Fara yfir ástæðuna fyrir því að spænsku liðin eru að eyða meiri pening en þau ensku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 10:00 Eden Hazard kyssir Real Madrid merkið þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður félafgsins. Getty/Helios de la Rubia Evrópumeistarar Liverpool hafa varla eytt krónu á markaðnum í sumar og heilt yfir þá hafa ensku úrvalsdeildarliðin ekki eytt jafnmiklum peningi í nýja leikmenn og liðin í spænsku deildinni. Breska ríkisútvarpið leitaði skýringa á því. Spænsku liðin hafa verið í metaham í sumar og eru í fyrsta sinn komin saman með yfir einn milljarð enskra punda í eyðslu í nýja leikmenn. Ensku úrvalsdeildarfélögin hafa eytt samtals 922 milljónum punda í nýja leikmenn. Það eru vissulega ensk félög að kaupa leikmenn þótt að Liverpool sé rólegt á markaðnum og það gætu líka dottið inn stór kaup á síðustu sex dögunum sem glugginn er opinn. Það hljómar frekar furðulega að það séu nýliðar Aston Villa sem hafi eytt mestum peningi af ensku úrvalsdeildarliðunum. Þetta gæti orðið í fyrsta sinn í meira en áratug þar sem eyðslan er meiri hjá bestu liðum Spánar en hjá bestu liðum Englands.La Liga v Premier League.#EPL clubs have spent £922m and counting with just seven days remaining until the transfer window closes. But who will spend more this summer? Find out https://t.co/DIDSqLNEvf#bbcfootballpic.twitter.com/4jV3dqLFTq — BBC Sport (@BBCSport) August 2, 2019Real Madrid, Barcelona og Atletico Madrid hafa öll eytt stórum upphæðum í að styrkja leikmannahópa sína eftir vonbrigðartímabil í Evrópu á síðustu leiktíð. Spænsku liðin höfðu verið með talsverða yfirburði í Evrópukeppnunum árin á undan en síðasta vetur snérist það við. Ensku lið unnu ekki aðeins Meistaradeildina og Evrópudeildina heldur voru enskir úrslitaleikir í báðum keppnum því Liverpool vann Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og Chelsea vann Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Spænsku félögin hafa nú snúið vörn í sókn. Þau hafa þegar eytt 1,06 milljörðum punda í leikmenn í sumar og eru farin að nálgast met ensku úrvalsdeildarinnar frá 2017 þegar ensku liðin eyddu 1,4 milljörðum punda í leikmenn í sumarglugganum. Eden Hazard (Real), Joao Felix (Atletico) og Antoine Griezmann (Barca) voru allir keyptir fyrir stórar upphæðir en það hefur verið minna um þessi risakaup á Englandi. Arsenal borgaði reyndar metupphæð fyrir Nicolas Pepe og það gerði Manchester City líka fyrir Rodri. Tottenham tók sig líka til og eyddi 54 milljónum punda í Tanguy Ndombele. Blaðamennirnir Ben Collins og Katie Falkingham hjá breska ríkisútvarpinu velta fyrir sér ástæðunum fyrir þessu í pistli á heimasíðu BBC í dag. Það fer ekkert á milli mála hjá þeim sem þau töluðu við að frábært gengi ensku liðanna úi Evrópukeppnunum á síðustu leiktíð hefur kallað á viðbrögð frá bæði spænskum og ítölskum liðum. Hér kemur líka inn í að Chelsea er í banni og Manchester United hefur ekki enn þá keypt þessa dýru leikmenn sem búist var við. Spænsku liðin eru líka í betri stöðu en áður eftir að nýr sjónvarpssamningur færði þeim auknar tekjur en hann gefur af sér tuttugu prósentum meira en sá gamli. Það eru hins vegar enn sex dagar eftir af glugganum og Manchester United er ekki búið að segja sitt síðasta. Tottenham gæti líka keypt fleiri leikmenn en það eru litlar líkur á að mikið gerist hjá Liverpool. Það má lesa úttekt þeirra Ben Collins og Katie Falkingham með því að smella hér. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira
Evrópumeistarar Liverpool hafa varla eytt krónu á markaðnum í sumar og heilt yfir þá hafa ensku úrvalsdeildarliðin ekki eytt jafnmiklum peningi í nýja leikmenn og liðin í spænsku deildinni. Breska ríkisútvarpið leitaði skýringa á því. Spænsku liðin hafa verið í metaham í sumar og eru í fyrsta sinn komin saman með yfir einn milljarð enskra punda í eyðslu í nýja leikmenn. Ensku úrvalsdeildarfélögin hafa eytt samtals 922 milljónum punda í nýja leikmenn. Það eru vissulega ensk félög að kaupa leikmenn þótt að Liverpool sé rólegt á markaðnum og það gætu líka dottið inn stór kaup á síðustu sex dögunum sem glugginn er opinn. Það hljómar frekar furðulega að það séu nýliðar Aston Villa sem hafi eytt mestum peningi af ensku úrvalsdeildarliðunum. Þetta gæti orðið í fyrsta sinn í meira en áratug þar sem eyðslan er meiri hjá bestu liðum Spánar en hjá bestu liðum Englands.La Liga v Premier League.#EPL clubs have spent £922m and counting with just seven days remaining until the transfer window closes. But who will spend more this summer? Find out https://t.co/DIDSqLNEvf#bbcfootballpic.twitter.com/4jV3dqLFTq — BBC Sport (@BBCSport) August 2, 2019Real Madrid, Barcelona og Atletico Madrid hafa öll eytt stórum upphæðum í að styrkja leikmannahópa sína eftir vonbrigðartímabil í Evrópu á síðustu leiktíð. Spænsku liðin höfðu verið með talsverða yfirburði í Evrópukeppnunum árin á undan en síðasta vetur snérist það við. Ensku lið unnu ekki aðeins Meistaradeildina og Evrópudeildina heldur voru enskir úrslitaleikir í báðum keppnum því Liverpool vann Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og Chelsea vann Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Spænsku félögin hafa nú snúið vörn í sókn. Þau hafa þegar eytt 1,06 milljörðum punda í leikmenn í sumar og eru farin að nálgast met ensku úrvalsdeildarinnar frá 2017 þegar ensku liðin eyddu 1,4 milljörðum punda í leikmenn í sumarglugganum. Eden Hazard (Real), Joao Felix (Atletico) og Antoine Griezmann (Barca) voru allir keyptir fyrir stórar upphæðir en það hefur verið minna um þessi risakaup á Englandi. Arsenal borgaði reyndar metupphæð fyrir Nicolas Pepe og það gerði Manchester City líka fyrir Rodri. Tottenham tók sig líka til og eyddi 54 milljónum punda í Tanguy Ndombele. Blaðamennirnir Ben Collins og Katie Falkingham hjá breska ríkisútvarpinu velta fyrir sér ástæðunum fyrir þessu í pistli á heimasíðu BBC í dag. Það fer ekkert á milli mála hjá þeim sem þau töluðu við að frábært gengi ensku liðanna úi Evrópukeppnunum á síðustu leiktíð hefur kallað á viðbrögð frá bæði spænskum og ítölskum liðum. Hér kemur líka inn í að Chelsea er í banni og Manchester United hefur ekki enn þá keypt þessa dýru leikmenn sem búist var við. Spænsku liðin eru líka í betri stöðu en áður eftir að nýr sjónvarpssamningur færði þeim auknar tekjur en hann gefur af sér tuttugu prósentum meira en sá gamli. Það eru hins vegar enn sex dagar eftir af glugganum og Manchester United er ekki búið að segja sitt síðasta. Tottenham gæti líka keypt fleiri leikmenn en það eru litlar líkur á að mikið gerist hjá Liverpool. Það má lesa úttekt þeirra Ben Collins og Katie Falkingham með því að smella hér.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira