Forsætisnefnd fundar um Klaustursmálið í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 10:07 Þau Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson skipa bráðabirgaforsætisnefnd Alþingis vegna Klaustursmálsins. Samsett Bráðabirgðaforsætisnefnd sem skipuð var til að fara með Klaustursmálið svokallaða kemur saman á fundi í dag. Fundurinn hófst nú klukkan tíu en samkvæmt upplýsingum frá Steinunni Þóru Árnadóttur, þingmanni Vinstri grænna og öðrum nefndarmanna, verður reynt að ganga frá umfjöllun nefndarinnar um málið á fundinum. „Við störfum samkvæmt þeim málsmeðferðarreglum sem eru skrifaðar inn í siðareglur fyrir alþingismenn,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. Með henni í nefndinni er Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Umfjöllun nefndarinnar lýkur með skilum á greinargerð um málið, sem Steinunn segir að verði birt á heimasíðu Alþingis. Það sem eftir standi nú er textavinna, nefndin hafi komist að niðurstöðu. Þá sé markmiðið að birta umfjöllun forsætisnefndar fyrir helgi. Ekki er þó ljóst hversu lengi fundurinn mun standa.Verður þetta síðasti fundur nefndarinnar um málið? „Mér finnst það líklegt, ekki nema eitthvað alveg óvænt gerist. Sem ég á ekki von á,“ segir Steinunn. Fram kom í Morgunblaðinu í morgun að siðanefnd Alþingis hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins hefðu brotið siðareglur alþingsmanna með ummælum sínum á barnum Klaustri þann 20. nóvember. Hinir þingmenn Miðflokksins sem áttu í hlut, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, gerðust ekki brotleg við reglurnar, samkvæmt áliti siðanefndar. Þetta álit siðanefndar hefur forsætisnefnd haft til umfjöllunar en þingmennirnir fengu sjálfir vikufrest til að bregðast við álitinu eftir að siðanefnd skilaði því inn í júlí. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Segir afgreiðslu forsætisnefndar ekki hafa strandað á andmælum Bergþórs Fréttamiðillinn Viljinn birti í kvöld frétt þar sem fullyrt er að andmæli Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, hafi orðið til þess að ekki hafi reynst unnt að afgreiða álit siðanefndar á fundi bráðabirgðaforsætisnefndar um Klaustursmálið svokallaða í gær. 31. júlí 2019 23:03 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Bráðabirgðaforsætisnefnd sem skipuð var til að fara með Klaustursmálið svokallaða kemur saman á fundi í dag. Fundurinn hófst nú klukkan tíu en samkvæmt upplýsingum frá Steinunni Þóru Árnadóttur, þingmanni Vinstri grænna og öðrum nefndarmanna, verður reynt að ganga frá umfjöllun nefndarinnar um málið á fundinum. „Við störfum samkvæmt þeim málsmeðferðarreglum sem eru skrifaðar inn í siðareglur fyrir alþingismenn,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. Með henni í nefndinni er Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Umfjöllun nefndarinnar lýkur með skilum á greinargerð um málið, sem Steinunn segir að verði birt á heimasíðu Alþingis. Það sem eftir standi nú er textavinna, nefndin hafi komist að niðurstöðu. Þá sé markmiðið að birta umfjöllun forsætisnefndar fyrir helgi. Ekki er þó ljóst hversu lengi fundurinn mun standa.Verður þetta síðasti fundur nefndarinnar um málið? „Mér finnst það líklegt, ekki nema eitthvað alveg óvænt gerist. Sem ég á ekki von á,“ segir Steinunn. Fram kom í Morgunblaðinu í morgun að siðanefnd Alþingis hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins hefðu brotið siðareglur alþingsmanna með ummælum sínum á barnum Klaustri þann 20. nóvember. Hinir þingmenn Miðflokksins sem áttu í hlut, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, gerðust ekki brotleg við reglurnar, samkvæmt áliti siðanefndar. Þetta álit siðanefndar hefur forsætisnefnd haft til umfjöllunar en þingmennirnir fengu sjálfir vikufrest til að bregðast við álitinu eftir að siðanefnd skilaði því inn í júlí.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Segir afgreiðslu forsætisnefndar ekki hafa strandað á andmælum Bergþórs Fréttamiðillinn Viljinn birti í kvöld frétt þar sem fullyrt er að andmæli Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, hafi orðið til þess að ekki hafi reynst unnt að afgreiða álit siðanefndar á fundi bráðabirgðaforsætisnefndar um Klaustursmálið svokallaða í gær. 31. júlí 2019 23:03 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00
Segir afgreiðslu forsætisnefndar ekki hafa strandað á andmælum Bergþórs Fréttamiðillinn Viljinn birti í kvöld frétt þar sem fullyrt er að andmæli Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, hafi orðið til þess að ekki hafi reynst unnt að afgreiða álit siðanefndar á fundi bráðabirgðaforsætisnefndar um Klaustursmálið svokallaða í gær. 31. júlí 2019 23:03