Richard kann íslensku og 50 önnur tungumál Kristinn Haukur Guðnason skrifar 6. ágúst 2019 06:30 Richard Simcott leggur nú stund á japönsku. Fréttablaðið/Ernir „Ég lærði íslensku á námskeiði við Háskóla Íslands fyrir sex árum en hef ekki talað hana lengi og því þurfti ég að rifja tungumálið upp,“ segir Richard Simcott. Að sögn Richards tók það hann einungis um viku að geta spjallað við fólk. Framburður hans heyrist vera ekki ósvipaður og hjá útlendingum sem búið hafa um talsvert skeið hérlendis. Richard segist skilja íslensku betur en hann tali hana. Þá getur hann einnig skrifað á íslensku. „Ég lærði sænsku fyrst og þess vegna var þetta ekki mjög erfitt,“ segir hann. „Ég talaði samt betri íslensku áður.“ Vanalega getur Richard lært nýtt tungumál frá grunni á þremur mánuðum en það getur farið niður í einn mánuð ef hann kann fyrir svipað tungumál. Richard, sem er breskur, er nýkominn frá Makedóníu en þaðan er eiginkona hans. Eiga þau saman unga dóttur sem einnig hefur lært mörg tungumál. „Ég og konan mín tölum saman á makedónsku. Við dóttur mína tala ég frönsku, þýsku, spænsku og ensku,“ segir Richard. Hann starfar hjá fyrirtækinu The Social Element sem sér um samfélagsmiðlaherferðir fyrir stofnanir og fyrirtæki. Tungumálakunnátta hans hefur nýst honum vel á því sviði. Richard lærir tungumál eins og flestir aðrir, með námskeiðum og endurteknum æfingum. „Besta leiðin til að læra er samt að tala við fólk. Ef ég tala ekki tungumálið getur kunnáttan tapast niður,“ segir hann. Fimm ára lærði Richard frönsku og skömmu síðar velsku, en hann ólst upp við mörk Englands og Wales. „Það næsta sem ég lærði var spænska og í háskóla lærði ég finnsku, portúgölsku og ítölsku.“ Síðan bættust tungumálin við hvert af öðru. „Alls hef ég lært meira en 50 tungumál og ég get núna talað 25,“ segir Richard. Má þar til dæmis nefna albönsku, kínversku, tyrknesku og esperanto. Núna leggur Richard stund á japönsku og er á leið til borgarinnar Fukuoka í október. Þar mun hann stýra margtyngis (polyglot) ráðstefnu í sjöunda skipti. Árið 2017 var ráðstefnan haldin í Hörpu í Reykjavík. Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
„Ég lærði íslensku á námskeiði við Háskóla Íslands fyrir sex árum en hef ekki talað hana lengi og því þurfti ég að rifja tungumálið upp,“ segir Richard Simcott. Að sögn Richards tók það hann einungis um viku að geta spjallað við fólk. Framburður hans heyrist vera ekki ósvipaður og hjá útlendingum sem búið hafa um talsvert skeið hérlendis. Richard segist skilja íslensku betur en hann tali hana. Þá getur hann einnig skrifað á íslensku. „Ég lærði sænsku fyrst og þess vegna var þetta ekki mjög erfitt,“ segir hann. „Ég talaði samt betri íslensku áður.“ Vanalega getur Richard lært nýtt tungumál frá grunni á þremur mánuðum en það getur farið niður í einn mánuð ef hann kann fyrir svipað tungumál. Richard, sem er breskur, er nýkominn frá Makedóníu en þaðan er eiginkona hans. Eiga þau saman unga dóttur sem einnig hefur lært mörg tungumál. „Ég og konan mín tölum saman á makedónsku. Við dóttur mína tala ég frönsku, þýsku, spænsku og ensku,“ segir Richard. Hann starfar hjá fyrirtækinu The Social Element sem sér um samfélagsmiðlaherferðir fyrir stofnanir og fyrirtæki. Tungumálakunnátta hans hefur nýst honum vel á því sviði. Richard lærir tungumál eins og flestir aðrir, með námskeiðum og endurteknum æfingum. „Besta leiðin til að læra er samt að tala við fólk. Ef ég tala ekki tungumálið getur kunnáttan tapast niður,“ segir hann. Fimm ára lærði Richard frönsku og skömmu síðar velsku, en hann ólst upp við mörk Englands og Wales. „Það næsta sem ég lærði var spænska og í háskóla lærði ég finnsku, portúgölsku og ítölsku.“ Síðan bættust tungumálin við hvert af öðru. „Alls hef ég lært meira en 50 tungumál og ég get núna talað 25,“ segir Richard. Má þar til dæmis nefna albönsku, kínversku, tyrknesku og esperanto. Núna leggur Richard stund á japönsku og er á leið til borgarinnar Fukuoka í október. Þar mun hann stýra margtyngis (polyglot) ráðstefnu í sjöunda skipti. Árið 2017 var ráðstefnan haldin í Hörpu í Reykjavík.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira