Fara yfir ástæðuna fyrir því að spænsku liðin eru að eyða meiri pening en þau ensku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 10:00 Eden Hazard kyssir Real Madrid merkið þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður félafgsins. Getty/Helios de la Rubia Evrópumeistarar Liverpool hafa varla eytt krónu á markaðnum í sumar og heilt yfir þá hafa ensku úrvalsdeildarliðin ekki eytt jafnmiklum peningi í nýja leikmenn og liðin í spænsku deildinni. Breska ríkisútvarpið leitaði skýringa á því. Spænsku liðin hafa verið í metaham í sumar og eru í fyrsta sinn komin saman með yfir einn milljarð enskra punda í eyðslu í nýja leikmenn. Ensku úrvalsdeildarfélögin hafa eytt samtals 922 milljónum punda í nýja leikmenn. Það eru vissulega ensk félög að kaupa leikmenn þótt að Liverpool sé rólegt á markaðnum og það gætu líka dottið inn stór kaup á síðustu sex dögunum sem glugginn er opinn. Það hljómar frekar furðulega að það séu nýliðar Aston Villa sem hafi eytt mestum peningi af ensku úrvalsdeildarliðunum. Þetta gæti orðið í fyrsta sinn í meira en áratug þar sem eyðslan er meiri hjá bestu liðum Spánar en hjá bestu liðum Englands.La Liga v Premier League.#EPL clubs have spent £922m and counting with just seven days remaining until the transfer window closes. But who will spend more this summer? Find out https://t.co/DIDSqLNEvf#bbcfootballpic.twitter.com/4jV3dqLFTq — BBC Sport (@BBCSport) August 2, 2019Real Madrid, Barcelona og Atletico Madrid hafa öll eytt stórum upphæðum í að styrkja leikmannahópa sína eftir vonbrigðartímabil í Evrópu á síðustu leiktíð. Spænsku liðin höfðu verið með talsverða yfirburði í Evrópukeppnunum árin á undan en síðasta vetur snérist það við. Ensku lið unnu ekki aðeins Meistaradeildina og Evrópudeildina heldur voru enskir úrslitaleikir í báðum keppnum því Liverpool vann Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og Chelsea vann Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Spænsku félögin hafa nú snúið vörn í sókn. Þau hafa þegar eytt 1,06 milljörðum punda í leikmenn í sumar og eru farin að nálgast met ensku úrvalsdeildarinnar frá 2017 þegar ensku liðin eyddu 1,4 milljörðum punda í leikmenn í sumarglugganum. Eden Hazard (Real), Joao Felix (Atletico) og Antoine Griezmann (Barca) voru allir keyptir fyrir stórar upphæðir en það hefur verið minna um þessi risakaup á Englandi. Arsenal borgaði reyndar metupphæð fyrir Nicolas Pepe og það gerði Manchester City líka fyrir Rodri. Tottenham tók sig líka til og eyddi 54 milljónum punda í Tanguy Ndombele. Blaðamennirnir Ben Collins og Katie Falkingham hjá breska ríkisútvarpinu velta fyrir sér ástæðunum fyrir þessu í pistli á heimasíðu BBC í dag. Það fer ekkert á milli mála hjá þeim sem þau töluðu við að frábært gengi ensku liðanna úi Evrópukeppnunum á síðustu leiktíð hefur kallað á viðbrögð frá bæði spænskum og ítölskum liðum. Hér kemur líka inn í að Chelsea er í banni og Manchester United hefur ekki enn þá keypt þessa dýru leikmenn sem búist var við. Spænsku liðin eru líka í betri stöðu en áður eftir að nýr sjónvarpssamningur færði þeim auknar tekjur en hann gefur af sér tuttugu prósentum meira en sá gamli. Það eru hins vegar enn sex dagar eftir af glugganum og Manchester United er ekki búið að segja sitt síðasta. Tottenham gæti líka keypt fleiri leikmenn en það eru litlar líkur á að mikið gerist hjá Liverpool. Það má lesa úttekt þeirra Ben Collins og Katie Falkingham með því að smella hér. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Evrópumeistarar Liverpool hafa varla eytt krónu á markaðnum í sumar og heilt yfir þá hafa ensku úrvalsdeildarliðin ekki eytt jafnmiklum peningi í nýja leikmenn og liðin í spænsku deildinni. Breska ríkisútvarpið leitaði skýringa á því. Spænsku liðin hafa verið í metaham í sumar og eru í fyrsta sinn komin saman með yfir einn milljarð enskra punda í eyðslu í nýja leikmenn. Ensku úrvalsdeildarfélögin hafa eytt samtals 922 milljónum punda í nýja leikmenn. Það eru vissulega ensk félög að kaupa leikmenn þótt að Liverpool sé rólegt á markaðnum og það gætu líka dottið inn stór kaup á síðustu sex dögunum sem glugginn er opinn. Það hljómar frekar furðulega að það séu nýliðar Aston Villa sem hafi eytt mestum peningi af ensku úrvalsdeildarliðunum. Þetta gæti orðið í fyrsta sinn í meira en áratug þar sem eyðslan er meiri hjá bestu liðum Spánar en hjá bestu liðum Englands.La Liga v Premier League.#EPL clubs have spent £922m and counting with just seven days remaining until the transfer window closes. But who will spend more this summer? Find out https://t.co/DIDSqLNEvf#bbcfootballpic.twitter.com/4jV3dqLFTq — BBC Sport (@BBCSport) August 2, 2019Real Madrid, Barcelona og Atletico Madrid hafa öll eytt stórum upphæðum í að styrkja leikmannahópa sína eftir vonbrigðartímabil í Evrópu á síðustu leiktíð. Spænsku liðin höfðu verið með talsverða yfirburði í Evrópukeppnunum árin á undan en síðasta vetur snérist það við. Ensku lið unnu ekki aðeins Meistaradeildina og Evrópudeildina heldur voru enskir úrslitaleikir í báðum keppnum því Liverpool vann Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og Chelsea vann Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Spænsku félögin hafa nú snúið vörn í sókn. Þau hafa þegar eytt 1,06 milljörðum punda í leikmenn í sumar og eru farin að nálgast met ensku úrvalsdeildarinnar frá 2017 þegar ensku liðin eyddu 1,4 milljörðum punda í leikmenn í sumarglugganum. Eden Hazard (Real), Joao Felix (Atletico) og Antoine Griezmann (Barca) voru allir keyptir fyrir stórar upphæðir en það hefur verið minna um þessi risakaup á Englandi. Arsenal borgaði reyndar metupphæð fyrir Nicolas Pepe og það gerði Manchester City líka fyrir Rodri. Tottenham tók sig líka til og eyddi 54 milljónum punda í Tanguy Ndombele. Blaðamennirnir Ben Collins og Katie Falkingham hjá breska ríkisútvarpinu velta fyrir sér ástæðunum fyrir þessu í pistli á heimasíðu BBC í dag. Það fer ekkert á milli mála hjá þeim sem þau töluðu við að frábært gengi ensku liðanna úi Evrópukeppnunum á síðustu leiktíð hefur kallað á viðbrögð frá bæði spænskum og ítölskum liðum. Hér kemur líka inn í að Chelsea er í banni og Manchester United hefur ekki enn þá keypt þessa dýru leikmenn sem búist var við. Spænsku liðin eru líka í betri stöðu en áður eftir að nýr sjónvarpssamningur færði þeim auknar tekjur en hann gefur af sér tuttugu prósentum meira en sá gamli. Það eru hins vegar enn sex dagar eftir af glugganum og Manchester United er ekki búið að segja sitt síðasta. Tottenham gæti líka keypt fleiri leikmenn en það eru litlar líkur á að mikið gerist hjá Liverpool. Það má lesa úttekt þeirra Ben Collins og Katie Falkingham með því að smella hér.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti