Í þeim sextán leikjum sem Aron hefur spilað í deildinni þetta tímabilið hefur Aron skorað tíu mörk og lagt upp önnur sjö. Sér í lagi síðustu vikur hefur Fjölnismaðurinn verið funheitur.
Tvö af mörkum Arons komu í 3-1 sigri á Kongsvinger um helgina en bæði mörkin voru af dýrari gerðinni. Mörkin frábæru má sjá hér að neðan.
Spørs om keeperne tør stå så langt ute på Sparebanken Sør Arena fremover...#ikstartpic.twitter.com/ipKecQtJ62
— IK Start (@ikstart) August 4, 2019
Start er í þriðja sæti deildarinnar eftir fimm sigra í röð en efstu tvö liðin fara beint upp í efstu deildina. Næstu fjögur lið spila svo um eitt lokasæti í deildinni.
Jóhannes Harðarson er þjálfari Start.