Atlantshafssigling Gretu Thunberg eins og „útilega í rússíbana“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2019 18:17 Siglingin hófst á miðvikudaginn. Vísir/Getty Í dag eru fjórir dagar liðnir af tveggja vikna siglingu sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg á leið hennar yfir Atlantshafið frá Bretlandi til Bandaríkjanna á tvær loftslagsráðstefnur. Hún segist hingað til ekki hafa fundið fyrir neinni sjóveiki. Thunberg, sem er sextán ára gömul, hefur vakið heimsathygli fyrir skólaverkfall sitt fyrir loftslagsaðgerðum sem hefur breiðst út til fjölda landa. Henni er boðið á loftslagsþingið í New York í september og í Santiago í Síle í desember. Sigling á umhverfisvænni keppnisskútu þvert yfir Atlantshafið var eini möguleikinn á því að koma henni á ráðstefnurnar þar sem hún flýgur ekki til að draga úr kolefnisfótspori sínu. Thunberg lagði af stað frá Plymouth í Bretlandi á miðvikudaginn um borð í skútunni Maliza II, áhafnarmeðlimir eru fjórir, þar á meðal Svante, faðir Thunberg. Ferðin gekk þó brösuglega í en vont var í sjóinn fyrstu dagana. Ágúst ekki tilvalinn mánuður til að ferðast yfir Atlantshafið, að því er segir í frétt Guardian. Í uppfærslu á Twitter segir Thunberg þó að nú sé rólegri sjór framundan og allt hafi gengið vel hingað til. „Borða og sef vel og engin sjóveiki hingað til. Lífið um birð í Maliza II er eins og útilega í rússíbana,“ skrifar hún á Twitter. Föruneytið á eftir um 2.500 sjómilna ferðalag til Bandaríkjanna en reiknað er með að siglingin taki um tvær vikur.Day 4. Pos 46° 20‘ N 015° 46‘ W Eating and sleeping well and no sea sickness so far. Life on Malizia II is like camping on a roller coaster! pic.twitter.com/pf1PnqYCov — Greta Thunberg (@GretaThunberg) August 17, 2019 Fylgjast má með ferðalagi Thunberg hér að neðan. Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg ætlar að sigla vestur um haf á loftslagsráðstefnu Sænski aðgerðasinninn ungi segir það líklega ekki hafa neitt upp á sig að funda með Trump þegar hún heimsækir Bandaríkin í haust. Hann hlusti hvorki á vísindi né vísindamenn, hvað þá ómenntað barn. 29. júlí 2019 16:12 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Sjá meira
Í dag eru fjórir dagar liðnir af tveggja vikna siglingu sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg á leið hennar yfir Atlantshafið frá Bretlandi til Bandaríkjanna á tvær loftslagsráðstefnur. Hún segist hingað til ekki hafa fundið fyrir neinni sjóveiki. Thunberg, sem er sextán ára gömul, hefur vakið heimsathygli fyrir skólaverkfall sitt fyrir loftslagsaðgerðum sem hefur breiðst út til fjölda landa. Henni er boðið á loftslagsþingið í New York í september og í Santiago í Síle í desember. Sigling á umhverfisvænni keppnisskútu þvert yfir Atlantshafið var eini möguleikinn á því að koma henni á ráðstefnurnar þar sem hún flýgur ekki til að draga úr kolefnisfótspori sínu. Thunberg lagði af stað frá Plymouth í Bretlandi á miðvikudaginn um borð í skútunni Maliza II, áhafnarmeðlimir eru fjórir, þar á meðal Svante, faðir Thunberg. Ferðin gekk þó brösuglega í en vont var í sjóinn fyrstu dagana. Ágúst ekki tilvalinn mánuður til að ferðast yfir Atlantshafið, að því er segir í frétt Guardian. Í uppfærslu á Twitter segir Thunberg þó að nú sé rólegri sjór framundan og allt hafi gengið vel hingað til. „Borða og sef vel og engin sjóveiki hingað til. Lífið um birð í Maliza II er eins og útilega í rússíbana,“ skrifar hún á Twitter. Föruneytið á eftir um 2.500 sjómilna ferðalag til Bandaríkjanna en reiknað er með að siglingin taki um tvær vikur.Day 4. Pos 46° 20‘ N 015° 46‘ W Eating and sleeping well and no sea sickness so far. Life on Malizia II is like camping on a roller coaster! pic.twitter.com/pf1PnqYCov — Greta Thunberg (@GretaThunberg) August 17, 2019 Fylgjast má með ferðalagi Thunberg hér að neðan.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg ætlar að sigla vestur um haf á loftslagsráðstefnu Sænski aðgerðasinninn ungi segir það líklega ekki hafa neitt upp á sig að funda með Trump þegar hún heimsækir Bandaríkin í haust. Hann hlusti hvorki á vísindi né vísindamenn, hvað þá ómenntað barn. 29. júlí 2019 16:12 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Sjá meira
Thunberg ætlar að sigla vestur um haf á loftslagsráðstefnu Sænski aðgerðasinninn ungi segir það líklega ekki hafa neitt upp á sig að funda með Trump þegar hún heimsækir Bandaríkin í haust. Hann hlusti hvorki á vísindi né vísindamenn, hvað þá ómenntað barn. 29. júlí 2019 16:12