Billie Jean King vill að bandarísku landsliðskonurnar kljúfi sig út úr knattspyrnusambandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 14:30 Billie Jean King er skemmtileg týpa. Getty/ Kevork Djansezian Tennisgoðsögnin Billie Jean King barðist á sínum tíma fyrir jafnrétti kynjanna innan tennisheimsins og nú hefur hún blandað sér inn í baráttuna fyrir jafnrétti í launum fyrir bandarísku landsliðskonurnar í knattspyrnu. Bandarísku landsliðskonurnar ætla með mál sitt fyrir dómstóla eftir að ekkert kom út málamiðlun á milli þeirra og bandaríska knattspyrnusambandsins. Forráðamenn bandaríska knattspyrnusambandsins eru ekki tilbúnir að stíga alla leið hvað varðar að koma á sömu launum hjá landsliðskörlum og landsliðskonum. Vandamál þeirra er að landsliðskonurnar gefa ekki þumlung eftir ekki frekar en inn á knattspyrnuvellinum sjálfum. „Við sættum okkur við ekkert annað en sömu laun,“ sagði stórstjarnan og fyrirliðinn Megan Rapinoe í sjónvarpsþættinum Good Morning America. Nú síðast hafa bandarísku landsliðskonurnar fengið liðsinni frá konu sem þekkir það vel að vera í slíkri baráttu í karlaheimi. Á áttunda áratugnum fékk Billie Jean King átta aðrar tenniskonur í fremstu röð til að hóta því að neita að spila ef tennisforystan færi ekki að borga þeim jafnmikið og körlunum. Þetta mál náði síðan ákveðnu hámarki þegar Billie Jean King vann Bobby Riggs í „Battle of the Sexes" tennisleiknum og átti með því stóran þátt að tenniskonur hafa verið í forystu þegar kemur að standa jafnfætis körlunum hvað varðar athygli og verðlaunafé.MCMANUS: Should @USWNT break away from US Soccer? Billie Jean King says YES!https://t.co/I5ZDW1Bqyk@BillieJeanKing@janesportspic.twitter.com/IKldxpNZYw — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 17, 2019„Kannski ættu konurnar að kljúfa sig út úr knattspyrnusambandinu,“ sagði Billie Jean King í viðtali við Daily News en sagði jafnframt að hún geri sér vel grein fyrir því að það er allt annað en auðvelt. Alþjóða knattspyrnusambandið ræður og þar er á ferðinni mikið karlaveldi. Konurnar á HM í sumar fengu sem dæmi aðeins tíu prósent af því verðlaunafé sem karlarnir fengu á HM 2018. Bandaríska kvennalandsliðið hefur unnið fjóra heimsmeistaratitla þar af tvo í röð. Það eru þær sem hafa komið bandarískri knattspyrnu á kortið en ekki karlaliðið sem komst ekki einu sinni inn á síðasta heimsmeistaramót. Billie Jean King er líka sannfærð um að róttæk aðgerð eins og hún nefndi hér á undan yrði vel tekið. „Þær yrðu hetjur. Þær myndu fá meiri stuðning en þeim getur dreymt um,“ sagði King. King segir að bandaríska knattspyrnusambandið hafi enga gilda afsökun fyrir því að borga kynjunum ekki það sama. Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Tennisgoðsögnin Billie Jean King barðist á sínum tíma fyrir jafnrétti kynjanna innan tennisheimsins og nú hefur hún blandað sér inn í baráttuna fyrir jafnrétti í launum fyrir bandarísku landsliðskonurnar í knattspyrnu. Bandarísku landsliðskonurnar ætla með mál sitt fyrir dómstóla eftir að ekkert kom út málamiðlun á milli þeirra og bandaríska knattspyrnusambandsins. Forráðamenn bandaríska knattspyrnusambandsins eru ekki tilbúnir að stíga alla leið hvað varðar að koma á sömu launum hjá landsliðskörlum og landsliðskonum. Vandamál þeirra er að landsliðskonurnar gefa ekki þumlung eftir ekki frekar en inn á knattspyrnuvellinum sjálfum. „Við sættum okkur við ekkert annað en sömu laun,“ sagði stórstjarnan og fyrirliðinn Megan Rapinoe í sjónvarpsþættinum Good Morning America. Nú síðast hafa bandarísku landsliðskonurnar fengið liðsinni frá konu sem þekkir það vel að vera í slíkri baráttu í karlaheimi. Á áttunda áratugnum fékk Billie Jean King átta aðrar tenniskonur í fremstu röð til að hóta því að neita að spila ef tennisforystan færi ekki að borga þeim jafnmikið og körlunum. Þetta mál náði síðan ákveðnu hámarki þegar Billie Jean King vann Bobby Riggs í „Battle of the Sexes" tennisleiknum og átti með því stóran þátt að tenniskonur hafa verið í forystu þegar kemur að standa jafnfætis körlunum hvað varðar athygli og verðlaunafé.MCMANUS: Should @USWNT break away from US Soccer? Billie Jean King says YES!https://t.co/I5ZDW1Bqyk@BillieJeanKing@janesportspic.twitter.com/IKldxpNZYw — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 17, 2019„Kannski ættu konurnar að kljúfa sig út úr knattspyrnusambandinu,“ sagði Billie Jean King í viðtali við Daily News en sagði jafnframt að hún geri sér vel grein fyrir því að það er allt annað en auðvelt. Alþjóða knattspyrnusambandið ræður og þar er á ferðinni mikið karlaveldi. Konurnar á HM í sumar fengu sem dæmi aðeins tíu prósent af því verðlaunafé sem karlarnir fengu á HM 2018. Bandaríska kvennalandsliðið hefur unnið fjóra heimsmeistaratitla þar af tvo í röð. Það eru þær sem hafa komið bandarískri knattspyrnu á kortið en ekki karlaliðið sem komst ekki einu sinni inn á síðasta heimsmeistaramót. Billie Jean King er líka sannfærð um að róttæk aðgerð eins og hún nefndi hér á undan yrði vel tekið. „Þær yrðu hetjur. Þær myndu fá meiri stuðning en þeim getur dreymt um,“ sagði King. King segir að bandaríska knattspyrnusambandið hafi enga gilda afsökun fyrir því að borga kynjunum ekki það sama.
Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira