Þremur íslenskum CrossFit stelpum spáð meðal fjögurra efstu á heimsleikunum í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2019 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir tók sjálfu af sér og öllum íslensku keppendunum en með henni á myndinni eru Katrín Tanja, Sara, Björgvin Karl, Þuríður Erla og Eik. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Heimsleikarnir í CrossFit hefjast í dag í Madison í Wisconsin-fylki. Þetta eru þrettándu heimsleikarnir frá upphafi og eins og áður ætlar íslenska CrossFit fólkið að láta til sína taka á leikunum í ár. Veðbankar heimsins hafa líka mikla trú á íslensku stelpunum í ár þótt þeir telji að sigurganga tveggja magnaðra íþróttamanna haldi áfram. Bandaríkjamaðurinn Mat Fraser hefur unnið þrjú ár í röð hjá körlunum og hin ástralska Tia-Clair Toomey getur unnið þriðja árið í röð hjá konunum. Þeim er spáð sigri hjá veðbönkunum. Tia-Clair Toomey ætti hins vegar að fá mestu keppnina frá íslenskum CrossFit-drottningunum því okkar konur eiga næstu þrjú sæti hjá veðbönkunum. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er líklegust til afreka af íslensku konunum en hún er í öðru sæti hjá spámönnunum. Sara hefur átt magnað ár í ár og mætir líka mjög hungruð til leiks enda sú eina af þessum þremur íslensku CrossFit-drottningunum sem hefur ekki unnið heimsleikana. Það hefur bara örlítið vantað upp á hjá Söru síðustu ár en margir binda vonir til þess að nú hafi hún lukkuna með sér í liði. Katrín Tanja Davíðsdóttir er spáð þriðja sætinu eða sama sæti og hún tók í fyrra. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana tvisvar sinnum eða 2015 og 2016 og hefur verið að gera frábæri hluti sem stórstjarna í CrossFit sportinu. Katrín Tanja tryggði sig snemma inn á leikana og fékk því nægan tíma til að stilla sig inn á ágúst 2019. Goðsögninni Anníe Mist Þórisdóttur er einnig spáð velgengni á tíundu heimsleikunum sínum en veðbankar spá henni fjórða sætinu. Anníe Mist kom CrossFit á kortið á Íslandi þegar hún varð fyrsta konan í sögunni til að vinna heimsleikana tvisvar sinnum en hún hefur alls fimm sinnum komist á verðlaunapall sem er met. Hjá körlunum Björgvini Karli Guðmundssyni er líka spáð góðu gengi og er oftast meðal efstu fjögurra efstu þegar veðbankar eru að spá. Þeir sem eru settir á undan honum eru fyrrnefndur Mat Fraser og svo Kanadamennirnir Patrick Vellner og Brent Fikowski. Björgvin Karl er eini Íslendingurinn sem keppir í karlaflokki á heimsleikunum í ár.Vísir og Stöð 2 Sport 3 verða með beina útsendingu frá heimsleikunum í ár og hér á Vísi munum við líka bjóða upp á beina textalýsingu frá keppninni. Heimsleikarnir hefjast í dag 1. ágúst en lýkur á sunnnudaginn kemur. Útsendingin frá þessum fyrsta degi hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma en textalýsingin byrjar aðeins fyrr. View this post on InstagramIceland Strong! #ready #strong #proud #dottir A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jul 30, 2019 at 6:04pm PDT CrossFit Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Heimsleikarnir í CrossFit hefjast í dag í Madison í Wisconsin-fylki. Þetta eru þrettándu heimsleikarnir frá upphafi og eins og áður ætlar íslenska CrossFit fólkið að láta til sína taka á leikunum í ár. Veðbankar heimsins hafa líka mikla trú á íslensku stelpunum í ár þótt þeir telji að sigurganga tveggja magnaðra íþróttamanna haldi áfram. Bandaríkjamaðurinn Mat Fraser hefur unnið þrjú ár í röð hjá körlunum og hin ástralska Tia-Clair Toomey getur unnið þriðja árið í röð hjá konunum. Þeim er spáð sigri hjá veðbönkunum. Tia-Clair Toomey ætti hins vegar að fá mestu keppnina frá íslenskum CrossFit-drottningunum því okkar konur eiga næstu þrjú sæti hjá veðbönkunum. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er líklegust til afreka af íslensku konunum en hún er í öðru sæti hjá spámönnunum. Sara hefur átt magnað ár í ár og mætir líka mjög hungruð til leiks enda sú eina af þessum þremur íslensku CrossFit-drottningunum sem hefur ekki unnið heimsleikana. Það hefur bara örlítið vantað upp á hjá Söru síðustu ár en margir binda vonir til þess að nú hafi hún lukkuna með sér í liði. Katrín Tanja Davíðsdóttir er spáð þriðja sætinu eða sama sæti og hún tók í fyrra. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana tvisvar sinnum eða 2015 og 2016 og hefur verið að gera frábæri hluti sem stórstjarna í CrossFit sportinu. Katrín Tanja tryggði sig snemma inn á leikana og fékk því nægan tíma til að stilla sig inn á ágúst 2019. Goðsögninni Anníe Mist Þórisdóttur er einnig spáð velgengni á tíundu heimsleikunum sínum en veðbankar spá henni fjórða sætinu. Anníe Mist kom CrossFit á kortið á Íslandi þegar hún varð fyrsta konan í sögunni til að vinna heimsleikana tvisvar sinnum en hún hefur alls fimm sinnum komist á verðlaunapall sem er met. Hjá körlunum Björgvini Karli Guðmundssyni er líka spáð góðu gengi og er oftast meðal efstu fjögurra efstu þegar veðbankar eru að spá. Þeir sem eru settir á undan honum eru fyrrnefndur Mat Fraser og svo Kanadamennirnir Patrick Vellner og Brent Fikowski. Björgvin Karl er eini Íslendingurinn sem keppir í karlaflokki á heimsleikunum í ár.Vísir og Stöð 2 Sport 3 verða með beina útsendingu frá heimsleikunum í ár og hér á Vísi munum við líka bjóða upp á beina textalýsingu frá keppninni. Heimsleikarnir hefjast í dag 1. ágúst en lýkur á sunnnudaginn kemur. Útsendingin frá þessum fyrsta degi hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma en textalýsingin byrjar aðeins fyrr. View this post on InstagramIceland Strong! #ready #strong #proud #dottir A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jul 30, 2019 at 6:04pm PDT
CrossFit Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn