Neytendasamtökin skoða milljónagreiðslur eldri borgara Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2019 15:30 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Neytendasamtökin skoða nú skilyrði sem Félag eldri borgara hefur sett kaupendum nýrra íbúða í Reykjavík. Hefur félagið krafið kaupendur um milljónir í aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna þess að kostnaður við byggingu íbúðanna fór langt fram úr áætlun. Er það sett sem skilyrði fyrir afhendingu íbúðanna þó svo að undirritaður kaupsamningur sé í gildi, annað hvort greiði kaupendur milljóna aukagreiðslu eða fallið verður frá kaupunum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að erindi hafi borist vegna málsins inn á borð samtakanna rétt fyrir hádegi og málið farið nú í skoðun. Upphaflega nam byggingarkostnaður þessarar íbúða, sem eru 68 talsins, 3,8 milljörðum en kostnaður fór hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun en varaformaður Félags eldri borgara sagði við Vísi fyrr í dag að tafir á afhendingu lóðarinnar frá Reykjavíkurborg ásamt breytingum og lagfæringu á byggingunni hafi dregið afhendingu íbúðanna um eina níu mánuði. Á sama tímabili hækkaði byggingarvísitalan og jókst fjármagnskostnaður. Varaformaðurinn sagði við Vísi að það hafi alltaf staðið til að selja íbúðirnar á kostnaðarverði og enginn annar en kaupendurnir sem geta tekið við hallanum. Breki Karlsson segir Neytendasamtökin undirbúa fyrirspurn til Félags eldri borgara. Fyrirliggjandi eru undirritaðir kaupsamningar og þó söluaðilinn verði fyrri búsifjum ætti kaupandinn ekki að bera það tjón. „Félag eldri borgara ætti að borga tafargjöld ef eitthvað er. Það er svona mitt mat við fyrstu sýn. En vonandi leysum við þetta í frið og spekt. Það hljóta að liggja einhverjar eðlilegar skýringar á bak við þetta. En við fyrsta yfirlit virðast þessar kröfur frá Félagi eldri borgara ekki standast,“ segir Breki en hann hvetur kaupendur þessara íbúða til að hafa samband við samtökin vegna málsins. Varaformaður félagsins sagði við Vísi fyrr í dag að aukakostnaðurinn við byggingu þessara íbúða muni leggjast á íbúðirnar 68 en það fari eftir stærð þeirra hversu há greiðslan verður. Ef miðað er við að kostnaðurinn hafi farið hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun má gera ráð fyrir að sex milljónir að meðaltali leggist á hverja íbúð aukalega. Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Neytendasamtökin skoða nú skilyrði sem Félag eldri borgara hefur sett kaupendum nýrra íbúða í Reykjavík. Hefur félagið krafið kaupendur um milljónir í aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna þess að kostnaður við byggingu íbúðanna fór langt fram úr áætlun. Er það sett sem skilyrði fyrir afhendingu íbúðanna þó svo að undirritaður kaupsamningur sé í gildi, annað hvort greiði kaupendur milljóna aukagreiðslu eða fallið verður frá kaupunum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að erindi hafi borist vegna málsins inn á borð samtakanna rétt fyrir hádegi og málið farið nú í skoðun. Upphaflega nam byggingarkostnaður þessarar íbúða, sem eru 68 talsins, 3,8 milljörðum en kostnaður fór hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun en varaformaður Félags eldri borgara sagði við Vísi fyrr í dag að tafir á afhendingu lóðarinnar frá Reykjavíkurborg ásamt breytingum og lagfæringu á byggingunni hafi dregið afhendingu íbúðanna um eina níu mánuði. Á sama tímabili hækkaði byggingarvísitalan og jókst fjármagnskostnaður. Varaformaðurinn sagði við Vísi að það hafi alltaf staðið til að selja íbúðirnar á kostnaðarverði og enginn annar en kaupendurnir sem geta tekið við hallanum. Breki Karlsson segir Neytendasamtökin undirbúa fyrirspurn til Félags eldri borgara. Fyrirliggjandi eru undirritaðir kaupsamningar og þó söluaðilinn verði fyrri búsifjum ætti kaupandinn ekki að bera það tjón. „Félag eldri borgara ætti að borga tafargjöld ef eitthvað er. Það er svona mitt mat við fyrstu sýn. En vonandi leysum við þetta í frið og spekt. Það hljóta að liggja einhverjar eðlilegar skýringar á bak við þetta. En við fyrsta yfirlit virðast þessar kröfur frá Félagi eldri borgara ekki standast,“ segir Breki en hann hvetur kaupendur þessara íbúða til að hafa samband við samtökin vegna málsins. Varaformaður félagsins sagði við Vísi fyrr í dag að aukakostnaðurinn við byggingu þessara íbúða muni leggjast á íbúðirnar 68 en það fari eftir stærð þeirra hversu há greiðslan verður. Ef miðað er við að kostnaðurinn hafi farið hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun má gera ráð fyrir að sex milljónir að meðaltali leggist á hverja íbúð aukalega.
Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40