Facebook hefur lokað síðunni sem dreifði nasistaáróðri til ungra karlmanna Eiður Þór Árnason skrifar 19. ágúst 2019 23:45 Áróðursmynd sem fylgdi einni keyptu færslnanna. Á henni sést Adolf Hitler yfir Hallgrímskirkju í Reykjavík með áróðri gegn fjölmenningu. Skjáskot Facebook hefur lokað síðunni sem gekk undir nafninu „Síðasta vígið,“ vegna brota á reglum miðilsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Facebook sem borist hefur þeim notendum sem tilkynntu síðuna. Samkvæmt upplýsingum frá Facebook var umrædd síða stofnuð síðasta laugardag og beindi nafnlaus stjórnandi hennar keyptum auglýsingum að karlmönnum á Íslandi á aldrinum 40 ára og yngri. Í einni auglýsinganna sást andlit Adolfs Hitler en í þeim öllum var rekinn áróður gegn fjölmenningu og fyrir „tilveru norrænna þjóða.“ Á Facebook síðunni var hlekkjað á vefsíðu Norrænu mótstöðuhreyfingunnar en í færslu á vefsíðu hennar sver hún af sér öll tengsl við Facebook síðuna og segir að hópurinn hafi ekki vitað um auglýsingarnar áður en þeim var dreift.Sjá einnig:Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á FacebookSkjáskot sem Vísir hefur undir höndumÍ færslu hreyfingarinnar er jafnframt greint frá því að forsvarsmönnum hennar hafi borist tölvupóstur frá ónefndum stjórnanda Facebook síðunnar sem fullyrti að um tíu þúsund Íslendingar hefðu séð auglýsingarnar um helgina. Þess má geta að erfitt er að ganga úr skugga um að sú fullyrðing sé sönn. Ekki kemur fram í tilkynningunni frá Facebook hvaða brot leiddi til þess að umræddri síðu var lokað, en meðal þeirra fjölmörgu takmarkana sem Facebook setur um efni notenda á miðlinum er bann við hatursorðræðu. Facebook Tengdar fréttir Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á Facebook Nasistaáróður, meðal annars með andliti Adolfs Hitler, birtist nú íslenskum Facebook-notendum. 18. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Facebook hefur lokað síðunni sem gekk undir nafninu „Síðasta vígið,“ vegna brota á reglum miðilsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Facebook sem borist hefur þeim notendum sem tilkynntu síðuna. Samkvæmt upplýsingum frá Facebook var umrædd síða stofnuð síðasta laugardag og beindi nafnlaus stjórnandi hennar keyptum auglýsingum að karlmönnum á Íslandi á aldrinum 40 ára og yngri. Í einni auglýsinganna sást andlit Adolfs Hitler en í þeim öllum var rekinn áróður gegn fjölmenningu og fyrir „tilveru norrænna þjóða.“ Á Facebook síðunni var hlekkjað á vefsíðu Norrænu mótstöðuhreyfingunnar en í færslu á vefsíðu hennar sver hún af sér öll tengsl við Facebook síðuna og segir að hópurinn hafi ekki vitað um auglýsingarnar áður en þeim var dreift.Sjá einnig:Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á FacebookSkjáskot sem Vísir hefur undir höndumÍ færslu hreyfingarinnar er jafnframt greint frá því að forsvarsmönnum hennar hafi borist tölvupóstur frá ónefndum stjórnanda Facebook síðunnar sem fullyrti að um tíu þúsund Íslendingar hefðu séð auglýsingarnar um helgina. Þess má geta að erfitt er að ganga úr skugga um að sú fullyrðing sé sönn. Ekki kemur fram í tilkynningunni frá Facebook hvaða brot leiddi til þess að umræddri síðu var lokað, en meðal þeirra fjölmörgu takmarkana sem Facebook setur um efni notenda á miðlinum er bann við hatursorðræðu.
Facebook Tengdar fréttir Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á Facebook Nasistaáróður, meðal annars með andliti Adolfs Hitler, birtist nú íslenskum Facebook-notendum. 18. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á Facebook Nasistaáróður, meðal annars með andliti Adolfs Hitler, birtist nú íslenskum Facebook-notendum. 18. ágúst 2019 11:30