Enski boltinn

Klopp segir það hættulegasta við Man. City hafi verið löngu boltarnir frá Bravo

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp líflegur sem fyrr.
Klopp líflegur sem fyrr. vísir/gett
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að eina leiðin til þess að eiga möguleika gegn Man. City á leiktíðinni sé að spila leik við þá á undirbúningstímabilinu.

City vann sigur á Liverpool í vítaspyrnukeppni er liðin mættust í leiknum um Samfélagsskjöldinn en staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 1-1.

„Ég sagði fyrir leikinn að ef þú vilt verða tilbúinn fyrir Manchester City verðuru að spila við þá á undirbúningstímabilinu. Annars getur ekkert lið spilað við þá,“ sagði Þjóðverjinn á blaðamannafundi eftir leikinn í gær.





„Þú sást á nokkrum augnablikum í fyrri hálfleiknum að við vorum í smá vandræðum með staðsetningarnar og þá geta þeir gert það sem þeir vilja. Þeir voru hættulegastir í löngu boltunum frá Bravo yfir varnarlínuna,“ en Bravo er markvörður City.

„Varnarlínan okkar var þá ekki lína svo það gerir það enn erfiðara. Þannig strekkja þeir á okkur því þú býst við að þeir spili boltanum á milli,“ sagði Klopp.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×