Forsætisnefnd fundar um Klaustursmálið í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 10:07 Þau Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson skipa bráðabirgaforsætisnefnd Alþingis vegna Klaustursmálsins. Samsett Bráðabirgðaforsætisnefnd sem skipuð var til að fara með Klaustursmálið svokallaða kemur saman á fundi í dag. Fundurinn hófst nú klukkan tíu en samkvæmt upplýsingum frá Steinunni Þóru Árnadóttur, þingmanni Vinstri grænna og öðrum nefndarmanna, verður reynt að ganga frá umfjöllun nefndarinnar um málið á fundinum. „Við störfum samkvæmt þeim málsmeðferðarreglum sem eru skrifaðar inn í siðareglur fyrir alþingismenn,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. Með henni í nefndinni er Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Umfjöllun nefndarinnar lýkur með skilum á greinargerð um málið, sem Steinunn segir að verði birt á heimasíðu Alþingis. Það sem eftir standi nú er textavinna, nefndin hafi komist að niðurstöðu. Þá sé markmiðið að birta umfjöllun forsætisnefndar fyrir helgi. Ekki er þó ljóst hversu lengi fundurinn mun standa.Verður þetta síðasti fundur nefndarinnar um málið? „Mér finnst það líklegt, ekki nema eitthvað alveg óvænt gerist. Sem ég á ekki von á,“ segir Steinunn. Fram kom í Morgunblaðinu í morgun að siðanefnd Alþingis hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins hefðu brotið siðareglur alþingsmanna með ummælum sínum á barnum Klaustri þann 20. nóvember. Hinir þingmenn Miðflokksins sem áttu í hlut, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, gerðust ekki brotleg við reglurnar, samkvæmt áliti siðanefndar. Þetta álit siðanefndar hefur forsætisnefnd haft til umfjöllunar en þingmennirnir fengu sjálfir vikufrest til að bregðast við álitinu eftir að siðanefnd skilaði því inn í júlí. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Segir afgreiðslu forsætisnefndar ekki hafa strandað á andmælum Bergþórs Fréttamiðillinn Viljinn birti í kvöld frétt þar sem fullyrt er að andmæli Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, hafi orðið til þess að ekki hafi reynst unnt að afgreiða álit siðanefndar á fundi bráðabirgðaforsætisnefndar um Klaustursmálið svokallaða í gær. 31. júlí 2019 23:03 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Bráðabirgðaforsætisnefnd sem skipuð var til að fara með Klaustursmálið svokallaða kemur saman á fundi í dag. Fundurinn hófst nú klukkan tíu en samkvæmt upplýsingum frá Steinunni Þóru Árnadóttur, þingmanni Vinstri grænna og öðrum nefndarmanna, verður reynt að ganga frá umfjöllun nefndarinnar um málið á fundinum. „Við störfum samkvæmt þeim málsmeðferðarreglum sem eru skrifaðar inn í siðareglur fyrir alþingismenn,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. Með henni í nefndinni er Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Umfjöllun nefndarinnar lýkur með skilum á greinargerð um málið, sem Steinunn segir að verði birt á heimasíðu Alþingis. Það sem eftir standi nú er textavinna, nefndin hafi komist að niðurstöðu. Þá sé markmiðið að birta umfjöllun forsætisnefndar fyrir helgi. Ekki er þó ljóst hversu lengi fundurinn mun standa.Verður þetta síðasti fundur nefndarinnar um málið? „Mér finnst það líklegt, ekki nema eitthvað alveg óvænt gerist. Sem ég á ekki von á,“ segir Steinunn. Fram kom í Morgunblaðinu í morgun að siðanefnd Alþingis hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins hefðu brotið siðareglur alþingsmanna með ummælum sínum á barnum Klaustri þann 20. nóvember. Hinir þingmenn Miðflokksins sem áttu í hlut, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, gerðust ekki brotleg við reglurnar, samkvæmt áliti siðanefndar. Þetta álit siðanefndar hefur forsætisnefnd haft til umfjöllunar en þingmennirnir fengu sjálfir vikufrest til að bregðast við álitinu eftir að siðanefnd skilaði því inn í júlí.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Segir afgreiðslu forsætisnefndar ekki hafa strandað á andmælum Bergþórs Fréttamiðillinn Viljinn birti í kvöld frétt þar sem fullyrt er að andmæli Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, hafi orðið til þess að ekki hafi reynst unnt að afgreiða álit siðanefndar á fundi bráðabirgðaforsætisnefndar um Klaustursmálið svokallaða í gær. 31. júlí 2019 23:03 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00
Segir afgreiðslu forsætisnefndar ekki hafa strandað á andmælum Bergþórs Fréttamiðillinn Viljinn birti í kvöld frétt þar sem fullyrt er að andmæli Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, hafi orðið til þess að ekki hafi reynst unnt að afgreiða álit siðanefndar á fundi bráðabirgðaforsætisnefndar um Klaustursmálið svokallaða í gær. 31. júlí 2019 23:03