Trúfélag án skráðra meðlima er möguleiki Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. ágúst 2019 07:00 Henry Alexander Henrysson situr í álitsnefnd um skráningu trú- og lífsskoðunarfélaga. Fréttablaðið/Ernir „Við höfum stundum efast um að þeir sem eru á félagatali séu raunverulega í félagi. Það er ekkert mál að safna undirskriftum,“ segir Henry Alexander Henrysson, aðjunkt við Háskóla Íslands, sem situr í álitsnefnd sem metur umsóknir um trú- og lífsskoðunarfélög. „En almennt erum við sem álitsnefnd ekki að leggja stein í götu fólks heldur að gæta anda laganna.“ Henry segir að þegar félag er til skoðunar sé litið til þess hvort til séu fyrirmyndir erlendis, grundvöllur að stofnsáttmála, hver fjöldi félagsmanna sé og dreifing þeirra, hvort félagið sinni merkingarbærum athöfnum og hvort það gangi gegn almennu siðferði og allsherjarreglu. Nefndin gerir ekki vettvangsrannsóknir eða ræðir við þá sem að umsókninni standa. Samkvæmt reglugerð dómsmálaráðherra er lágmarksfjöldi meðlima 25 og ber að skila nákvæmu félagatali við umsókn, þar sem koma fram nöfn, kennitölur, heimilisföng og fleira. Ekki er þó skilyrt að þessi fjöldi sé skráður í félagið til Þjóðskrár, að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar hjá Sýslumannsembættinu á Siglufirði þar sem skráning félaganna er afgreidd.Halldór Þormar Halldórsson.Nýlega fjallaði Fréttablaðið um málefni lífsskoðunarfélagsins Vitundar, sem stofnað var í febrúar síðastliðnum, en í júní voru aðeins þrír skráðir meðlimir. Halldór staðfestir að félagatali með lágmarksfjölda hafi verið skilað í því tilviki. Alls eru níu trú- eða lífsskoðunarfélög sem hafa færri en 25 skráða meðlimi hjá Þjóðskrá. „Samkvæmt lögum höfum við eftirlit með því að félög haldi áfram að uppfylla þau skilyrði sem liggja að baki skráningu, svo sem um fjölda og virkni,“ segir Halldór. Hann segir hins vegar að eftirfylgnin sé ekki mikil þar sem lögin séu barn síns tíma og til standi að efla eftirlitsþáttinn með nýrri lagasetningu. Í vor var fjallað um að veikleikar í lagaumgjörðinni settu Ísland í sérstakan áhættuflokk hjá FATF, stofnun sem berst gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. „Það er alveg hægt að sjá fyrir sér að félag geti verið með skráningu án þess að það sé nein raunveruleg starfsemi þar að baki,“ segir Halldór. Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Trúmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
„Við höfum stundum efast um að þeir sem eru á félagatali séu raunverulega í félagi. Það er ekkert mál að safna undirskriftum,“ segir Henry Alexander Henrysson, aðjunkt við Háskóla Íslands, sem situr í álitsnefnd sem metur umsóknir um trú- og lífsskoðunarfélög. „En almennt erum við sem álitsnefnd ekki að leggja stein í götu fólks heldur að gæta anda laganna.“ Henry segir að þegar félag er til skoðunar sé litið til þess hvort til séu fyrirmyndir erlendis, grundvöllur að stofnsáttmála, hver fjöldi félagsmanna sé og dreifing þeirra, hvort félagið sinni merkingarbærum athöfnum og hvort það gangi gegn almennu siðferði og allsherjarreglu. Nefndin gerir ekki vettvangsrannsóknir eða ræðir við þá sem að umsókninni standa. Samkvæmt reglugerð dómsmálaráðherra er lágmarksfjöldi meðlima 25 og ber að skila nákvæmu félagatali við umsókn, þar sem koma fram nöfn, kennitölur, heimilisföng og fleira. Ekki er þó skilyrt að þessi fjöldi sé skráður í félagið til Þjóðskrár, að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar hjá Sýslumannsembættinu á Siglufirði þar sem skráning félaganna er afgreidd.Halldór Þormar Halldórsson.Nýlega fjallaði Fréttablaðið um málefni lífsskoðunarfélagsins Vitundar, sem stofnað var í febrúar síðastliðnum, en í júní voru aðeins þrír skráðir meðlimir. Halldór staðfestir að félagatali með lágmarksfjölda hafi verið skilað í því tilviki. Alls eru níu trú- eða lífsskoðunarfélög sem hafa færri en 25 skráða meðlimi hjá Þjóðskrá. „Samkvæmt lögum höfum við eftirlit með því að félög haldi áfram að uppfylla þau skilyrði sem liggja að baki skráningu, svo sem um fjölda og virkni,“ segir Halldór. Hann segir hins vegar að eftirfylgnin sé ekki mikil þar sem lögin séu barn síns tíma og til standi að efla eftirlitsþáttinn með nýrri lagasetningu. Í vor var fjallað um að veikleikar í lagaumgjörðinni settu Ísland í sérstakan áhættuflokk hjá FATF, stofnun sem berst gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. „Það er alveg hægt að sjá fyrir sér að félag geti verið með skráningu án þess að það sé nein raunveruleg starfsemi þar að baki,“ segir Halldór.
Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Trúmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira