Sara um íslenskar konur: Við erum ekki hræddar við að vera sterkar og viljum sýna það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 09:30 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir . Mynd/iInstagram/sarasigmunds Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er aðalleikarinn í nýju flottu myndbandi sem er tileinkað henni og náttúru Íslands. Culture Trip tók upp íslensku CrossFit stjörnuna að undirbúa sig fyrir heimsleikana út í náttúru Íslands. Fram undan er dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit í Madison en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í 26. sæti eftir fyrsta daginn. Hún tryggði sér farseðilinn til Madison í byrjun ársins og hefur síðan þá unnið markvisst að því að undirbúa sig fyrir hennar fimmtu heimsleika á ferlinum. Meðal þess sem Sara gerði var að fara út í náttúru Íslands ásamt kvikmyndagerðafólki frá Culture Trip. Fólkið frá Culture Trip tók upp stórglæsilegar myndir af Söru undir beru lofti í fallegri og stórbrotinni náttúru landsins hennar. Culture Trip hefur nú sett saman stutt myndband frá upptökunum og má sjá það hér fyrir neðan en þar má einnig segja Söru segja frá því hvernig íslenska náttúran hafi góð áhrif á sig.Watch CrossFit athlete @SaraSigmundsdot use Iceland's vast terrain to train to become the fittest woman on Earth #CrossFitGames@GoPro#adpic.twitter.com/Rlguu8RCyj — Culture Trip (@CultureTrip) August 1, 2019„Til að ná mínum markmiðum þá þarf ég að æfa vel og vera óstöðvandi. Ég heiti Sara Sigmundsdóttir og ég vil verða hraustasta konan á jörðinni,“ segir Sara í upphafi myndbandsins en það er á ensku. „Ég elska Ísland út af hversu einstakt land það er og hversu náttúran er harðgerð. Það er land ís og elda. Við erum með jökla, við erum með eldfjöll og við erum með svartar strendur,“ segir Sara. „Það færist yfir mann friðsæl tilfinning þegar maður hleypur út í náttúru Ísland,“ segir Sara. „Ísland hefur verið mér hvatning hvað varðar jafnrétti kvenna. Íslenskar konur eru ekki hræddar við það að vera sterkar. Við erum ekki hræddar við það sem við getum gert og við viljum sýna það,“ segir Sara í myndbandinu en á meðan er sýndar af henni glæsilegar myndir þar sem Sara æfir á þekktum stöðum í náttúru Íslands. CrossFit Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er aðalleikarinn í nýju flottu myndbandi sem er tileinkað henni og náttúru Íslands. Culture Trip tók upp íslensku CrossFit stjörnuna að undirbúa sig fyrir heimsleikana út í náttúru Íslands. Fram undan er dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit í Madison en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í 26. sæti eftir fyrsta daginn. Hún tryggði sér farseðilinn til Madison í byrjun ársins og hefur síðan þá unnið markvisst að því að undirbúa sig fyrir hennar fimmtu heimsleika á ferlinum. Meðal þess sem Sara gerði var að fara út í náttúru Íslands ásamt kvikmyndagerðafólki frá Culture Trip. Fólkið frá Culture Trip tók upp stórglæsilegar myndir af Söru undir beru lofti í fallegri og stórbrotinni náttúru landsins hennar. Culture Trip hefur nú sett saman stutt myndband frá upptökunum og má sjá það hér fyrir neðan en þar má einnig segja Söru segja frá því hvernig íslenska náttúran hafi góð áhrif á sig.Watch CrossFit athlete @SaraSigmundsdot use Iceland's vast terrain to train to become the fittest woman on Earth #CrossFitGames@GoPro#adpic.twitter.com/Rlguu8RCyj — Culture Trip (@CultureTrip) August 1, 2019„Til að ná mínum markmiðum þá þarf ég að æfa vel og vera óstöðvandi. Ég heiti Sara Sigmundsdóttir og ég vil verða hraustasta konan á jörðinni,“ segir Sara í upphafi myndbandsins en það er á ensku. „Ég elska Ísland út af hversu einstakt land það er og hversu náttúran er harðgerð. Það er land ís og elda. Við erum með jökla, við erum með eldfjöll og við erum með svartar strendur,“ segir Sara. „Það færist yfir mann friðsæl tilfinning þegar maður hleypur út í náttúru Ísland,“ segir Sara. „Ísland hefur verið mér hvatning hvað varðar jafnrétti kvenna. Íslenskar konur eru ekki hræddar við það að vera sterkar. Við erum ekki hræddar við það sem við getum gert og við viljum sýna það,“ segir Sara í myndbandinu en á meðan er sýndar af henni glæsilegar myndir þar sem Sara æfir á þekktum stöðum í náttúru Íslands.
CrossFit Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira