauninni aldrei sést áður,“ útskýrir Andri Snær. Hann segist hafa grun um að tíðinda sé að vænta eftir helgi. „Þetta hittir akkúrat á að Angela Merkel og norrænu leiðtogarnir eru allir að koma til landsins, ég held að sá fundur hefjist á þriðjudaginn. Og á sama tíma er Greta Thunberg undan ströndum Íslands á leiðinni Fjallabaksleiðina á loftslagsráðstenfuna í New York. Þannig að maður mundi halda að þessi fundur í Reykjavík gæti alveg orðið sögulegur, ef að fólk áttar sig á því að síðasta sumar var heitasta sumar mannkynssögunnar samkvæmt vísindamönnum og þessir leiðtogar hljóta að setja þetta verkefni í forgang og búa sér til mjög kannski róttæka, jafnvel metnaðarfulla yfirlýsingu.“
Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda