Finnst könnunin ekki pappírsins virði Benedikt Bóas skrifar 1. ágúst 2019 11:00 ÍTF gagnrýnir hvernig könnunin var framkvæmd. Hér eru ungir leikmenn að krossa við. MYND/LEIKMANNASAMTÖK ÍSLANDS Íslenskur toppfótbolti, Hagsmunasamtök félaga í efstu deildum fótboltans, sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar könnunar sem Leikmannasamtök Íslands gerðu meðal leikmanna þar sem launatölur voru harðlega gagnrýndar. Morgunblaðið fékk skýrsluna í hendurnar og birti frétt á þriðjudag sem aðrir fjölmiðlar eltu. Var yfirleitt vísað til þess að þrír leikmenn sögðust vera með meira en 3,6 milljónir á mánuði, eftir skatt. „Það er algerlega ábyrgðarlaust af hálfu Leikmannasamtaka Íslands að birta slíka fjarstæðu án athugasemda eða fyrirvara og gerir umrædda könnun í heild algerlega marklausa,“ stóð meðal annars í yfirlýsingunni. Haraldi Haraldssyni, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Víkings og formanni ÍTF, finnst margt vera að könnuninni, ekki aðeins launatölurnar. Hann segir hana ekkert vera slæma sem slíka, hún sé jú gerð um allan heim, heldur aðallega hvernig hún sé unnin. Bunka af könnunarblöðum hafi verið hent inn í búningsklefa eftir æfingu og leikmenn afgreitt þetta jafnvel saman í einhverju gríni – eins og launatölurnar sýni. „Það birtist mynd af ungum strákum gera könnunina á heimasíðu samtakanna. Framkvæmdin var ekki nógu góð og allt í einu eru komnar launa-tölur sem eru úr takti við allt sem er í gangi. Það á ekkert að senda svona frá sér án skoðunar. Könnunin sem slík er gerð alls staðar í heiminum en samtökin hér verða að læra að framkvæma hana.“ Töluverð umræða skapaðist u m könnunina á samfélagsmiðlum eftir frétt Morgunblaðsins og bent á að það væri ekki endilega Leikmanna-samtökunum að kenna að fótbolta-strákar gætu ekki hagað sér eins og menn. „Það þarf að vera ákveðin aðferðafræði í svona könnunum. Gera mönnum grein fyrir hvað sé verið að gera þannig að þetta fari ekki í svona bull.“ Haraldur efast um að félögin muni taka þessa könnun til sín. „Svo ég tali bara um Víking, sem er mitt félag, þá myndi leikmaður aldrei verða ósáttur við sjúkraþjálfara eins og kemur fram í könnuninni án þess að ég vissi af því. Þá væri búið að grípa í taumana. Við tökum þessa könnun ekki til okkar, hvernig hún var framkvæmd og hvað kemur út úr henni. Launaliðurinn gjaldfellir alla könnunina og hún er varla pappírsins virði. Samtökin sem slík eru góð og gild eins og alls staðar annars staðar en þau þurfa að temja sér betri vinnubrögð. Þau eru komin til að vera en það hjálpar ekkert að taka næstu skref að setja svona fram.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fá vel greitt fyrir að spila fótbolta Samkvæmt nýrri könnun Leikmannasamtaka Íslands fá 10 leikmenn um og yfir milljón á mánuði fyrir að spila fótbolta hér á landi. Þó er víða pottur brotinn og samtökin fá reglulega símtöl frá leikmönnum sem hafa ekki fengið greidd laun á réttum tíma. 31. júlí 2019 10:30 Þrír leikmenn í íslenska boltanum með meira en 3,6 milljónir í laun á mánuði Knattspyrnumenn á Íslandi eru alltaf að fá meira og meira borgað fyrir "áhugamennsku“ sína og Pepsi Max deild karla er á góðri leið með að verða atvinnumannadeild. 30. júlí 2019 08:30 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Íslenskur toppfótbolti, Hagsmunasamtök félaga í efstu deildum fótboltans, sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar könnunar sem Leikmannasamtök Íslands gerðu meðal leikmanna þar sem launatölur voru harðlega gagnrýndar. Morgunblaðið fékk skýrsluna í hendurnar og birti frétt á þriðjudag sem aðrir fjölmiðlar eltu. Var yfirleitt vísað til þess að þrír leikmenn sögðust vera með meira en 3,6 milljónir á mánuði, eftir skatt. „Það er algerlega ábyrgðarlaust af hálfu Leikmannasamtaka Íslands að birta slíka fjarstæðu án athugasemda eða fyrirvara og gerir umrædda könnun í heild algerlega marklausa,“ stóð meðal annars í yfirlýsingunni. Haraldi Haraldssyni, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Víkings og formanni ÍTF, finnst margt vera að könnuninni, ekki aðeins launatölurnar. Hann segir hana ekkert vera slæma sem slíka, hún sé jú gerð um allan heim, heldur aðallega hvernig hún sé unnin. Bunka af könnunarblöðum hafi verið hent inn í búningsklefa eftir æfingu og leikmenn afgreitt þetta jafnvel saman í einhverju gríni – eins og launatölurnar sýni. „Það birtist mynd af ungum strákum gera könnunina á heimasíðu samtakanna. Framkvæmdin var ekki nógu góð og allt í einu eru komnar launa-tölur sem eru úr takti við allt sem er í gangi. Það á ekkert að senda svona frá sér án skoðunar. Könnunin sem slík er gerð alls staðar í heiminum en samtökin hér verða að læra að framkvæma hana.“ Töluverð umræða skapaðist u m könnunina á samfélagsmiðlum eftir frétt Morgunblaðsins og bent á að það væri ekki endilega Leikmanna-samtökunum að kenna að fótbolta-strákar gætu ekki hagað sér eins og menn. „Það þarf að vera ákveðin aðferðafræði í svona könnunum. Gera mönnum grein fyrir hvað sé verið að gera þannig að þetta fari ekki í svona bull.“ Haraldur efast um að félögin muni taka þessa könnun til sín. „Svo ég tali bara um Víking, sem er mitt félag, þá myndi leikmaður aldrei verða ósáttur við sjúkraþjálfara eins og kemur fram í könnuninni án þess að ég vissi af því. Þá væri búið að grípa í taumana. Við tökum þessa könnun ekki til okkar, hvernig hún var framkvæmd og hvað kemur út úr henni. Launaliðurinn gjaldfellir alla könnunina og hún er varla pappírsins virði. Samtökin sem slík eru góð og gild eins og alls staðar annars staðar en þau þurfa að temja sér betri vinnubrögð. Þau eru komin til að vera en það hjálpar ekkert að taka næstu skref að setja svona fram.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fá vel greitt fyrir að spila fótbolta Samkvæmt nýrri könnun Leikmannasamtaka Íslands fá 10 leikmenn um og yfir milljón á mánuði fyrir að spila fótbolta hér á landi. Þó er víða pottur brotinn og samtökin fá reglulega símtöl frá leikmönnum sem hafa ekki fengið greidd laun á réttum tíma. 31. júlí 2019 10:30 Þrír leikmenn í íslenska boltanum með meira en 3,6 milljónir í laun á mánuði Knattspyrnumenn á Íslandi eru alltaf að fá meira og meira borgað fyrir "áhugamennsku“ sína og Pepsi Max deild karla er á góðri leið með að verða atvinnumannadeild. 30. júlí 2019 08:30 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Fá vel greitt fyrir að spila fótbolta Samkvæmt nýrri könnun Leikmannasamtaka Íslands fá 10 leikmenn um og yfir milljón á mánuði fyrir að spila fótbolta hér á landi. Þó er víða pottur brotinn og samtökin fá reglulega símtöl frá leikmönnum sem hafa ekki fengið greidd laun á réttum tíma. 31. júlí 2019 10:30
Þrír leikmenn í íslenska boltanum með meira en 3,6 milljónir í laun á mánuði Knattspyrnumenn á Íslandi eru alltaf að fá meira og meira borgað fyrir "áhugamennsku“ sína og Pepsi Max deild karla er á góðri leið með að verða atvinnumannadeild. 30. júlí 2019 08:30