Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2019 11:30 Áróðursmynd sem fylgir einni keyptu færslnanna. Á henni sést Adolf Hitler yfir Hallgrímskirkju í Reykjavík með áróðri gegn fjölmenningu. Skjáskot Hópur nafnlausra íslenskra nasista beinir nú keyptum auglýsingum að yngra fólki á samfélagsmiðlinum. Í einni auglýsinganna sést andlit Adolfs Hitler en í þeim er rekinn áróður gegn fjölmenningu og fyrir „tilveru norrænna þjóða“. Keyptu Facebook-færslurnar koma frá síðu sem kallar sig „Síðasta vígið“. Hún virðist hafa verið stofnuð í gær. Á síðunni er hlekkjað á vefsíðu hópsins Norðurvígis sem virðist vera hópur íslenskra nasista. Þar kemur fram að hugsjónir hópsins séu meðal annars að „stuðla að brottför meirihluta fólks sem er ekki af Norður-Evrópskum [svo] uppruna eins fljótt og mögulegt er“. Kennir hópurinn sig við norræna mótstöðuhreyfingu. Í stefnuskránni birtist einnig andúð á gyðingum sem eru sagðir „stjórna stórum hluta þessa heims“. Á Facebook kemur fram að keyptu færslunum sé beint að fólki 42 ára og yngra sem býr eða hefur verið nýlega á Íslandi. Í einni þeirra sést mynd af andliti Adolfs Hitler, leiðtoga þriðja ríkis nasista í Þýskalandi, voma yfir Reykjavík. „Hvert þykistu vera að fara hvíti maður? Viltu fjölmenningu eða norrænt þjóðríki,“ segir í texta á myndinni. Engar upplýsingar er að finna á vefsíðu Norðurvígis eða á Facebook-síðunni Síðasta vígið hver stendur að hópunum eða hver fjármagnar keyptar færslur á samfélagsmiðlum. Fyrirspurn sem Vísir sendi í gegnum vefsíðu Norðurvígis var ekki svarað strax.Dæmi um keypta færslu frá hópi sem íslenskir nasistar virðast halda úti. Færslan birtist Facebook-notendum í yngri kantinum á Íslandi.Skjáskot Facebook Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira
Hópur nafnlausra íslenskra nasista beinir nú keyptum auglýsingum að yngra fólki á samfélagsmiðlinum. Í einni auglýsinganna sést andlit Adolfs Hitler en í þeim er rekinn áróður gegn fjölmenningu og fyrir „tilveru norrænna þjóða“. Keyptu Facebook-færslurnar koma frá síðu sem kallar sig „Síðasta vígið“. Hún virðist hafa verið stofnuð í gær. Á síðunni er hlekkjað á vefsíðu hópsins Norðurvígis sem virðist vera hópur íslenskra nasista. Þar kemur fram að hugsjónir hópsins séu meðal annars að „stuðla að brottför meirihluta fólks sem er ekki af Norður-Evrópskum [svo] uppruna eins fljótt og mögulegt er“. Kennir hópurinn sig við norræna mótstöðuhreyfingu. Í stefnuskránni birtist einnig andúð á gyðingum sem eru sagðir „stjórna stórum hluta þessa heims“. Á Facebook kemur fram að keyptu færslunum sé beint að fólki 42 ára og yngra sem býr eða hefur verið nýlega á Íslandi. Í einni þeirra sést mynd af andliti Adolfs Hitler, leiðtoga þriðja ríkis nasista í Þýskalandi, voma yfir Reykjavík. „Hvert þykistu vera að fara hvíti maður? Viltu fjölmenningu eða norrænt þjóðríki,“ segir í texta á myndinni. Engar upplýsingar er að finna á vefsíðu Norðurvígis eða á Facebook-síðunni Síðasta vígið hver stendur að hópunum eða hver fjármagnar keyptar færslur á samfélagsmiðlum. Fyrirspurn sem Vísir sendi í gegnum vefsíðu Norðurvígis var ekki svarað strax.Dæmi um keypta færslu frá hópi sem íslenskir nasistar virðast halda úti. Færslan birtist Facebook-notendum í yngri kantinum á Íslandi.Skjáskot
Facebook Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira