Enski boltinn

Fyrirliði Arsenal vill ólmur komast burt: Bordeaux og Rennes líklegir áfangastaðir

Anton Ingi Leifsson skrifar
„Þessir tveir klúbbar?“
„Þessir tveir klúbbar?“ vísir/getty
Laurent Koscielny, fyrirliði Arsenal, er á förum frá félaginu en bæði Bordeaux og Rennes eru talin vilja klófesta Frakkann.

Þessi 33 ára gamli varnarmaður neitaði að ferðast með liðinu til Bandaríkjanna en sú ákvörðun kom eftir að félagið neitaði að leysa hann undan samningi.

Koscielny á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Arsenal en hann var fyrirliði félagsins á síðustu leiktíð svo hegðun hans hefur ekki vakið mikla gleði í herbúðum Arsenal.







Bæði Bordeaux og Rennes eru talin áhugasöm um miðvörðinn en þau hafa ekki komið með það verð á borðið sem Arsenal vill fá fyrir miðvörðinn sem hefur verið í herbúðum félagsins frá því árið 2010.

Fari Koscielny frá félaginu verður Arsenal í enn meiri vandræðum varnarlega en breiddin þar er ekki mikil. Sokratis Papastathopoulos og Shkodran Mustafi verða líklega fyrstir á blað með þá Rob Holding og Konstantinos Mavropanos á bekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×