Fara yfir ástæðuna fyrir því að spænsku liðin eru að eyða meiri pening en þau ensku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 10:00 Eden Hazard kyssir Real Madrid merkið þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður félafgsins. Getty/Helios de la Rubia Evrópumeistarar Liverpool hafa varla eytt krónu á markaðnum í sumar og heilt yfir þá hafa ensku úrvalsdeildarliðin ekki eytt jafnmiklum peningi í nýja leikmenn og liðin í spænsku deildinni. Breska ríkisútvarpið leitaði skýringa á því. Spænsku liðin hafa verið í metaham í sumar og eru í fyrsta sinn komin saman með yfir einn milljarð enskra punda í eyðslu í nýja leikmenn. Ensku úrvalsdeildarfélögin hafa eytt samtals 922 milljónum punda í nýja leikmenn. Það eru vissulega ensk félög að kaupa leikmenn þótt að Liverpool sé rólegt á markaðnum og það gætu líka dottið inn stór kaup á síðustu sex dögunum sem glugginn er opinn. Það hljómar frekar furðulega að það séu nýliðar Aston Villa sem hafi eytt mestum peningi af ensku úrvalsdeildarliðunum. Þetta gæti orðið í fyrsta sinn í meira en áratug þar sem eyðslan er meiri hjá bestu liðum Spánar en hjá bestu liðum Englands.La Liga v Premier League.#EPL clubs have spent £922m and counting with just seven days remaining until the transfer window closes. But who will spend more this summer? Find out https://t.co/DIDSqLNEvf#bbcfootballpic.twitter.com/4jV3dqLFTq — BBC Sport (@BBCSport) August 2, 2019Real Madrid, Barcelona og Atletico Madrid hafa öll eytt stórum upphæðum í að styrkja leikmannahópa sína eftir vonbrigðartímabil í Evrópu á síðustu leiktíð. Spænsku liðin höfðu verið með talsverða yfirburði í Evrópukeppnunum árin á undan en síðasta vetur snérist það við. Ensku lið unnu ekki aðeins Meistaradeildina og Evrópudeildina heldur voru enskir úrslitaleikir í báðum keppnum því Liverpool vann Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og Chelsea vann Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Spænsku félögin hafa nú snúið vörn í sókn. Þau hafa þegar eytt 1,06 milljörðum punda í leikmenn í sumar og eru farin að nálgast met ensku úrvalsdeildarinnar frá 2017 þegar ensku liðin eyddu 1,4 milljörðum punda í leikmenn í sumarglugganum. Eden Hazard (Real), Joao Felix (Atletico) og Antoine Griezmann (Barca) voru allir keyptir fyrir stórar upphæðir en það hefur verið minna um þessi risakaup á Englandi. Arsenal borgaði reyndar metupphæð fyrir Nicolas Pepe og það gerði Manchester City líka fyrir Rodri. Tottenham tók sig líka til og eyddi 54 milljónum punda í Tanguy Ndombele. Blaðamennirnir Ben Collins og Katie Falkingham hjá breska ríkisútvarpinu velta fyrir sér ástæðunum fyrir þessu í pistli á heimasíðu BBC í dag. Það fer ekkert á milli mála hjá þeim sem þau töluðu við að frábært gengi ensku liðanna úi Evrópukeppnunum á síðustu leiktíð hefur kallað á viðbrögð frá bæði spænskum og ítölskum liðum. Hér kemur líka inn í að Chelsea er í banni og Manchester United hefur ekki enn þá keypt þessa dýru leikmenn sem búist var við. Spænsku liðin eru líka í betri stöðu en áður eftir að nýr sjónvarpssamningur færði þeim auknar tekjur en hann gefur af sér tuttugu prósentum meira en sá gamli. Það eru hins vegar enn sex dagar eftir af glugganum og Manchester United er ekki búið að segja sitt síðasta. Tottenham gæti líka keypt fleiri leikmenn en það eru litlar líkur á að mikið gerist hjá Liverpool. Það má lesa úttekt þeirra Ben Collins og Katie Falkingham með því að smella hér. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Evrópumeistarar Liverpool hafa varla eytt krónu á markaðnum í sumar og heilt yfir þá hafa ensku úrvalsdeildarliðin ekki eytt jafnmiklum peningi í nýja leikmenn og liðin í spænsku deildinni. Breska ríkisútvarpið leitaði skýringa á því. Spænsku liðin hafa verið í metaham í sumar og eru í fyrsta sinn komin saman með yfir einn milljarð enskra punda í eyðslu í nýja leikmenn. Ensku úrvalsdeildarfélögin hafa eytt samtals 922 milljónum punda í nýja leikmenn. Það eru vissulega ensk félög að kaupa leikmenn þótt að Liverpool sé rólegt á markaðnum og það gætu líka dottið inn stór kaup á síðustu sex dögunum sem glugginn er opinn. Það hljómar frekar furðulega að það séu nýliðar Aston Villa sem hafi eytt mestum peningi af ensku úrvalsdeildarliðunum. Þetta gæti orðið í fyrsta sinn í meira en áratug þar sem eyðslan er meiri hjá bestu liðum Spánar en hjá bestu liðum Englands.La Liga v Premier League.#EPL clubs have spent £922m and counting with just seven days remaining until the transfer window closes. But who will spend more this summer? Find out https://t.co/DIDSqLNEvf#bbcfootballpic.twitter.com/4jV3dqLFTq — BBC Sport (@BBCSport) August 2, 2019Real Madrid, Barcelona og Atletico Madrid hafa öll eytt stórum upphæðum í að styrkja leikmannahópa sína eftir vonbrigðartímabil í Evrópu á síðustu leiktíð. Spænsku liðin höfðu verið með talsverða yfirburði í Evrópukeppnunum árin á undan en síðasta vetur snérist það við. Ensku lið unnu ekki aðeins Meistaradeildina og Evrópudeildina heldur voru enskir úrslitaleikir í báðum keppnum því Liverpool vann Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og Chelsea vann Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Spænsku félögin hafa nú snúið vörn í sókn. Þau hafa þegar eytt 1,06 milljörðum punda í leikmenn í sumar og eru farin að nálgast met ensku úrvalsdeildarinnar frá 2017 þegar ensku liðin eyddu 1,4 milljörðum punda í leikmenn í sumarglugganum. Eden Hazard (Real), Joao Felix (Atletico) og Antoine Griezmann (Barca) voru allir keyptir fyrir stórar upphæðir en það hefur verið minna um þessi risakaup á Englandi. Arsenal borgaði reyndar metupphæð fyrir Nicolas Pepe og það gerði Manchester City líka fyrir Rodri. Tottenham tók sig líka til og eyddi 54 milljónum punda í Tanguy Ndombele. Blaðamennirnir Ben Collins og Katie Falkingham hjá breska ríkisútvarpinu velta fyrir sér ástæðunum fyrir þessu í pistli á heimasíðu BBC í dag. Það fer ekkert á milli mála hjá þeim sem þau töluðu við að frábært gengi ensku liðanna úi Evrópukeppnunum á síðustu leiktíð hefur kallað á viðbrögð frá bæði spænskum og ítölskum liðum. Hér kemur líka inn í að Chelsea er í banni og Manchester United hefur ekki enn þá keypt þessa dýru leikmenn sem búist var við. Spænsku liðin eru líka í betri stöðu en áður eftir að nýr sjónvarpssamningur færði þeim auknar tekjur en hann gefur af sér tuttugu prósentum meira en sá gamli. Það eru hins vegar enn sex dagar eftir af glugganum og Manchester United er ekki búið að segja sitt síðasta. Tottenham gæti líka keypt fleiri leikmenn en það eru litlar líkur á að mikið gerist hjá Liverpool. Það má lesa úttekt þeirra Ben Collins og Katie Falkingham með því að smella hér.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira