Á leikunum keppa Íslendingarnir Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Annie Mist Þórisdóttir, Oddrún Eik Gylfadóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Björgvin Karl Guðmundsson.
Þá keppir Brynjar Ari Magnússon í flokki 14 til 15 ára og þeir Stefán Helgi Einarsson og Sigurður Þrastarson keppa í flokki 35 til 39 ára karla. Hilmar Harðarson ætlar síðan að keppa í flokki 60 ára og eldri.
Þær Svanhildur og Birna starfa báðar hjá Útvarpi 101 en þær eru miklar áhugamennskjur um Crossfit og ætla að vera með dagleg innslög á Vísi á meðan leikunum stendur.
Hér fyrir neðan má sjá fyrsta innslagið: